Alfreð, sem gekk í raðir Augsburg eftir stutta dvöl hjá Olympiacos í Grikklandi, skoraði tvö mörk og lagði upp önnur tvö fyrir Augsburg í mars mánuði, en liðið er í baráttu í neðri hluta deildarinnar.
Augsburg gerði tvö jafntefli og tapaði tveimur leikjum í mars og innbyrti því tvö stig en Alfreð átti stóran þátt í þessum stigum sem liðið halaði inn.
„Loksins virðist Augsburg vera komið mann sem veldur usla í teignum. Íslendingurinn hleypur gríðarlega mikið, leggur mikið á sig og er mættur í teiginn til að klára færin,“ segir í umsögn um íslenska landsliðsmanninn.
Unser @FCAugsburg #SpielerdesMonats ist @A_Finnbogason. Til hamingju! https://t.co/7kroxRfnpP #Augsburg #FCA #buLi pic.twitter.com/eFfRpvfSab
— StadtZeitungAugsburg (@StaZ_Augsburg) March 31, 2016