Gæti verið betra fyrir strákana að skora sjálfsmark | 17 ára liðið í stórfurðulegri stöðu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. apríl 2016 11:30 Vísir/Getty Íslenska sautján ára landsliðið í fótbolta hefur ekki skorað mark í fyrstu tveimur leikjum sínum í milliriðli EM en á samt ennþá möguleika á því að komast í úrslitakeppnina. Það gæti jafnvel verið betra fyrir strákana að skora í eigið mark í lokin en í mark andstæðinganna. Lokaumferðin fer fram í dag og þar þurfa menn að vera með reiknivélina á lofti til þess að finna út hver sé bestu úrslitin fyrir íslensku strákana. Ísland mætir Grikklandi í dag og þar getur komið upp sú staða að það væri betra fyrir liðin að gera jafntefli en að vinna. Þetta kemur til meðal annars vegna þess að keppni er lokið í öllum milliriðlunum nema þeim íslenska. Frakkar hafa unnið báða sína leiki í riðlinum og hafa þegar tryggt sér sigur í honum og þar af leiðandi sæti í úrslitakeppninni. Sigurvegari hvers riðils kemst áfram en einnig sjö af átta liðum sem endaði öðru sæti. Austurríki er í bestu stöðunni með stigi meira en Ísland og Grikkland en Austurríkismenn eiga líka eftir að mæta Frökkum. Austurríki tryggir sér sæti á EM með sigri á Frökkum en ef Austurríki tapar leiknum þá eiga Ísland og Grikkland möguleika. Þegar UEFA reiknar út besta árangur þjóða í öðru sæti tekur það ekki með árangurinn á móti neðsta liði riðilsins. Það þýðir að það gæti komið sér illa fyrir bæði Ísland og Grikkland að vinna sinn leik fari svo að Austurríki tapi fyrir Frakklandi. Þá myndi sigur liðanna ekki telja í baráttunni um að vera eitt af sjö bestu liðunum í öðru sæti. Tapi Austurríki á móti Frakklandi væri það besta í stöðunni fyrir Ísland og Grikkland að gera 2-2 jafntefli en þá myndi vítakeppni milli liðanna ráða því hvort liðið kemst áfram. Bæði lið myndi náð einu af sjö bestu sætunum á skoruðum mörkum en vítakeppnin myndi ráða því hvort liðið fer áfram. Hér má sjá gott yfirlit yfir stöðu mála í riðli Íslands fyrir lokaumferðina. Leikur Íslands og Grikklands hefst klukkan 13.00 en Austurríki og Frakkland spila á sama tíma.Vísir/Getty Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Íslenski boltinn „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Fótbolti Dagskráin í dag: Reykjavíkurslagur og Leeds snýr aftur Sport Fleiri fréttir „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Sjá meira
Íslenska sautján ára landsliðið í fótbolta hefur ekki skorað mark í fyrstu tveimur leikjum sínum í milliriðli EM en á samt ennþá möguleika á því að komast í úrslitakeppnina. Það gæti jafnvel verið betra fyrir strákana að skora í eigið mark í lokin en í mark andstæðinganna. Lokaumferðin fer fram í dag og þar þurfa menn að vera með reiknivélina á lofti til þess að finna út hver sé bestu úrslitin fyrir íslensku strákana. Ísland mætir Grikklandi í dag og þar getur komið upp sú staða að það væri betra fyrir liðin að gera jafntefli en að vinna. Þetta kemur til meðal annars vegna þess að keppni er lokið í öllum milliriðlunum nema þeim íslenska. Frakkar hafa unnið báða sína leiki í riðlinum og hafa þegar tryggt sér sigur í honum og þar af leiðandi sæti í úrslitakeppninni. Sigurvegari hvers riðils kemst áfram en einnig sjö af átta liðum sem endaði öðru sæti. Austurríki er í bestu stöðunni með stigi meira en Ísland og Grikkland en Austurríkismenn eiga líka eftir að mæta Frökkum. Austurríki tryggir sér sæti á EM með sigri á Frökkum en ef Austurríki tapar leiknum þá eiga Ísland og Grikkland möguleika. Þegar UEFA reiknar út besta árangur þjóða í öðru sæti tekur það ekki með árangurinn á móti neðsta liði riðilsins. Það þýðir að það gæti komið sér illa fyrir bæði Ísland og Grikkland að vinna sinn leik fari svo að Austurríki tapi fyrir Frakklandi. Þá myndi sigur liðanna ekki telja í baráttunni um að vera eitt af sjö bestu liðunum í öðru sæti. Tapi Austurríki á móti Frakklandi væri það besta í stöðunni fyrir Ísland og Grikkland að gera 2-2 jafntefli en þá myndi vítakeppni milli liðanna ráða því hvort liðið kemst áfram. Bæði lið myndi náð einu af sjö bestu sætunum á skoruðum mörkum en vítakeppnin myndi ráða því hvort liðið fer áfram. Hér má sjá gott yfirlit yfir stöðu mála í riðli Íslands fyrir lokaumferðina. Leikur Íslands og Grikklands hefst klukkan 13.00 en Austurríki og Frakkland spila á sama tíma.Vísir/Getty
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Íslenski boltinn „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Fótbolti Dagskráin í dag: Reykjavíkurslagur og Leeds snýr aftur Sport Fleiri fréttir „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Sjá meira