Ívar: Stórkostlegt að vera með alla þessa uppöldu stráka Henry Birgir Gunnarsson skrifar 19. apríl 2016 15:00 Þjálfararnir eru klárir í slaginn. „Ég býst við mjög góðu einvígi á milli tveggja góðra liða sem eru að fara að slást,“ segir Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, en hans menn mæta KR í fyrsta leiknum um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta í kvöld. „Bæði lið spila áþekkan körfubolta. Vilja stjórna svolítið hraðanum og spila kerfi í sókninni. Þetta er agaður körfubolti hjá báðum liðum og ég held að þetta geti orðið mjög spennandi viðureignir.“ Það er orðið ansi langt síðan Haukar spiluðu til úrslita um titilinn og því flott stemning í Hafnarfirði. „Það eru orðin 23 ár síðan og því mikil spenna. Við höfum fengið fullt af áhorfendum og eigum gott stuðningsfólk. Ég hef ekki trú á öðru en að það fólk fjölmenni á þessa leiki. Það er jákvætt vandamál í Haukum að fjögur lið eru að spila til úrslita á sama tíma í handbolta og körfubolta. Það hefur áhrif enda tveir leikir í gangi á sama tíma í kvöld,“ segir Ívar en karlalið Hauka í handbolta spilar oddaleik í kvöld á meðan Ívar og félagar verða í DHL-höllinni. „Við ætluðum okkur alltaf í úrslitin núna í ár. Við erum með ungt lið og höfum verið að byggja upp. Finnur Atli er sá eini sem er ekki alinn upp hjá Haukum. Það er stórkostlegt að þetta séu annars allt uppaldir strákar og sýnir hvað metnaðurinn hefur verið mikill. Við höfum unnið vel í okkar innviðum en þetta er rétt að byrja.“ Ívar segir að það sé ekkert mál að sofa þó svo það sé mikið stress fram undan. „Maður er orðinn svo gamall að maður vaknar hvort eð er svo snemma til þess að pissa þannig að þetta er allt í lagi,“ segir Ívar léttur. Sjá má viðtalið í heild sinni hér fyrir neðan. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Gríðarlegur munur á lokaúrslitareynslu KR og Hauka KR og Haukar mætast í kvöld í fyrsta leik sínum í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn þegar lokaúrslit Domino´s deildar karla hefjast í DHL-höllinni í Frostaskjóli. 19. apríl 2016 13:30 "Safinn undir sætinu, Haukarnir á krúsinu“ Haukar mæta með kassann úti í úrslitaeinvígið í körfuboltanum gegn KR og í dag kom út nýtt stuðningsmannalag fyrir Haukana. Páll Rósinkrans er þekktur fyrir sín Haukalög en í körfuboltanum er að sjálfsögðu rappað. 19. apríl 2016 14:00 „Helgi getur étið það sem úti frýs“ Bræðurnir Helgi Már og Finnur Atli Magnússynir munu mætast í úrslitaeinvígi Domino's-deildar karla. Þeir verða sérstaklega nánir allt einvígið enda eru þeir báðir á hótel mömmu þessa dagana. 19. apríl 2016 06:00 53 stiga munur á liðunum í tveimur leikjum í vetur Haukar þurfa að gera talsvert mikið betur á móti KR í úrslitaeinvíginu en þeir gerðu í deildarkeppninni ætli Haukaliðið að vinna sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í 28 ár. 19. apríl 2016 14:30 Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Sjá meira
