Björn Daníel Sverrisson og félagar í Víking unnu sinn þriðja leik í norsku Tippeligaen í knattspyrnu þegar þeir báru sigurorð af Álasund, 2-1.
Franck Boli kom Álasund yfir á elleftu mínútu leiksins, en Mathias Bringaker jafnaði á 42. mínútu.
Suleiman Abdullahi skoraði svo sigurmarkið á 56. mínútu, en Björn Daníel Sverrisson spilaði allan leikinn.
Viking er í þriðja sæti með 10 stig, en Álasund er í fallsæti með þrjú stig.
Adam Örn Arnarson og Aron Elís Þrándarson voru í byrjunarliði Álasund, en Aron Elís var tekinn af velli á 74. míútu. Daníel Leó Grétarsson sat allan tímann á bekknum.
Elías Már Ómarsson spilaði í átta mínútur þegar Vålerenga rúllaði yfir Tromso, 4-0, í sömu deild í dag, en þetta var fyrsti sigur Vålerenga í fyrstu fimm leikjunum.
Aron Sigurðarson er að snúa aftur eftir meiðsli og kom inná sem varamaður hjá Tromsö á 65. mínútu, en þeir eru með sex stig eftir fyrstu fimm leikina.
Björn Daníel í sigurliði í Íslendingslagnum
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið




Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent
Enski boltinn



Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“
Íslenski boltinn

Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði
Íslenski boltinn

Hildur fékk svakalegt glóðarauga
Fótbolti

„Komum Gylfa Þór meira í boltann“
Fótbolti