Framsæknar konur Þórunn Egilsdóttir skrifar 16. apríl 2016 07:00 Þau sögulegu tíðindi áttu sér stað í liðinni viku að í fyrsta skipti skipa konur meirihluta í ríkisstjórn fyrir Framsóknarflokkinn. Inn í ríkisstjórn kom Lilja Alfreðsdóttir, hæfileikarík, vel menntuð og reynslumikil ung kona. Hún er sjöundi kvenkynsráðherrann úr röðum flokksins. Þetta eru einkar ánægjuleg tíðindi því í gegnum árin hafa Framsóknarkonur barist einarðlega fyrir jafnréttismálum. Innan Framsóknarflokksins hefur Landssamband Framsóknarkvenna verið ötult í að hvetja konur til að stíga fram og láta til sín taka, hvort heldur sem er á vettvangi stjórnmálanna eða í atvinnulífinu. Jafnréttisáætlun flokksins kveður á um hvernig Framsóknarflokkurinn vinnur að jafnrétti og virðingu allra í flokksstarfinu, jafnt í innra sem ytra starfi. Markmiðið er að ná jafnri þátttöku félagsmanna óháð uppruna, sérkennum, kyni og aldri í störfum á vegum flokksins, ákvarðanatöku og skiptingu ábyrgðar. Um þessi markmið hefur verið mikil samstaða og hafa karlar og konur unnið saman að þeim. Framsóknarflokkurinn hefur vissulega uppskorið í þessum efnum en við megum ekki gleyma því að til að ná árangri á þessu sviði sem öðrum eru samvinna og samtal mikilvægir þættir. Þá megum við ekki gleyma sögunni og því að sterkir einstaklingar hafa í gegnum tíðina ýtt við okkur hinum. Í því sambandi vil ég minnast framgöngu Rannveigar Þorsteinsdóttur sem kosin var á þing árið 1946, fyrst kvenna fyrir Framsóknarflokkinn. Baráttumál hennar voru öðru fremur réttarstaða kvenna, skattamál og húsnæðismál. Hún var óþreytandi að hvetja konur til starfa í félags- og þjóðmálum. Sem eintaklingur þótti hún kappsöm og skelegg og sannarlega var hún langt á undan sinni samtíð. Einstaklingum eins og Rannveigu getum við þakkað margt og nýtt verk þeirra okkur til áframhaldandi hvatningar. Við Framsóknarmenn erum svo lánsöm að dreifing aldurs í okkar hópi er nokkuð breið og bakgrunnur okkar fjölbreyttur. Nefna má að í síðustu Alþingiskosningum gerðust þau sögulegu tíðindi að í þingflokki okkar eru bæði yngsti og elsti þingmaðurinn og ekki nóg með það heldur eru þeir báðir konur. Jóhanna María Sigmundsdóttir er yngsta konan sem nokkru sinni efur verið kosin á þing. Framganga hennar er sannarlega ungum konum hvatning til að láta til sín taka á sviði stjórnmála. Þá er elsta konan Sigrún Magnúsdóttir sannarlega reynslubolti sem hefur víðtæka þekkingu og kunnáttu sem nýtist vel í ráðherrastól. Við Íslendingar stöndum framarlega í jafnréttismálum en þrátt fyrir það eru enn verkefni fyrir höndum og mikilvægt að við ekki einungis viðhöldum árangrinum heldur stígum sífellt lengra og nær því að gera stöðu kynjanna jafna. Sóknarfærin eru mörg og mun ríkisstjórn Framsóknarfokks og Sjálfstæðisflokks halda áfram að skapa verðmæti með kraftmiklum einstaklingum, körlum og konum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórunn Egilsdóttir Mest lesið Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Sjá meira
Þau sögulegu tíðindi áttu sér stað í liðinni viku að í fyrsta skipti skipa konur meirihluta í ríkisstjórn fyrir Framsóknarflokkinn. Inn í ríkisstjórn kom Lilja Alfreðsdóttir, hæfileikarík, vel menntuð og reynslumikil ung kona. Hún er sjöundi kvenkynsráðherrann úr röðum flokksins. Þetta eru einkar ánægjuleg tíðindi því í gegnum árin hafa Framsóknarkonur barist einarðlega fyrir jafnréttismálum. Innan Framsóknarflokksins hefur Landssamband Framsóknarkvenna verið ötult í að hvetja konur til að stíga fram og láta til sín taka, hvort heldur sem er á vettvangi stjórnmálanna eða í atvinnulífinu. Jafnréttisáætlun flokksins kveður á um hvernig Framsóknarflokkurinn vinnur að jafnrétti og virðingu allra í flokksstarfinu, jafnt í innra sem ytra starfi. Markmiðið er að ná jafnri þátttöku félagsmanna óháð uppruna, sérkennum, kyni og aldri í störfum á vegum flokksins, ákvarðanatöku og skiptingu ábyrgðar. Um þessi markmið hefur verið mikil samstaða og hafa karlar og konur unnið saman að þeim. Framsóknarflokkurinn hefur vissulega uppskorið í þessum efnum en við megum ekki gleyma því að til að ná árangri á þessu sviði sem öðrum eru samvinna og samtal mikilvægir þættir. Þá megum við ekki gleyma sögunni og því að sterkir einstaklingar hafa í gegnum tíðina ýtt við okkur hinum. Í því sambandi vil ég minnast framgöngu Rannveigar Þorsteinsdóttur sem kosin var á þing árið 1946, fyrst kvenna fyrir Framsóknarflokkinn. Baráttumál hennar voru öðru fremur réttarstaða kvenna, skattamál og húsnæðismál. Hún var óþreytandi að hvetja konur til starfa í félags- og þjóðmálum. Sem eintaklingur þótti hún kappsöm og skelegg og sannarlega var hún langt á undan sinni samtíð. Einstaklingum eins og Rannveigu getum við þakkað margt og nýtt verk þeirra okkur til áframhaldandi hvatningar. Við Framsóknarmenn erum svo lánsöm að dreifing aldurs í okkar hópi er nokkuð breið og bakgrunnur okkar fjölbreyttur. Nefna má að í síðustu Alþingiskosningum gerðust þau sögulegu tíðindi að í þingflokki okkar eru bæði yngsti og elsti þingmaðurinn og ekki nóg með það heldur eru þeir báðir konur. Jóhanna María Sigmundsdóttir er yngsta konan sem nokkru sinni efur verið kosin á þing. Framganga hennar er sannarlega ungum konum hvatning til að láta til sín taka á sviði stjórnmála. Þá er elsta konan Sigrún Magnúsdóttir sannarlega reynslubolti sem hefur víðtæka þekkingu og kunnáttu sem nýtist vel í ráðherrastól. Við Íslendingar stöndum framarlega í jafnréttismálum en þrátt fyrir það eru enn verkefni fyrir höndum og mikilvægt að við ekki einungis viðhöldum árangrinum heldur stígum sífellt lengra og nær því að gera stöðu kynjanna jafna. Sóknarfærin eru mörg og mun ríkisstjórn Framsóknarfokks og Sjálfstæðisflokks halda áfram að skapa verðmæti með kraftmiklum einstaklingum, körlum og konum.
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun