Vinstri stefna í endurnýjun lífdaganna Ögmundur Jónasson skrifar 1. apríl 2016 07:00 Fyrir stuttu skrifaði ég grein í Fréttablaðið undir fyrirsögninni, „Það þarf að byrja upp á nýtt!“ Frá því greinin birtist hafa margir tekið undir þetta í mín eyru og sagt að nákvæmlega þessa væri þörf. Félagshyggjufólk þyrfti að endurmeta gildi sín og alla nálgun að stjórnmálum. Staðreyndin væri sú að vinstri menn hefðu glatað tiltrú vegna þess að sjálfir hefðu þeir misst trú á eigin lausnum.Ný-ung Einhverjir skildu skrif mín svo að ég væri að segja Vinstrihreyfingunni - grænu framboði sérstaklega til syndanna, vildi stofna nýjan flokk og molaskrifari Fréttablaðsins gantaðist með að í slíkum flokki kæmi ungliðahreyfingin án efa til með að heita Ný-ung. Það er prýðisnafn. Hitt er annað mál að fyrir mér vakir ekki að skammast út í fólk eða flokka. Ég er einfaldlega að hvetja vinstrimenn til að ganga í endurnýjun lífdaganna með hugsjónir sínar og stefnumál. Ég er þar með að höfða almennt til allra þeirra sem vilja byggja samfélagið á samstarfi og samvinnu en ekki samkeppni og peningahyggju.Nóg komið af flokkum með „alls konar“ Jafnaðarstefna sem þorir að gangast við sjálfri sér á nefnilega erindi við samtímann og við framtíðina. Sanni menn til. Þegar við sýnum fram á að við ætlum að stofna samfélagsbanka, hætta öllu daðri við hugmyndir um að selja orkufyrirtæki, vatnsveitur, hættum að rukka sjúklinga, ræðum það í alvöru hvort miðstýrt regluverk Hins evrópska efnahagssvæðis standist kröfur okkar um fullveldi og lýðræði; þegar við sýnum og sönnum með gerðum okkar að við munum framfylgja félagslega ábyrgri stefnu og aldrei láta glepjast af tálsýnum peningahyggjunnar, þá munum við endurheimta traust og tiltrú. Þá mun fólk sem nú segist ætla að styðja Pírata vegna þess að þeim sé svo umhugað um tölvur og internet og „alls konar“ svo vitnað sé í aðra stjórnmálahreyfingu sem naut skyndikynna við þjóðina; þá verður að nýju horft til stjórnmálahreyfinga sem eru með raunverulegar lausnir til úrbóta fyrir hina daglegu lífsbaráttu og sem meira er, þora að standa og falla með þeim. Við búum við ofríki efnahags- og stjórnmálaafla sem eina ferðina enn er að takast að koma samfélaginu undir hæl sinn. Það má ekki gerast og það mun ekki gerast ef við erum staðráðin í að fara aldrei sjálf að nýju undir þann hæl.Úr ræningjahöndum Fyrir næstu kosningar mætti hugsa sér að félagslega sinnað fólk sameinaðist um hundrað daga áætlun eins og Svarti hópurinn svonefndi innan Verkamannasambandsins talaði fyrir í aðdraganda Þjóðarsáttarinnar árið 1989. Þarna voru Pétur Sigurðsson, Vestfjarðargoði og Guðmundur Jaki í forystu. BSRB var á svipaðri slóð og reið reyndar á vaðið í jafnlaunasamningum þessa vordaga. Í ársbyrjun 1990 kom Þjóðarsáttin. Hún kvað niður þrjátíu prósenta verðbólgu og lækkaði fjármagnskostnað heimila og fyrirtækja. En sáttin varði stutt enda þá komin til valda ríkisstjórn sem vildi rukka á sjúkrahúsum og einkavæða innviðina. Þá þurfti að nýju að leggjast í víking. Einmitt það þarf að gera núna. Ekki með nýrri þjóðarsátt eins og þeirri gömlu. Heldur með baráttu. Alvöru baráttu fyrir alvöru jöfnuði, alvöru yfirráðum almennings yfir samfélagi sínu. Verkefnið er ekki smátt. Það snýst um að frelsa samfélagið úr ræningjahöndum og innleiða pólitík sem þjónar samfélaginu í anda réttlætis.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. apríl. