Lakers seldi Kobe-vörur fyrir 150 milljónir á lokaleiknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. apríl 2016 08:00 Kobe Bryant eftir lokaleikinn umrkingdur fjölmiðlamönnum. Vísir/Getty Kobe Bryant setti ekki aðeins stigamet inn á vellinum í síðasta leik sínum í NBA í fyrrinótt heldur setti Los Angeles Lakers einnig met í sölu NBA-varnings á einum degi á einum stað. Lokaleikur Kobe Bryant var með Los Angeles Lakers á móti Utah Jazz í Staples Center og skoraði kappinn þá 60 stig í endurkomusigri þar sem Kobe skoraði meðal annars átta stiga á lokamínútunni. Staples Center nýtti að sjálfsögðu tækifærið á öllu Kobe-æðinu sem var í gangi og tókst á endanum að selja Kobe-vörur fyrir 1,2 milljónir dollara eða um 150 milljónir íslenskra króna. Sean Ryan, varaforseti AEG markaðfyrirtækisins, sagði ESPN frá því að með þessu hefðu Kobe og Los Angeles Lakers sett nýtt heimsmet í sölu á einum stað á einum degi. Gamla heimsmetið var frá 10. desember 2007 þegar bandaríska hljómsveitin Led Zeppelin hélt sína fyrstu stóru tónleika í þrjá áratugi í O2 höllinni í London og seldi varning tengdum hljómsveitinni fyrir eina milljón dollara. Það var dýrt á lokaleik Kobe Bryant en meðalverð á miða á leikinn var 230 dollarar eða um 29 þúsund krónur íslenskar. Áhorfendur eyddu síðan að meðaltali 61 dollara í Kobe-vörur þetta kvöld sem gera tæplega átta þúsund krónur íslenskar. Mikið af Kobe-vörunum seldust líka upp í Staples Center enda voru allir á svæðinu vitlausir í flotta minjagripi um þetta magnaða kvöld. Kobe Bryant sjálfur fékk að sjálfsögðu stóran hluta af gróðanum í gegnum fyrirtæki sitt en eins græddu Lakers og AEG mikið þetta kvöld í Staples Center. Kobe Bryant átti líka aukaútspil í lok blaðamannafundar síns en hann endaði Kobe á orðunum: "Mamba Out". Mínútum síðar voru bolir með "Mamba Out" komnir til sölu á heimasíðu hans. Þeir voru í þremur litum og kostuðu 25 dollara hver eða um 3100 krónur. Áhorfendurnir fengu líka mikið fyrir sinn snúð enda setti Kobe Bryant met í leiknum og það verður ekki metið til fjár að geta montað sig að því næstu áratugina að hafa verið á síðasta leik Kobe Bryant í NBA-deildinni.Vísir/Getty"Mamba Out"Vísir/Getty NBA Tengdar fréttir Kobe skoraði 60 stig í síðasta leiknum sínum | Myndbönd Kobe Bryant kvaddi NBA-deildina í körfubolta með magnaðri frammistöðu í nótt en kappinn skoraði þá 60 stig í 101-96 sigri Los Angeles Lakers á Utah Jazz. Þetta var síðasti leikur Kobe á tuttugasta og síðasta tímabili hans í NBA. 14. apríl 2016 07:30 Kobe fékk ekki fallega kveðju frá Rolling Stone Kobe Bryant lék sinn síðasta leik í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þar sem fimm hundruð fjölmiðlamenn voru á staðnum og færri komust að en vildu. Það hefur verið mikið skrifað og fjallað um Kobe á síðustu dögum sem er ekkert skrítið enda goðsögn í lifanda lífi. 14. apríl 2016 12:00 Kveðja, Kobe Kobe Bryant spilaði sinn síðasta leik á ferlinum í nótt en þá lauk hans tuttugasta tímabili í NBA-deildinni. Það eru afar fáir leikmenn í sögu NBA sem hafa afrekað jafnmikið og Kobe á þessum tveimur áratugum. Fréttablaðið skoðar í dag svipmyndir frá þessum magnaða ferli svörtu mömbunnar. 14. apríl 2016 06:30 Mest lesið Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Sjá meira