„Ég býst við mjög góðu einvígi á milli tveggja góðra liða sem eru að fara að slást,“ segir Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, en hans menn mæta KR í fyrsta leiknum um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta í kvöld. „Bæði lið spila áþekkan körfubolta. Vilja stjórna svolítið hraðanum og spila kerfi í sókninni. Þetta er agaður körfubolti hjá báðum liðum og ég held að þetta geti orðið mjög spennandi viðureignir.“ Það er orðið ansi langt síðan Haukar spiluðu til úrslita um titilinn og því flott stemning í Hafnarfirði. „Það eru orðin 23 ár síðan og því mikil spenna. Við höfum fengið fullt af áhorfendum og eigum gott stuðningsfólk. Ég hef ekki trú á öðru en að það fólk fjölmenni á þessa leiki. Það er jákvætt vandamál í Haukum að fjögur lið eru að spila til úrslita á sama tíma í handbolta og körfubolta. Það hefur áhrif enda tveir leikir í gangi á sama tíma í kvöld,“ segir Ívar en karlalið Hauka í handbolta spilar oddaleik í kvöld á meðan Ívar og félagar verða í DHL-höllinni. „Við ætluðum okkur alltaf í úrslitin núna í ár. Við erum með ungt lið og höfum verið að byggja upp. Finnur Atli er sá eini sem er ekki alinn upp hjá Haukum. Það er stórkostlegt að þetta séu annars allt uppaldir strákar og sýnir hvað metnaðurinn hefur verið mikill. Við höfum unnið vel í okkar innviðum en þetta er rétt að byrja.“ Ívar segir að það sé ekkert mál að sofa þó svo það sé mikið stress fram undan. „Maður er orðinn svo gamall að maður vaknar hvort eð er svo snemma til þess að pissa þannig að þetta er allt í lagi,“ segir Ívar léttur. Sjá má viðtalið í heild sinni hér fyrir neðan.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Gríðarlegur munur á lokaúrslitareynslu KR og Hauka KR og Haukar mætast í kvöld í fyrsta leik sínum í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn þegar lokaúrslit Domino´s deildar karla hefjast í DHL-höllinni í Frostaskjóli. 19. apríl 2016 13:30 "Safinn undir sætinu, Haukarnir á krúsinu“ Haukar mæta með kassann úti í úrslitaeinvígið í körfuboltanum gegn KR og í dag kom út nýtt stuðningsmannalag fyrir Haukana. Páll Rósinkrans er þekktur fyrir sín Haukalög en í körfuboltanum er að sjálfsögðu rappað. 19. apríl 2016 14:00 „Helgi getur étið það sem úti frýs“ Bræðurnir Helgi Már og Finnur Atli Magnússynir munu mætast í úrslitaeinvígi Domino's-deildar karla. Þeir verða sérstaklega nánir allt einvígið enda eru þeir báðir á hótel mömmu þessa dagana. 19. apríl 2016 06:00 53 stiga munur á liðunum í tveimur leikjum í vetur Haukar þurfa að gera talsvert mikið betur á móti KR í úrslitaeinvíginu en þeir gerðu í deildarkeppninni ætli Haukaliðið að vinna sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í 28 ár. 19. apríl 2016 14:30 Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Sjá meira
Gríðarlegur munur á lokaúrslitareynslu KR og Hauka KR og Haukar mætast í kvöld í fyrsta leik sínum í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn þegar lokaúrslit Domino´s deildar karla hefjast í DHL-höllinni í Frostaskjóli. 19. apríl 2016 13:30
"Safinn undir sætinu, Haukarnir á krúsinu“ Haukar mæta með kassann úti í úrslitaeinvígið í körfuboltanum gegn KR og í dag kom út nýtt stuðningsmannalag fyrir Haukana. Páll Rósinkrans er þekktur fyrir sín Haukalög en í körfuboltanum er að sjálfsögðu rappað. 19. apríl 2016 14:00
„Helgi getur étið það sem úti frýs“ Bræðurnir Helgi Már og Finnur Atli Magnússynir munu mætast í úrslitaeinvígi Domino's-deildar karla. Þeir verða sérstaklega nánir allt einvígið enda eru þeir báðir á hótel mömmu þessa dagana. 19. apríl 2016 06:00
53 stiga munur á liðunum í tveimur leikjum í vetur Haukar þurfa að gera talsvert mikið betur á móti KR í úrslitaeinvíginu en þeir gerðu í deildarkeppninni ætli Haukaliðið að vinna sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í 28 ár. 19. apríl 2016 14:30