„Helgi getur étið það sem úti frýs“ Henry Birgir Gunnarsson skrifar 19. apríl 2016 06:00 Bræðurnir Helgi Már og Finnur Atli Magnússynir munu berjast um titilinn. Fréttablaðið/Stefán „Ég fæ ekkert samviskubit ef við vinnum. Hann er búinn að vinna bikarinn sinn í vetur og það verður að duga,“ segir Haukamaðurinn Finnur Atli Magnússon en hann mun mæta bróður sínum, Helga Má, og félögum hans í KR í úrslitaeinvígi Domino’s-deildar karla í kvöld. Það verða síðustu leikir á ferli Helga Más sem í kjölfarið flyst búferlum til Bandaríkjanna. „Hann hefur fjórum sinnum orðið Íslandsmeistari en ég aðeins tvisvar þannig að það er gott að hann hætti í fjórum svo ég geti náð honum,“ bætir Finnur við. Helgi er eldri en Finnur og gerði honum lífið eflaust á stundum leitt er þeir voru yngri. „Eftir að hann var kominn upp í tvo metra þá hef ég lítið farið í það mál,“ segir Helgi léttur. Það sem gerir þetta enn skemmtilegra fyrir bræðurna er sú staðreynd að þeir munu búa ofan í vasanum á hvor öðrum allt einvígið. Þeir eru báðir inni á hótel mömmu.Vísir„Ég er búinn að leigja íbúðina mína og er á leið utan á meðan Finnur og Helena, unnusta hans, eru í íbúðarleit. Þetta er samt allt í góðu. Við erum ekkert mikið að stríða hvor öðrum. Við höfum aldrei verið mikið í því,“ segir Helgi Már en Finnur Atli bendir á að það geti þó breyst snögglega. „Það veltur svolítið mikið á því hvernig fyrsti leikurinn fer. Þá þarf ég kannski að lemja aðeins í hnéð á honum eða bakið. Sjáum til,“ segir Finnur Atli og glottir. Móðir þeirra er þó ekki heima til þess að hugsa um strákana sína. Hún er í Washington með eiginkonu Helga og barnabörnum. Hver eldar þá? „Ég elda fyrir mig og Helenu en Helgi getur étið það sem úti frýs,“ segir Finnur Atli grjótharður og bætir við að Helgi geti hitað sér örbylgjurétti. Helgi Már segir að óneitanlega sé það bæði sérstakt og skemmtilegt að fá að glíma við bróður sinn í lokaleikjum ferilsins. „Þetta verður eftirminnilegt seinna meir. Nú er það bara KR og Haukar en það verður gaman að rifja það upp síðar að síðustu leikirnir hafi verið gegn Finni,“ segir Helgi Már og Finnur Atli tekur í sama streng.Visir/Stefán„Það er mjög gaman fyrir mig að spila gegn Helga sem og gegn mínu uppeldisfélagi. Ég sagði fyrir oddaleik KR og Njarðvíkur að ég vildi ekkert fá Njarðvík í úrslitum. Það fannst mér ekkert spennandi. Ég vildi fá KR þar sem Helgi er að klára ferilinn. Það er búið að spá KR titlinum frá því síðasta haust og það hefur ekkert breyst. KR er sigurstranglegra liðið en Haukar koma í úrslitaeinvígið á fljúgandi siglingu eftir að hafa skellt Tindastóli 3-1. „Við erum kannski með aðeins reyndara lið en með tilkomu Finns og sterka Kanans sem kom eftir áramót þá hefur það aðeins breyst hjá Haukunum. Við höfum ekki enn mætt þessu Haukaliði. Spiluðum við þá í janúar þegar illa gekk hjá þeim. Við eigum eftir að prufa þetta Haukalið og þeir hafa verið svakalega flottir eftir áramót,“ segir Helgi Már og Finnur Atli viðurkennir að sjálfstraustið sé mikið hjá Haukunum þessa dagana.Vísir„Okkur líður vel núna. Brandon Mobley tók sér smá tíma í að læra inn á boltann hérna en hefur verið mjög flottur upp á síðkastið og sérstaklega gegn Stólunum. Stólarnir reyndu að komast í hausinn á honum en hann hélt haus. Við höfum fulla trú á því að við getum unnið þetta,“ segir Finnur og bætir við að það henti Haukunum að vera talaðir niður. „Það héldu flestir að Þór myndi vinna okkur. Það héldu allir að Stólarnir myndu vinna okkur og Tindastólsmenn fögnuðu þegar ljóst var að þeir þyrftu ekki að fara í gegnum KR í undanúrslitunum. Þeir voru farnir að búa sig undir KR í úrslitunum. Við spiluðum vel og áttum skilið að fara áfram. Það er mikið sjálfstraust og það truflar okkur ekkert að fólk hafi ekki trú á okkur. Við vissum vel að við gætum þetta,“ segir Finnur Atli en KR er með reynsluna og þekkir þessa pressu. „Það er eðlilegt að fólk spái okkur titli enda erum við vel mannaðir. Við erum samt nýkomnir úr oddaleik þannig að það má ekki mikið út af bera. Það er pressa á okkur að vinna og við ætlum okkur að vinna. Að sama skapi berum við fulla virðingu fyrir þessu Haukaliði sem er verðskuldað komið í úrslit,“ segir Helgi Már. Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Fleiri fréttir Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Sjá meira
