Manchester City mun mæta margföldum Evrópumeisturum Real Madrid í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu en dregið var í morgun.
City er nú í undanúrslitum keppninnar í fyrsta sinn í sögunni og fær nú það verkefni að kljást við Cristiano Ronaldo og félaga í Real Madrid. Ronaldo snýr því aftur til Manchester en hann lék sem kunnugt er með Manchester United um árabil.
Atletico Madrid, sem sló Barcelona úr leik í 8-liða úrslitunum, mætir því þýska stórveldinu Bayern München í hinni undanúrslitaviðureigninni.
Leikirnir fara fram 26./27. apríl og 3./4. maí.

