Nám í lýðræði - og íslensk umræðuhefð Tryggvi Gíslason skrifar 13. apríl 2016 07:00 Vegna atburða undanfarna daga og reynslu fyrri ára legg ég til, að mennta- og menningarmálaráðuneytið láti vel menntað fólk semja námskrá í lýðræði og lýðræðislegri hugsun og geri lýðræði og lýðræðislega hugsun að skyldunámi í grunnskólum og framhaldsskólum landsins. Í náminu væri rakin saga og inntak lýðræðis á Vesturlöndum og bent á réttindi og skyldur almennings og stjórnvalda í lýðræðisríki og höfð til hliðsjónar rannsóknarskýrsla Alþingis og niðurstöður Þjófundarins 2009. Til þess að kynna og kenna nemendum lýðræðislega hugsun og lýðræðisleg viðhorf þarf að gefa kennurum kost á að sækja námskeið - fjarnám - á vegum Sagnfræði- og heimspekideildar Háskóla Íslands þar sem meginþættir lýðræðis eru dregnir fram og saga og inntak lýðræðis á Vesturlöndum kynnt. Umræðuhefð sú sem þróast hefur á Íslandi áratugum saman, einkennist af kappræðu í stað samræðu og stingur mjög í stúf við umræðuhefð hjá frændþjóðum okkar í Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð, sem eru fremstu lýðræðisríki heims. Í kennslu í lýðræði og lýðræðislegri hugsun þarf því að leggja mikla áherslu á umræðu - samræðu - þar sem hlustað er á viðmælandann og skoðanir annarra virtar. Þótt mikið hafi áunnist í jafnrétti og lýðréttindum undanfarna öld er marg ógert. Næst á eftir því að gera ungu fólki kleift að eignast íbúð með eðlilegum kjörum, reisa nýjan landspítala og koma heilsugæslu á landinu í sæmilegt horf og vinna gegn einelti og hvers konar ofbeldi, er nám í lýðræði og lýðræðislegri umræðu og lýðræðislegri hugsun og lýðræðislegri hegðun mest aðkallandi í landi okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tryggvi Gíslason Mest lesið Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Vegna atburða undanfarna daga og reynslu fyrri ára legg ég til, að mennta- og menningarmálaráðuneytið láti vel menntað fólk semja námskrá í lýðræði og lýðræðislegri hugsun og geri lýðræði og lýðræðislega hugsun að skyldunámi í grunnskólum og framhaldsskólum landsins. Í náminu væri rakin saga og inntak lýðræðis á Vesturlöndum og bent á réttindi og skyldur almennings og stjórnvalda í lýðræðisríki og höfð til hliðsjónar rannsóknarskýrsla Alþingis og niðurstöður Þjófundarins 2009. Til þess að kynna og kenna nemendum lýðræðislega hugsun og lýðræðisleg viðhorf þarf að gefa kennurum kost á að sækja námskeið - fjarnám - á vegum Sagnfræði- og heimspekideildar Háskóla Íslands þar sem meginþættir lýðræðis eru dregnir fram og saga og inntak lýðræðis á Vesturlöndum kynnt. Umræðuhefð sú sem þróast hefur á Íslandi áratugum saman, einkennist af kappræðu í stað samræðu og stingur mjög í stúf við umræðuhefð hjá frændþjóðum okkar í Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð, sem eru fremstu lýðræðisríki heims. Í kennslu í lýðræði og lýðræðislegri hugsun þarf því að leggja mikla áherslu á umræðu - samræðu - þar sem hlustað er á viðmælandann og skoðanir annarra virtar. Þótt mikið hafi áunnist í jafnrétti og lýðréttindum undanfarna öld er marg ógert. Næst á eftir því að gera ungu fólki kleift að eignast íbúð með eðlilegum kjörum, reisa nýjan landspítala og koma heilsugæslu á landinu í sæmilegt horf og vinna gegn einelti og hvers konar ofbeldi, er nám í lýðræði og lýðræðislegri umræðu og lýðræðislegri hugsun og lýðræðislegri hegðun mest aðkallandi í landi okkar.
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar