Kobe skoraði 60 stig í síðasta leiknum sínum | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. apríl 2016 07:30 Kobe Bryant kvaddi NBA-deildina í körfubolta með magnaðri frammistöðu í nótt en kappinn skoraði þá 60 stig í 101-96 sigri Los Angeles Lakers á Utah Jazz. Þetta var síðasti leikur Kobe á tuttugasta og síðasta tímabili hans í NBA. Kobe Bryant þurfti vissulega að spila í 42 mínútur og taka 50 skot í leiknum en hann ætlaði sér að enda á alvöru Kobe frammistöðu og sigri eftir alla þessa tapleiki á tímabilinu. Hann hefur aldrei tekið fleiri skot í einum leik ekki einu sinni þegar hann skoraði 81 stig fyrir tíu árum. Sigrarnir voru aðeins 17 hjá Lakers en Svarta mamban neitaði hreinlega að enda á tapi. Hann fór fyrir endurkomu Lakers sem lenti fimmtán stigum undir í leiknum. Síðustu sekúndurnar voru líka magnaðar enda skoraði Kobe þrist þegar 59 sekúndur voru eftir og önnur þriggja stiga karfa hans 31 sekúndum fyrir leikslok kom Lakers yfir í 97-96. Hann náði síðan sextugasta stiginu með því nýta tvö víti fjórtán sekúndum fyrir leikslok. Bryant endaði síðan á því að gefa stoðsendingu á Jordan Clarkson áður en hann yfirgaf völlinn í síðasta sinn 4,1 sekúndum fyrir leikslok. Allir í Staples Center höfðu staðið á fætur fyrir lokakaflann og það var vissulega Kobe-legt að skora átta stig á síðustu 55 sekúndum sínum í NBA hvað þá að ná 60 stigum í síðasta leiknum.Þetta var í fyrsta sinn síðan 2009 sem Kobe nær að skora fimmtíu stig í leik og lokaleikurinn komst upp í fimmta sætið yfir stigahæstu leiki hans á ferlinum. Kobe sem er að verða 38 ára á árinu varð ennfremur elsti leikmaðurinn í sögu NBA til að skora yfir 50 stig í einum leik. Wilt Chamberlain var áður sá elsti til að skora 60 stig í NBA og hann var meira en fimm árum yngri en Kobe sem var 37 ára og 234 daga í lokaleiknum sínum. Kobe nýtti alls 22 af 50 skotum sínum í leiknum þar af 6 af 21 þriggja stiga skoti. Hann var einnig með 4 fráköst og 4 stoðsendingar.Kobe skoraði 48 stigum meira en næststigahæsti leikmaður Lakers-liðsins sem var Jordan Clarkson með 12 stig. Það var boðið upp á mikla sýningu í nótt þegar Kobe Bryant sagði bless og má sjá myndbönd frá þessu sögulega kvöldi hér í fréttinni þar á meðal hvað nokkrar af mestu goðsögnum NBA-deildarinnar sögðu um hann í myndbandi sem var sýnt fyrir leikinn. NBA Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Íslenski boltinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Enski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Körfubolti Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Enski boltinn „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Enski boltinn Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Enski boltinn Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Fótbolti Fleiri fréttir Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Sjá meira
Kobe Bryant kvaddi NBA-deildina í körfubolta með magnaðri frammistöðu í nótt en kappinn skoraði þá 60 stig í 101-96 sigri Los Angeles Lakers á Utah Jazz. Þetta var síðasti leikur Kobe á tuttugasta og síðasta tímabili hans í NBA. Kobe Bryant þurfti vissulega að spila í 42 mínútur og taka 50 skot í leiknum en hann ætlaði sér að enda á alvöru Kobe frammistöðu og sigri eftir alla þessa tapleiki á tímabilinu. Hann hefur aldrei tekið fleiri skot í einum leik ekki einu sinni þegar hann skoraði 81 stig fyrir tíu árum. Sigrarnir voru aðeins 17 hjá Lakers en Svarta mamban neitaði hreinlega að enda á tapi. Hann fór fyrir endurkomu Lakers sem lenti fimmtán stigum undir í leiknum. Síðustu sekúndurnar voru líka magnaðar enda skoraði Kobe þrist þegar 59 sekúndur voru eftir og önnur þriggja stiga karfa hans 31 sekúndum fyrir leikslok kom Lakers yfir í 97-96. Hann náði síðan sextugasta stiginu með því nýta tvö víti fjórtán sekúndum fyrir leikslok. Bryant endaði síðan á því að gefa stoðsendingu á Jordan Clarkson áður en hann yfirgaf völlinn í síðasta sinn 4,1 sekúndum fyrir leikslok. Allir í Staples Center höfðu staðið á fætur fyrir lokakaflann og það var vissulega Kobe-legt að skora átta stig á síðustu 55 sekúndum sínum í NBA hvað þá að ná 60 stigum í síðasta leiknum.Þetta var í fyrsta sinn síðan 2009 sem Kobe nær að skora fimmtíu stig í leik og lokaleikurinn komst upp í fimmta sætið yfir stigahæstu leiki hans á ferlinum. Kobe sem er að verða 38 ára á árinu varð ennfremur elsti leikmaðurinn í sögu NBA til að skora yfir 50 stig í einum leik. Wilt Chamberlain var áður sá elsti til að skora 60 stig í NBA og hann var meira en fimm árum yngri en Kobe sem var 37 ára og 234 daga í lokaleiknum sínum. Kobe nýtti alls 22 af 50 skotum sínum í leiknum þar af 6 af 21 þriggja stiga skoti. Hann var einnig með 4 fráköst og 4 stoðsendingar.Kobe skoraði 48 stigum meira en næststigahæsti leikmaður Lakers-liðsins sem var Jordan Clarkson með 12 stig. Það var boðið upp á mikla sýningu í nótt þegar Kobe Bryant sagði bless og má sjá myndbönd frá þessu sögulega kvöldi hér í fréttinni þar á meðal hvað nokkrar af mestu goðsögnum NBA-deildarinnar sögðu um hann í myndbandi sem var sýnt fyrir leikinn.
NBA Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Íslenski boltinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Enski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Körfubolti Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Enski boltinn „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Enski boltinn Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Enski boltinn Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Fótbolti Fleiri fréttir Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Sjá meira