Fjölmargir féllu fyrir aprílgabbi Vísis sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 1. apríl 2016 17:44 Fast 8 bílarnir voru því miður ekki til sýnis í dag – en fólk greip þó ekki í tómt. Fjölmargir lögðu leið sína á Korputorg í dag til að berja Fast 8 bílana augum, en greint var frá því á Vísi að þeir yrðu til sýnis í dag. Hér með upplýsist það að um aprílgabb var að ræða. Áhugasamir gripu þó ekki í tómt því Krúsera-klúbburinn tók þátt í gríninu og voru þrír bílar á vegum félagsmanna klúbbsins til sýnis á torginu. Þeir sem gerðu sér ferð á Korputorg í dag tóku vel í grínið þrátt fyrir að ekki allir hafi verið tilbúnir til að viðurkenna það að þeir hafi verið látnir hlaupa á þessum alþjóðlega hrekkja- og gabbdegi. Fréttastofa náði tali af nokkrum sem litu við á Korputorg í dag, líkt og sjá má á myndskeiðinu hér fyrir neðan.Þá greindi Fréttablaðið frá því í dag að samlokustaðurinn Joe and the Juice myndi opna í Alþingishúsinu á næstu dögum. Þingmenn og annað starfsfólk hafi kallað eftir auknum fjölbreytileika í matarvali og að samlokurnar yrðu niðurgreiddar. Einnig var um aprílgabb að ræða en stofnaður var undirskriftalisti þar sem fólk mótmælti því að þurfa að niðurgreiða samlokur fyrir þingmenn.Samkvæmt Vísindavefnum er sá siður að vera með grín og hrekki þann 1. apríl margra alda gamall. Hann megi líklega rekja til Evrópu á miðöldum þegar tíðkaðist að halda upp á nýtt ár á vorjafndægri 25. mars. „Samkvæmt fornri hefð stóðu merkar hátíðir í átta daga og 1. apríl var því áttundi og síðasti dagur nýárshátíðarinnar,“ segir á Vísindavefnum.Forvitnir lögðu leið sína á Korputorg í dag.vísir/vilhelmKrúsera-klúbburinn tók þátt í gríninu með Vísi.vísir/vilhelmvísir/vilhelmFulltrúar framhaldsskólans í Mosfellsbæ.vísir/vilhelm Aprílgabb Tengdar fréttir Hafa hafið undirskriftarsöfnun gegn Joe and the Juice í Alþingishúsinu „Viljum við niðurgreiða samlokur og djúsa fyrir þingmenn? Nei!“ 1. apríl 2016 14:13 Fast 8 bílarnir til sýnis í dag Áhugafólk um bíla er velkomið en nokkrir af fallegustu gripunum verða til sýnis milli klukkan 12 og 14 og bifvélavirkjar svara spurningum. 1. apríl 2016 09:30 Opna Joe and the Juice í Alþingishúsinu Ekkert útboð fór fram. 1. apríl 2016 07:00 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Sjá meira
Fjölmargir lögðu leið sína á Korputorg í dag til að berja Fast 8 bílana augum, en greint var frá því á Vísi að þeir yrðu til sýnis í dag. Hér með upplýsist það að um aprílgabb var að ræða. Áhugasamir gripu þó ekki í tómt því Krúsera-klúbburinn tók þátt í gríninu og voru þrír bílar á vegum félagsmanna klúbbsins til sýnis á torginu. Þeir sem gerðu sér ferð á Korputorg í dag tóku vel í grínið þrátt fyrir að ekki allir hafi verið tilbúnir til að viðurkenna það að þeir hafi verið látnir hlaupa á þessum alþjóðlega hrekkja- og gabbdegi. Fréttastofa náði tali af nokkrum sem litu við á Korputorg í dag, líkt og sjá má á myndskeiðinu hér fyrir neðan.Þá greindi Fréttablaðið frá því í dag að samlokustaðurinn Joe and the Juice myndi opna í Alþingishúsinu á næstu dögum. Þingmenn og annað starfsfólk hafi kallað eftir auknum fjölbreytileika í matarvali og að samlokurnar yrðu niðurgreiddar. Einnig var um aprílgabb að ræða en stofnaður var undirskriftalisti þar sem fólk mótmælti því að þurfa að niðurgreiða samlokur fyrir þingmenn.Samkvæmt Vísindavefnum er sá siður að vera með grín og hrekki þann 1. apríl margra alda gamall. Hann megi líklega rekja til Evrópu á miðöldum þegar tíðkaðist að halda upp á nýtt ár á vorjafndægri 25. mars. „Samkvæmt fornri hefð stóðu merkar hátíðir í átta daga og 1. apríl var því áttundi og síðasti dagur nýárshátíðarinnar,“ segir á Vísindavefnum.Forvitnir lögðu leið sína á Korputorg í dag.vísir/vilhelmKrúsera-klúbburinn tók þátt í gríninu með Vísi.vísir/vilhelmvísir/vilhelmFulltrúar framhaldsskólans í Mosfellsbæ.vísir/vilhelm
Aprílgabb Tengdar fréttir Hafa hafið undirskriftarsöfnun gegn Joe and the Juice í Alþingishúsinu „Viljum við niðurgreiða samlokur og djúsa fyrir þingmenn? Nei!“ 1. apríl 2016 14:13 Fast 8 bílarnir til sýnis í dag Áhugafólk um bíla er velkomið en nokkrir af fallegustu gripunum verða til sýnis milli klukkan 12 og 14 og bifvélavirkjar svara spurningum. 1. apríl 2016 09:30 Opna Joe and the Juice í Alþingishúsinu Ekkert útboð fór fram. 1. apríl 2016 07:00 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Sjá meira
Hafa hafið undirskriftarsöfnun gegn Joe and the Juice í Alþingishúsinu „Viljum við niðurgreiða samlokur og djúsa fyrir þingmenn? Nei!“ 1. apríl 2016 14:13
Fast 8 bílarnir til sýnis í dag Áhugafólk um bíla er velkomið en nokkrir af fallegustu gripunum verða til sýnis milli klukkan 12 og 14 og bifvélavirkjar svara spurningum. 1. apríl 2016 09:30