Hólmfríður Magnúsdóttir tryggði Avaldsnes sigur á Vålerenga í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.
Hólmfríður kom Avaldsnes í 1-0 á 44. mínútu og þar við sat.
Hólmfríður lék allan leikinn fyrir Avaldsnes en Þórunn Helga Jónsdóttir var ónotaður varamaður.
Avaldsnes er með fullt hús stiga eftir fyrstu tvær umferðirnar en liðið vann 0-2 sigur á Klepp í 1. umferðinni.