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Agnar Már Másson skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Fyrir stuttu skrifaði ég grein í Fréttablaðið undir fyrirsögninni, „Það þarf að byrja upp á nýtt!“ Frá því greinin birtist hafa margir tekið undir þetta í mín eyru og sagt að nákvæmlega þessa væri þörf. Félagshyggjufólk þyrfti að endurmeta gildi sín og alla nálgun að stjórnmálum. Staðreyndin væri sú að vinstri menn hefðu glatað tiltrú vegna þess að sjálfir hefðu þeir misst trú á eigin lausnum.Ný-ung Einhverjir skildu skrif mín svo að ég væri að segja Vinstrihreyfingunni - grænu framboði sérstaklega til syndanna, vildi stofna nýjan flokk og molaskrifari Fréttablaðsins gantaðist með að í slíkum flokki kæmi ungliðahreyfingin án efa til með að heita Ný-ung. Það er prýðisnafn. Hitt er annað mál að fyrir mér vakir ekki að skammast út í fólk eða flokka. Ég er einfaldlega að hvetja vinstrimenn til að ganga í endurnýjun lífdaganna með hugsjónir sínar og stefnumál. Ég er þar með að höfða almennt til allra þeirra sem vilja byggja samfélagið á samstarfi og samvinnu en ekki samkeppni og peningahyggju.Nóg komið af flokkum með „alls konar“ Jafnaðarstefna sem þorir að gangast við sjálfri sér á nefnilega erindi við samtímann og við framtíðina. Sanni menn til. Þegar við sýnum fram á að við ætlum að stofna samfélagsbanka, hætta öllu daðri við hugmyndir um að selja orkufyrirtæki, vatnsveitur, hættum að rukka sjúklinga, ræðum það í alvöru hvort miðstýrt regluverk Hins evrópska efnahagssvæðis standist kröfur okkar um fullveldi og lýðræði; þegar við sýnum og sönnum með gerðum okkar að við munum framfylgja félagslega ábyrgri stefnu og aldrei láta glepjast af tálsýnum peningahyggjunnar, þá munum við endurheimta traust og tiltrú. Þá mun fólk sem nú segist ætla að styðja Pírata vegna þess að þeim sé svo umhugað um tölvur og internet og „alls konar“ svo vitnað sé í aðra stjórnmálahreyfingu sem naut skyndikynna við þjóðina; þá verður að nýju horft til stjórnmálahreyfinga sem eru með raunverulegar lausnir til úrbóta fyrir hina daglegu lífsbaráttu og sem meira er, þora að standa og falla með þeim. Við búum við ofríki efnahags- og stjórnmálaafla sem eina ferðina enn er að takast að koma samfélaginu undir hæl sinn. Það má ekki gerast og það mun ekki gerast ef við erum staðráðin í að fara aldrei sjálf að nýju undir þann hæl.Úr ræningjahöndum Fyrir næstu kosningar mætti hugsa sér að félagslega sinnað fólk sameinaðist um hundrað daga áætlun eins og Svarti hópurinn svonefndi innan Verkamannasambandsins talaði fyrir í aðdraganda Þjóðarsáttarinnar árið 1989. Þarna voru Pétur Sigurðsson, Vestfjarðargoði og Guðmundur Jaki í forystu. BSRB var á svipaðri slóð og reið reyndar á vaðið í jafnlaunasamningum þessa vordaga. Í ársbyrjun 1990 kom Þjóðarsáttin. Hún kvað niður þrjátíu prósenta verðbólgu og lækkaði fjármagnskostnað heimila og fyrirtækja. En sáttin varði stutt enda þá komin til valda ríkisstjórn sem vildi rukka á sjúkrahúsum og einkavæða innviðina. Þá þurfti að nýju að leggjast í víking. Einmitt það þarf að gera núna. Ekki með nýrri þjóðarsátt eins og þeirri gömlu. Heldur með baráttu. Alvöru baráttu fyrir alvöru jöfnuði, alvöru yfirráðum almennings yfir samfélagi sínu. Verkefnið er ekki smátt. Það snýst um að frelsa samfélagið úr ræningjahöndum og innleiða pólitík sem þjónar samfélaginu í anda réttlætis.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. apríl.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun