Sevigny hefur löngum verið þekkt fyrir að fara óhefðbundar leiðir í klæðaburði og er mörgum tískufyrirmynd í þeim efnum. Myndirnar sem birtast í auglýsingaherferðinni voru teknar í Florída þar sem Sevigny er þessa dagana við tökur á annarri seríu á Netflix seríunni Bloodline.
Það er óneitanlega sumarbragur yfir þessum myndum og skórnir eru hver öðrum fegurri.


