Sú saga gengur nú að sýning Chanel á Kúbu í næsta mánuði muni verða sú síðasta undir stjórn Karl Lagerfeld.
Karl, sem er samkvæmt ævisögunni hans orðinn 83 ára, hefur verið yfirhönnuður Chanel síðan árið 1983, en hann hefur alltaf logið til um aldur og sagst vera fimm árum yngri en hann er í raun og veru.
Haft var eftir honum í viðtalið árið 2012 að ef hann myndi láta sér detta í hug að hætta að vinna þá væri það afþví hann myndi deyja, og þá væri þetta hvort sem er allt búið.
Ef þessar sögusagnir reynast sannar, þá verður forvitnilegt að vita hver verði valin/n til þess að fylla þetta stóra skarð.
