53 stiga munur á liðunum í tveimur leikjum í vetur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. apríl 2016 14:30 Hjálmar Stefánsson sækir að körfu KR í síðasta leik liðanna. Vísir/Hanna Haukar þurfa að gera talsvert mikið betur á móti KR í úrslitaeinvíginu en þeir gerðu í deildarkeppninni ætli Haukaliðið að vinna sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í 28 ár. KR tekur á móti Haukum í kvöld í fyrsta leik liðanna í lokaúrslitum Domino´s deildar karla en leikurinn hefst klukkan 19.15 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Körfuboltakvöldið hefst klukkan 18.40 og gerir einnig upp leikinn að honum loknum. KR vann báða deildarleiki liðanna með miklum yfirburðum, 23 stiga sigur á Ásvöllum í október og 30 stiga sigur í DHL-höllinni í janúar.Haukarnir voru bara fimm stigum undir í hálfleik í fyrri leiknum en KR-ingar stigu á bensíngjöfina í þeim síðari sem þeir unnu með 18 stigum (45-27). Haukaliðið skoraði þá bara 7 stig í lokaleikhlutanum. Michael Craion var með 24 stig, 13 fráköst, 6 stoðsendingar og 4 stolna bolta í liði KR, Þórir Guðmundur Þorbjarnarson skoraði 14 stig á rúmum 15 mínútum og Pavel Ermolinskij bætti við 13 stigum, 11 fráköstum og 8 stoðsendingum. Alls skoruðu sex KR-ingar yfir tíu stig því það gerðu Brynjar Þór Björnsson (11), Darri Hilmarsson (10) og Ægir Þór Steinarsson (10) einnig. Stephen Michael Madison skoraði 25 stig fyrir Hauka og Kári Jónsson var með 18 stig.KR-ingar stungu Haukana af strax í fyrsta leikhluta í seinni leiknum í DHL-höllinni en KR-liðið vann fyrsta leikhlutann þá 30-11. Haukarnir lögðu aðeins stöðuna í öðrum og þriðja leikhluta en KR kom muninum upp í 30 stig með því að vinna lokaleikhlutann 32-15. Aftur skoruðu sex KR-ingar tíu stig eða meira og þeir voru allir að skora á bilinu 10 til 17 stig. Michael Craion var með 17 stig á 25 mínútu og þeir Brynjar Þór Björnsson og Helgi Már Magnússon skoruðu báðir 14 stig. Pavel Ermolinskij var með 11 stig, 14 fráköst og 9 stoðsendingar og þeir Snorri Hrafnkelsson og Darri Hilmarsson skoruðu báðir tíu stig. Kári Jónsson og Brandon Mobley voru stighæstir hjá Haukum með 15 stig og Finnur Atli Magnússon skoraði 11 stig.Haukarnir voru bara með Brandon Mobley í seinni leiknum og þá var hann nýkominn inn í liðið. Ægir Þór Steinarsson spilaði líka báða leikina með KR. Það eru því ekki sömu lið sem eru að fara spila til úrslita og léku deildarleikina í vetur. Haukarnir vöknuðu við þetta tap út í KR og svöruðu með því að vinna átta síðustu deildarleiki sína og ná fjórða sætinu. Haukarnir hafa síðan unnið 6 af 8 leikjum sínum í úrslitakeppninni. Þetta þýðir að Haukar hafa unnið 14 af 16 leikjum sínum á Íslandsmótinu síðan að þeir mættu KR fyrir þremur mánuðum. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Gríðarlegur munur á lokaúrslitareynslu KR og Hauka KR og Haukar mætast í kvöld í fyrsta leik sínum í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn þegar lokaúrslit Domino´s deildar karla hefjast í DHL-höllinni í Frostaskjóli. 19. apríl 2016 13:30 „Helgi getur étið það sem úti frýs“ Bræðurnir Helgi Már og Finnur Atli Magnússynir munu mætast í úrslitaeinvígi Domino's-deildar karla. Þeir verða sérstaklega nánir allt einvígið enda eru þeir báðir á hótel mömmu þessa dagana. 19. apríl 2016 06:00 Mest lesið Tindastóll - Stjarnan | Stólarnir eiga harma að hefna gegn meisturunum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn ÍR - Ármann | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Fleiri fréttir „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum ÍR - Ármann | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Sjá meira
