NBA: Curry með tíu þrista í 73. sigri Golden State | Bættu met Bulls frá 1996 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. apríl 2016 06:59 Stephen Curry og félagar hans Golden State Warriors áttu ekki í miklum vandræðum með að bæta met Michael Jordan og Chicago Bulls frá 1996 yfir flesta sigurleiki á einu NBA-tímabili þegar meistararnir enduðu deildarkeppnina á 21 stigs sigri á Memphis Grizzlies í nótt. Stephen Curry náði öðru sögulegu takmarki í leiknum en hann skoraði tíu þrista í leiknum og varð fyrsti maðurinn í NBA-sögunni til að skora 400 þriggja stiga körfur á einu tímabili. Þessar tíu þýddu að Curry skoraði alls 402 þriggja stiga körfur á leiktíðinni. Það setur kannski þetta afrek hans í samhengi að hann varð fyrr í vetur fyrsti NBA-leikmaðurinn til að skora 300 þriggja stiga körfur á einu tímabili og gamla metið hans frá því í fyrra voru 286 þristar. Curry bætti því metið sitt um 116 þriggja stiga körfur. Stephen Curry endaði leikinn með 46 stig og 6 stoðsendingar þrátt fyrir að spila bara í 30 mínútur. Hann nýtti 15 af 24 skotum þar af 10 af 19 fyrir utan þriggja stiga línuna. Chicago Bulls vann 72 af 82 leikjum sínum tímabilið 1995-96 og stóð það met í tuttugu ár. Golden State vann 73 af 82 leikjum sínum á þessu tímabili og varð því fyrsta liðið sem tapar undir tíu leikjum en tapleikirnir urðu bara níu. Klay Thompson skoraði 16 stig (4 þristar), Harrison Barnes var með 15 stig, Marreese Speights skoraði 12 stig á 12 mínútum og Draymond Green bætti við 11 stigum, 9 fráköstum og 7 stoðsendingum.Flestir sigurleikir á einu NBA-tímabili73-9 Golden State Warriors 2015-1672-10 Chicago Bulls 1995-9669-13 Los Angeles Lakers 1971-72 Chicago Bulls 1996-9768-13 Philadelphia 76ers 1966-6768-14 Boston Celtics 1972-7367-15 Boston Celtics 1985-86 Chicago Bulls 1991-92 Los Angeles Lakers 1999-2000 Dallas Mavericks 2006-07 San Antonio Spurs 2015-1666-16 Milwaukee Bucks 1970-71 season Boston Celtics 2007-08 Cleveland Cavaliers 2008-09 NBA Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Fótbolti Fleiri fréttir Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Sjá meira
Stephen Curry og félagar hans Golden State Warriors áttu ekki í miklum vandræðum með að bæta met Michael Jordan og Chicago Bulls frá 1996 yfir flesta sigurleiki á einu NBA-tímabili þegar meistararnir enduðu deildarkeppnina á 21 stigs sigri á Memphis Grizzlies í nótt. Stephen Curry náði öðru sögulegu takmarki í leiknum en hann skoraði tíu þrista í leiknum og varð fyrsti maðurinn í NBA-sögunni til að skora 400 þriggja stiga körfur á einu tímabili. Þessar tíu þýddu að Curry skoraði alls 402 þriggja stiga körfur á leiktíðinni. Það setur kannski þetta afrek hans í samhengi að hann varð fyrr í vetur fyrsti NBA-leikmaðurinn til að skora 300 þriggja stiga körfur á einu tímabili og gamla metið hans frá því í fyrra voru 286 þristar. Curry bætti því metið sitt um 116 þriggja stiga körfur. Stephen Curry endaði leikinn með 46 stig og 6 stoðsendingar þrátt fyrir að spila bara í 30 mínútur. Hann nýtti 15 af 24 skotum þar af 10 af 19 fyrir utan þriggja stiga línuna. Chicago Bulls vann 72 af 82 leikjum sínum tímabilið 1995-96 og stóð það met í tuttugu ár. Golden State vann 73 af 82 leikjum sínum á þessu tímabili og varð því fyrsta liðið sem tapar undir tíu leikjum en tapleikirnir urðu bara níu. Klay Thompson skoraði 16 stig (4 þristar), Harrison Barnes var með 15 stig, Marreese Speights skoraði 12 stig á 12 mínútum og Draymond Green bætti við 11 stigum, 9 fráköstum og 7 stoðsendingum.Flestir sigurleikir á einu NBA-tímabili73-9 Golden State Warriors 2015-1672-10 Chicago Bulls 1995-9669-13 Los Angeles Lakers 1971-72 Chicago Bulls 1996-9768-13 Philadelphia 76ers 1966-6768-14 Boston Celtics 1972-7367-15 Boston Celtics 1985-86 Chicago Bulls 1991-92 Los Angeles Lakers 1999-2000 Dallas Mavericks 2006-07 San Antonio Spurs 2015-1666-16 Milwaukee Bucks 1970-71 season Boston Celtics 2007-08 Cleveland Cavaliers 2008-09
NBA Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Fótbolti Fleiri fréttir Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Sjá meira