Eftir leik var Brynjar Þór Björnsson, leikmaður KR, með beina útsendingu á Periscope frá stemningunni í klefanum eins og hann hefur gert áður á tímabilinu.
Þar voru menn eðlilega hressir að borða Domino spitsur og merkja við hvað þeir eru búnir að vinna marga leiki í úrslitakeppninni. Stefnan er að vinna þriðja titilinn í röð: „Threepeat.“
Brynjar var með tvær útsendingar en í þeirri síðari voru menn slakir í heita pottinum að ræða málin og lofa landsliðsmönnum í KR á næsta tímabili. Allt til gamans gert. Eða hvað?
Þessar útsendingar Brynjars má sjá hér að neðan.
LIVE on #Periscope: Úrslitin þriðja árið í röð! #korfubolti #KRkarfa #AllirSemEinn https://t.co/vDOmrJytcg
— Brynjar Bjornsson (@Brynjarthorb) April 15, 2016
LIVE on #Periscope: QandA með gamla brýninu Helga Magg #korfubolti https://t.co/ZhES2LUeBy
— Brynjar Bjornsson (@Brynjarthorb) April 15, 2016