Haukar þurfa að gera talsvert mikið betur á móti KR í úrslitaeinvíginu en þeir gerðu í deildarkeppninni ætli Haukaliðið að vinna sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í 28 ár. KR tekur á móti Haukum í kvöld í fyrsta leik liðanna í lokaúrslitum Domino´s deildar karla en leikurinn hefst klukkan 19.15 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Körfuboltakvöldið hefst klukkan 18.40 og gerir einnig upp leikinn að honum loknum. KR vann báða deildarleiki liðanna með miklum yfirburðum, 23 stiga sigur á Ásvöllum í október og 30 stiga sigur í DHL-höllinni í janúar.Haukarnir voru bara fimm stigum undir í hálfleik í fyrri leiknum en KR-ingar stigu á bensíngjöfina í þeim síðari sem þeir unnu með 18 stigum (45-27). Haukaliðið skoraði þá bara 7 stig í lokaleikhlutanum. Michael Craion var með 24 stig, 13 fráköst, 6 stoðsendingar og 4 stolna bolta í liði KR, Þórir Guðmundur Þorbjarnarson skoraði 14 stig á rúmum 15 mínútum og Pavel Ermolinskij bætti við 13 stigum, 11 fráköstum og 8 stoðsendingum. Alls skoruðu sex KR-ingar yfir tíu stig því það gerðu Brynjar Þór Björnsson (11), Darri Hilmarsson (10) og Ægir Þór Steinarsson (10) einnig. Stephen Michael Madison skoraði 25 stig fyrir Hauka og Kári Jónsson var með 18 stig.KR-ingar stungu Haukana af strax í fyrsta leikhluta í seinni leiknum í DHL-höllinni en KR-liðið vann fyrsta leikhlutann þá 30-11. Haukarnir lögðu aðeins stöðuna í öðrum og þriðja leikhluta en KR kom muninum upp í 30 stig með því að vinna lokaleikhlutann 32-15. Aftur skoruðu sex KR-ingar tíu stig eða meira og þeir voru allir að skora á bilinu 10 til 17 stig. Michael Craion var með 17 stig á 25 mínútu og þeir Brynjar Þór Björnsson og Helgi Már Magnússon skoruðu báðir 14 stig. Pavel Ermolinskij var með 11 stig, 14 fráköst og 9 stoðsendingar og þeir Snorri Hrafnkelsson og Darri Hilmarsson skoruðu báðir tíu stig. Kári Jónsson og Brandon Mobley voru stighæstir hjá Haukum með 15 stig og Finnur Atli Magnússon skoraði 11 stig.Haukarnir voru bara með Brandon Mobley í seinni leiknum og þá var hann nýkominn inn í liðið. Ægir Þór Steinarsson spilaði líka báða leikina með KR. Það eru því ekki sömu lið sem eru að fara spila til úrslita og léku deildarleikina í vetur. Haukarnir vöknuðu við þetta tap út í KR og svöruðu með því að vinna átta síðustu deildarleiki sína og ná fjórða sætinu. Haukarnir hafa síðan unnið 6 af 8 leikjum sínum í úrslitakeppninni. Þetta þýðir að Haukar hafa unnið 14 af 16 leikjum sínum á Íslandsmótinu síðan að þeir mættu KR fyrir þremur mánuðum.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Gríðarlegur munur á lokaúrslitareynslu KR og Hauka KR og Haukar mætast í kvöld í fyrsta leik sínum í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn þegar lokaúrslit Domino´s deildar karla hefjast í DHL-höllinni í Frostaskjóli. 19. apríl 2016 13:30 „Helgi getur étið það sem úti frýs“ Bræðurnir Helgi Már og Finnur Atli Magnússynir munu mætast í úrslitaeinvígi Domino's-deildar karla. Þeir verða sérstaklega nánir allt einvígið enda eru þeir báðir á hótel mömmu þessa dagana. 19. apríl 2016 06:00 Mest lesið Tindastóll - Stjarnan | Stólarnir eiga harma að hefna gegn meisturunum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn ÍR - Ármann | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Fleiri fréttir „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum ÍR - Ármann | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Sjá meira
Gríðarlegur munur á lokaúrslitareynslu KR og Hauka KR og Haukar mætast í kvöld í fyrsta leik sínum í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn þegar lokaúrslit Domino´s deildar karla hefjast í DHL-höllinni í Frostaskjóli. 19. apríl 2016 13:30
„Helgi getur étið það sem úti frýs“ Bræðurnir Helgi Már og Finnur Atli Magnússynir munu mætast í úrslitaeinvígi Domino's-deildar karla. Þeir verða sérstaklega nánir allt einvígið enda eru þeir báðir á hótel mömmu þessa dagana. 19. apríl 2016 06:00