Samfylkingin vill banna ríkisstjórninni að selja fjármálafyrirtæki Heimir Már Pétursson skrifar 13. apríl 2016 13:06 Formaður Samfylkingarinnar segir núverandi stjórnarmeirihluta ekki treystandi til að selja ríkiseignir. Nausynlegt sé að tryggja með lögum að ríkisstjórnin geti ekki selt eignarhlut ríkisins í fjármálastofnunum, en þingflokkur hans hefur lagt fram frumvarp um tímabundið bann við sölunni. Í fjárlögum þessa árs er fjármála- og efnahagsráðherra veittar heimildir til að selja eignarhluti ríkisins í Arion banka, Íslandsbanka, þá hluti sem eru umfram 70% af hlut ríkisins af heildarhlutafé í Landsbankanum og eignarhluti ríkisins í sparisjóðum. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar er fyrsti flutningsmaður frumvarps sem kæmi í veg fyrir þessa sölu fram til 1. nóvember en þá megi reikna með að ný ríkisstjórn hafi tekið til starfa. „Ég hef fundið fyrir mjög miklum ótta fólks við stöðuna nákvæmlega núna. Tiltrú á þessa ríkisstjórn og umgengni hennar um eignir ríkisins og peningalega hagsmuni þjóðarinnar er í algeru lágmarki,“ segir Árni Páll. Í viðtali sem Stöð 2 tók við Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra hinn 2. mars síðast liðinn sagði hann Bankasýsluna ekki hafa komið fram með tillögu um sölu á 30 prósenta hlut ríkisins í Landsbankanum, þótt hún hafi gefið í skyn að til þess gætu verið að skapast hagstæð skilyrði. Eignarhlutur ríkisins í fjármálastofnunum yrði hins vegar ekki seldur fyrr en eigendastefna ríkisins sem nú væri verið að móta lægi fyrir og þar væri verið að horfa til langs tíma. „Það liggur fyrir að Arion banki er að færast úr höndum kröfuhafanna í hendur nýrra eigenda á næstu misserum. Svo erum við nýtekin við Íslandsbanka líkaÞannig að þetta eru risavaxin, mjög krefjandi verkefni fyrir okkur. Það skiptir öllu að það gerist í jafnvægi og góðri sátt og með langtíma hagsmuni okkar allra að leiðarljósi,“ sagði Bjarni. Þáþyrfti að fara varlega í sölu á eignarhlut ríkisins íörðum fjármálastofnunum. Árni Páll segir að eftir Borgunarmálið og önnur mál séþanþol þjóðarinnar þannig að forystumenn stjórnarflokkanna geti ekki farið fyrir sölu fjármálafyrirtækjanna þótt tíminn til þess fram að kosningum sé vonandi of skammur til þess. „Þannig að við teljum fulla ástæðu til að taka af öll tvímæli um þetta. Gæta þess t.d. að ríkiskerfið sé ekki að halda áfram undirbúningi að sölunni áþessum tímapunkti. Þaðþarf að senda skýr skilaboð um aðþessi ríkisstjórn hefur ekki tiltrú til að selja eða bjóða til sölu ríkiseignir,“ segir Árni Páll Árnason. Alþingi Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Sjá meira
Formaður Samfylkingarinnar segir núverandi stjórnarmeirihluta ekki treystandi til að selja ríkiseignir. Nausynlegt sé að tryggja með lögum að ríkisstjórnin geti ekki selt eignarhlut ríkisins í fjármálastofnunum, en þingflokkur hans hefur lagt fram frumvarp um tímabundið bann við sölunni. Í fjárlögum þessa árs er fjármála- og efnahagsráðherra veittar heimildir til að selja eignarhluti ríkisins í Arion banka, Íslandsbanka, þá hluti sem eru umfram 70% af hlut ríkisins af heildarhlutafé í Landsbankanum og eignarhluti ríkisins í sparisjóðum. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar er fyrsti flutningsmaður frumvarps sem kæmi í veg fyrir þessa sölu fram til 1. nóvember en þá megi reikna með að ný ríkisstjórn hafi tekið til starfa. „Ég hef fundið fyrir mjög miklum ótta fólks við stöðuna nákvæmlega núna. Tiltrú á þessa ríkisstjórn og umgengni hennar um eignir ríkisins og peningalega hagsmuni þjóðarinnar er í algeru lágmarki,“ segir Árni Páll. Í viðtali sem Stöð 2 tók við Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra hinn 2. mars síðast liðinn sagði hann Bankasýsluna ekki hafa komið fram með tillögu um sölu á 30 prósenta hlut ríkisins í Landsbankanum, þótt hún hafi gefið í skyn að til þess gætu verið að skapast hagstæð skilyrði. Eignarhlutur ríkisins í fjármálastofnunum yrði hins vegar ekki seldur fyrr en eigendastefna ríkisins sem nú væri verið að móta lægi fyrir og þar væri verið að horfa til langs tíma. „Það liggur fyrir að Arion banki er að færast úr höndum kröfuhafanna í hendur nýrra eigenda á næstu misserum. Svo erum við nýtekin við Íslandsbanka líkaÞannig að þetta eru risavaxin, mjög krefjandi verkefni fyrir okkur. Það skiptir öllu að það gerist í jafnvægi og góðri sátt og með langtíma hagsmuni okkar allra að leiðarljósi,“ sagði Bjarni. Þáþyrfti að fara varlega í sölu á eignarhlut ríkisins íörðum fjármálastofnunum. Árni Páll segir að eftir Borgunarmálið og önnur mál séþanþol þjóðarinnar þannig að forystumenn stjórnarflokkanna geti ekki farið fyrir sölu fjármálafyrirtækjanna þótt tíminn til þess fram að kosningum sé vonandi of skammur til þess. „Þannig að við teljum fulla ástæðu til að taka af öll tvímæli um þetta. Gæta þess t.d. að ríkiskerfið sé ekki að halda áfram undirbúningi að sölunni áþessum tímapunkti. Þaðþarf að senda skýr skilaboð um aðþessi ríkisstjórn hefur ekki tiltrú til að selja eða bjóða til sölu ríkiseignir,“ segir Árni Páll Árnason.
Alþingi Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Sjá meira