Erlent

Bandaríkjamenn senda hermenn og þyrlur til Írak

Samúel Karl Ólason skrifar
Apache þyrla á flugi.
Apache þyrla á flugi. Vísir/EPA
Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa ákveðið að senda 200 sérsveitarmenn og átta árásarþyrlur til Írak. Þessi aukni herafli verður notaður til að hjálpa íraska hernum við að endurheimta borgina Mosul frá Íslamska ríkinu. Þá munu þeir einnig veita Kúrdum aðstoð í norðanverðu landinu.

Um er að ræða átta þyrlur af gerðinni „Apache“ og verða þær notaðar til stuðnings sóknar hersins. Hermennirnir munu ekki taka beinan þátt í átökum samkvæmt varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. Þess í stað er þeim ætlað að aðstoða og þjálfa íraska hermenn.

Samkvæmt AP fréttaveitunni hefur verið gefið út að fjöldi sérsveitarmanna í Sýrlandi yrði einnig aukinn, en Ash Carter nefndi það ekki sérstaklega í samræðum við blaðamenn í Bagdad í dag.

Þar að auki munu Bandaríkin senda stórskotalið til landsins. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×