Kobe Bryant setti ekki aðeins stigamet inn á vellinum í síðasta leik sínum í NBA í fyrrinótt heldur setti Los Angeles Lakers einnig met í sölu NBA-varnings á einum degi á einum stað. Lokaleikur Kobe Bryant var með Los Angeles Lakers á móti Utah Jazz í Staples Center og skoraði kappinn þá 60 stig í endurkomusigri þar sem Kobe skoraði meðal annars átta stiga á lokamínútunni. Staples Center nýtti að sjálfsögðu tækifærið á öllu Kobe-æðinu sem var í gangi og tókst á endanum að selja Kobe-vörur fyrir 1,2 milljónir dollara eða um 150 milljónir íslenskra króna. Sean Ryan, varaforseti AEG markaðfyrirtækisins, sagði ESPN frá því að með þessu hefðu Kobe og Los Angeles Lakers sett nýtt heimsmet í sölu á einum stað á einum degi. Gamla heimsmetið var frá 10. desember 2007 þegar bandaríska hljómsveitin Led Zeppelin hélt sína fyrstu stóru tónleika í þrjá áratugi í O2 höllinni í London og seldi varning tengdum hljómsveitinni fyrir eina milljón dollara. Það var dýrt á lokaleik Kobe Bryant en meðalverð á miða á leikinn var 230 dollarar eða um 29 þúsund krónur íslenskar. Áhorfendur eyddu síðan að meðaltali 61 dollara í Kobe-vörur þetta kvöld sem gera tæplega átta þúsund krónur íslenskar. Mikið af Kobe-vörunum seldust líka upp í Staples Center enda voru allir á svæðinu vitlausir í flotta minjagripi um þetta magnaða kvöld. Kobe Bryant sjálfur fékk að sjálfsögðu stóran hluta af gróðanum í gegnum fyrirtæki sitt en eins græddu Lakers og AEG mikið þetta kvöld í Staples Center. Kobe Bryant átti líka aukaútspil í lok blaðamannafundar síns en hann endaði Kobe á orðunum: "Mamba Out". Mínútum síðar voru bolir með "Mamba Out" komnir til sölu á heimasíðu hans. Þeir voru í þremur litum og kostuðu 25 dollara hver eða um 3100 krónur. Áhorfendurnir fengu líka mikið fyrir sinn snúð enda setti Kobe Bryant met í leiknum og það verður ekki metið til fjár að geta montað sig að því næstu áratugina að hafa verið á síðasta leik Kobe Bryant í NBA-deildinni.Vísir/Getty"Mamba Out"Vísir/Getty
NBA Tengdar fréttir Kobe skoraði 60 stig í síðasta leiknum sínum | Myndbönd Kobe Bryant kvaddi NBA-deildina í körfubolta með magnaðri frammistöðu í nótt en kappinn skoraði þá 60 stig í 101-96 sigri Los Angeles Lakers á Utah Jazz. Þetta var síðasti leikur Kobe á tuttugasta og síðasta tímabili hans í NBA. 14. apríl 2016 07:30 Kobe fékk ekki fallega kveðju frá Rolling Stone Kobe Bryant lék sinn síðasta leik í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þar sem fimm hundruð fjölmiðlamenn voru á staðnum og færri komust að en vildu. Það hefur verið mikið skrifað og fjallað um Kobe á síðustu dögum sem er ekkert skrítið enda goðsögn í lifanda lífi. 14. apríl 2016 12:00 Kveðja, Kobe Kobe Bryant spilaði sinn síðasta leik á ferlinum í nótt en þá lauk hans tuttugasta tímabili í NBA-deildinni. Það eru afar fáir leikmenn í sögu NBA sem hafa afrekað jafnmikið og Kobe á þessum tveimur áratugum. Fréttablaðið skoðar í dag svipmyndir frá þessum magnaða ferli svörtu mömbunnar. 14. apríl 2016 06:30 Mest lesið Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Sjá meira
Kobe skoraði 60 stig í síðasta leiknum sínum | Myndbönd Kobe Bryant kvaddi NBA-deildina í körfubolta með magnaðri frammistöðu í nótt en kappinn skoraði þá 60 stig í 101-96 sigri Los Angeles Lakers á Utah Jazz. Þetta var síðasti leikur Kobe á tuttugasta og síðasta tímabili hans í NBA. 14. apríl 2016 07:30
Kobe fékk ekki fallega kveðju frá Rolling Stone Kobe Bryant lék sinn síðasta leik í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þar sem fimm hundruð fjölmiðlamenn voru á staðnum og færri komust að en vildu. Það hefur verið mikið skrifað og fjallað um Kobe á síðustu dögum sem er ekkert skrítið enda goðsögn í lifanda lífi. 14. apríl 2016 12:00
Kveðja, Kobe Kobe Bryant spilaði sinn síðasta leik á ferlinum í nótt en þá lauk hans tuttugasta tímabili í NBA-deildinni. Það eru afar fáir leikmenn í sögu NBA sem hafa afrekað jafnmikið og Kobe á þessum tveimur áratugum. Fréttablaðið skoðar í dag svipmyndir frá þessum magnaða ferli svörtu mömbunnar. 14. apríl 2016 06:30
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum