Nýtt nafn í 50-45-90 klúbb NBA í bókstaflegri merkingu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. apríl 2016 16:30 Stephen Curry. Vísir/Getty Stephen Curry átti ótrúlegt tímabil í NBA-deildinni í körfubolta hvort sem litið er á frammistöðu hans sjálfs eða gengi liðs hans Golden State Warriors. Curry endurskrifaði söguna á báðum stöðum. Curry skoraði 46 stig í nótt þegar Golden State Warriors bæti met Chicago Bulls frá 1995-96 með því að vinna sinn 73. leik á tímabilinu. Meðal athyglisverðustu tölfræði Stephen Curry í deildarkeppninni er sú að hann varð með hittni sinni í vetur aðeins þriðji meðlimurinn í 50-45-90 klúbbi NBA-deildarinnar. Reyndar er sjá fjórði með hálfgerða aukaaðild. Meðlimir í þeim klúbbi enda tímabilið með betri en fimmtíu prósent skotnýtingu, betri en 45 prósent þriggja stiga nýtingu og betri en 90 prósent vítanýtingu. Stephen Curry skoraði 30,1 stig og gaf 6,7 stoðsendingar að meðaltali í 79 leikjum sínum með Golden State Warriors á þessu tímabili. Hann var með 50,4 prósent skotnýtingu, 45,4 prósent þriggja stiga nýtingu og 90,8 prósent vítanýtingu. Curry skoraði 5,1 þriggja stiga körfu að meðaltali í leik eða 402 þrista í 79 leikjum. Enginn tók fleiri þriggja stiga skot og enginn í sögunni hefur verið nálægt því að hitti úr fleiri slíkum skotum. Það sem er jafnvel skemmtilegra er að hingað til hafa allir meðlimirnir heitið Steve en það eru Steve Kerr, Steve Nash og svo Steve Novak sem er með aukaaðild. Steve Novak var með 52,2 prósent skotnýtingu, 56,6 prósent þriggja stiga nýtingu og 100 prósent vítanýtingu með Dallas Mavericks og San Antonio Spurs tímabilið 2010-11 en tók aðeins 67 skot, 45 þriggja stiga skot og 8 víti. Hann náði því ekki lágmörkunum yfir fjölda skota. Hinir tveir náðu hinsvegar nauðsynlegum lágmörkum til þess að fá fulla aðild að klúbbnum. Steve Kerr var með 50,6 prósent skotnýtingu, 51,5 prósent þriggja stiga nýtingu og 92,9 prósent vítanýtingu í 82 leikjum með Chicago Bulls tímabilið 1995-96. Steve Nash var með 50,4 prósent skotnýtingu, 47 prósent þriggja stiga nýtingu og 90,6 prósent vítanýtingu í 81 leik með Phoenix Suns tímabilið 2007-08.Stephen Curry: 3rd player to shoot 90% from the FT line, 50% from the field and 45% from 3-point range in a season pic.twitter.com/bQvKLDyd0c— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) April 14, 2016 NBA Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Fótbolti Fleiri fréttir Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Sjá meira
Stephen Curry átti ótrúlegt tímabil í NBA-deildinni í körfubolta hvort sem litið er á frammistöðu hans sjálfs eða gengi liðs hans Golden State Warriors. Curry endurskrifaði söguna á báðum stöðum. Curry skoraði 46 stig í nótt þegar Golden State Warriors bæti met Chicago Bulls frá 1995-96 með því að vinna sinn 73. leik á tímabilinu. Meðal athyglisverðustu tölfræði Stephen Curry í deildarkeppninni er sú að hann varð með hittni sinni í vetur aðeins þriðji meðlimurinn í 50-45-90 klúbbi NBA-deildarinnar. Reyndar er sjá fjórði með hálfgerða aukaaðild. Meðlimir í þeim klúbbi enda tímabilið með betri en fimmtíu prósent skotnýtingu, betri en 45 prósent þriggja stiga nýtingu og betri en 90 prósent vítanýtingu. Stephen Curry skoraði 30,1 stig og gaf 6,7 stoðsendingar að meðaltali í 79 leikjum sínum með Golden State Warriors á þessu tímabili. Hann var með 50,4 prósent skotnýtingu, 45,4 prósent þriggja stiga nýtingu og 90,8 prósent vítanýtingu. Curry skoraði 5,1 þriggja stiga körfu að meðaltali í leik eða 402 þrista í 79 leikjum. Enginn tók fleiri þriggja stiga skot og enginn í sögunni hefur verið nálægt því að hitti úr fleiri slíkum skotum. Það sem er jafnvel skemmtilegra er að hingað til hafa allir meðlimirnir heitið Steve en það eru Steve Kerr, Steve Nash og svo Steve Novak sem er með aukaaðild. Steve Novak var með 52,2 prósent skotnýtingu, 56,6 prósent þriggja stiga nýtingu og 100 prósent vítanýtingu með Dallas Mavericks og San Antonio Spurs tímabilið 2010-11 en tók aðeins 67 skot, 45 þriggja stiga skot og 8 víti. Hann náði því ekki lágmörkunum yfir fjölda skota. Hinir tveir náðu hinsvegar nauðsynlegum lágmörkum til þess að fá fulla aðild að klúbbnum. Steve Kerr var með 50,6 prósent skotnýtingu, 51,5 prósent þriggja stiga nýtingu og 92,9 prósent vítanýtingu í 82 leikjum með Chicago Bulls tímabilið 1995-96. Steve Nash var með 50,4 prósent skotnýtingu, 47 prósent þriggja stiga nýtingu og 90,6 prósent vítanýtingu í 81 leik með Phoenix Suns tímabilið 2007-08.Stephen Curry: 3rd player to shoot 90% from the FT line, 50% from the field and 45% from 3-point range in a season pic.twitter.com/bQvKLDyd0c— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) April 14, 2016
NBA Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Fótbolti Fleiri fréttir Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Sjá meira