Arnór Smárason lagði upp mark þegar Hammarby vann góðan 3-1 sigur á toppliði Djurgården í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld.
Djurgården vann fyrstu þrjá leiki sína á tímabilinu og er enn í efsta sæti deildarinnar þrátt fyrir tapið í kvöld.
Staðan var 1-1 þegar Arnór lagði upp mark fyrir Brasilíumanninn Alex á 40. mínútu. Hammarby innsiglaði svo sigurinn með þriðja marki sínu á 63. mínútu.
Ögmundur Kristinsson var í marki Hammarby og þeir Birkir Már Sævarsson og Arnór spiluðu báðir allan leikinn fyrir liðið.
Fyrstir til að vinna toppliðið
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið



Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni
Íslenski boltinn

Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“
Íslenski boltinn



Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti
Íslenski boltinn

Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman
Íslenski boltinn

