Erlent

Fjármálaráðherrar fimm stærstu hagkerfa Evrópu samþykkja aðgerðir gegn skattaskjólum

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Frá fundinum sem haldin var í dag.
Frá fundinum sem haldin var í dag. Vísir/AFP
Fjármálaráðherrar fimm stærstu hagkerfa Evrópu; Bretlands, Þýskalands, Frakklands, Ítalíu og Spánar hafa samþykkt að ríkin deili sín á milli upplýsingum um dulda eigendur fyrirtækja og sjóða sem skráð eru í skattaskjólum.

Er þetta samstillt átak til þess að sýna fram á aðgerðir gegn því athæfi sem ljóstrað var upp um með Panama-skjölunum. Fréttastofa BBC greinir frá því að samkvæmt heimildum innan breska fjármálaráðuneytisins muni samingur þessi á milli ríkjanna gera ríkum einstaklingum og fyrirtækjum það erfiðara fyrir að komast hjá því að greiða rétta skatta.

Aflandsfélög eru oft á tíðum notuð í þeim tilgangi að fela raunverulegt eignarhald en samkvæmt hinum nýja samning mun slíkum upplýsingum vera sjálfkrafa deilt á milli yfirvalda í ríkjunum fimm.

Ætla fjármálaráðherra ríkjanna að þrýsta á að ríkin sem mynda G20 hópinn, hóp 20 ríkja með stærstu hagkerfi heimsins, muni gera slíkt hið sama. Takist það þýðir það að slíkum upplýsingum verði sjálkrafa deilt á milli ríkja eins og Bretlands, Kína, Bandaríkjanna og Sádi-Arabíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×