„Ég fæ ekkert samviskubit ef við vinnum. Hann er búinn að vinna bikarinn sinn í vetur og það verður að duga,“ segir Haukamaðurinn Finnur Atli Magnússon en hann mun mæta bróður sínum, Helga Má, og félögum hans í KR í úrslitaeinvígi Domino’s-deildar karla í kvöld. Það verða síðustu leikir á ferli Helga Más sem í kjölfarið flyst búferlum til Bandaríkjanna. „Hann hefur fjórum sinnum orðið Íslandsmeistari en ég aðeins tvisvar þannig að það er gott að hann hætti í fjórum svo ég geti náð honum,“ bætir Finnur við. Helgi er eldri en Finnur og gerði honum lífið eflaust á stundum leitt er þeir voru yngri. „Eftir að hann var kominn upp í tvo metra þá hef ég lítið farið í það mál,“ segir Helgi léttur. Það sem gerir þetta enn skemmtilegra fyrir bræðurna er sú staðreynd að þeir munu búa ofan í vasanum á hvor öðrum allt einvígið. Þeir eru báðir inni á hótel mömmu.Vísir„Ég er búinn að leigja íbúðina mína og er á leið utan á meðan Finnur og Helena, unnusta hans, eru í íbúðarleit. Þetta er samt allt í góðu. Við erum ekkert mikið að stríða hvor öðrum. Við höfum aldrei verið mikið í því,“ segir Helgi Már en Finnur Atli bendir á að það geti þó breyst snögglega. „Það veltur svolítið mikið á því hvernig fyrsti leikurinn fer. Þá þarf ég kannski að lemja aðeins í hnéð á honum eða bakið. Sjáum til,“ segir Finnur Atli og glottir. Móðir þeirra er þó ekki heima til þess að hugsa um strákana sína. Hún er í Washington með eiginkonu Helga og barnabörnum. Hver eldar þá? „Ég elda fyrir mig og Helenu en Helgi getur étið það sem úti frýs,“ segir Finnur Atli grjótharður og bætir við að Helgi geti hitað sér örbylgjurétti. Helgi Már segir að óneitanlega sé það bæði sérstakt og skemmtilegt að fá að glíma við bróður sinn í lokaleikjum ferilsins. „Þetta verður eftirminnilegt seinna meir. Nú er það bara KR og Haukar en það verður gaman að rifja það upp síðar að síðustu leikirnir hafi verið gegn Finni,“ segir Helgi Már og Finnur Atli tekur í sama streng.Visir/Stefán„Það er mjög gaman fyrir mig að spila gegn Helga sem og gegn mínu uppeldisfélagi. Ég sagði fyrir oddaleik KR og Njarðvíkur að ég vildi ekkert fá Njarðvík í úrslitum. Það fannst mér ekkert spennandi. Ég vildi fá KR þar sem Helgi er að klára ferilinn. Það er búið að spá KR titlinum frá því síðasta haust og það hefur ekkert breyst. KR er sigurstranglegra liðið en Haukar koma í úrslitaeinvígið á fljúgandi siglingu eftir að hafa skellt Tindastóli 3-1. „Við erum kannski með aðeins reyndara lið en með tilkomu Finns og sterka Kanans sem kom eftir áramót þá hefur það aðeins breyst hjá Haukunum. Við höfum ekki enn mætt þessu Haukaliði. Spiluðum við þá í janúar þegar illa gekk hjá þeim. Við eigum eftir að prufa þetta Haukalið og þeir hafa verið svakalega flottir eftir áramót,“ segir Helgi Már og Finnur Atli viðurkennir að sjálfstraustið sé mikið hjá Haukunum þessa dagana.Vísir„Okkur líður vel núna. Brandon Mobley tók sér smá tíma í að læra inn á boltann hérna en hefur verið mjög flottur upp á síðkastið og sérstaklega gegn Stólunum. Stólarnir reyndu að komast í hausinn á honum en hann hélt haus. Við höfum fulla trú á því að við getum unnið þetta,“ segir Finnur og bætir við að það henti Haukunum að vera talaðir niður. „Það héldu flestir að Þór myndi vinna okkur. Það héldu allir að Stólarnir myndu vinna okkur og Tindastólsmenn fögnuðu þegar ljóst var að þeir þyrftu ekki að fara í gegnum KR í undanúrslitunum. Þeir voru farnir að búa sig undir KR í úrslitunum. Við spiluðum vel og áttum skilið að fara áfram. Það er mikið sjálfstraust og það truflar okkur ekkert að fólk hafi ekki trú á okkur. Við vissum vel að við gætum þetta,“ segir Finnur Atli en KR er með reynsluna og þekkir þessa pressu. „Það er eðlilegt að fólk spái okkur titli enda erum við vel mannaðir. Við erum samt nýkomnir úr oddaleik þannig að það má ekki mikið út af bera. Það er pressa á okkur að vinna og við ætlum okkur að vinna. Að sama skapi berum við fulla virðingu fyrir þessu Haukaliði sem er verðskuldað komið í úrslit,“ segir Helgi Már.
Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Fleiri fréttir Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Sjá meira