Forsætisráðherra segir orðspor Íslands hafa beðið hnekki Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. apríl 2016 15:08 Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra Vísir/Anton Brink Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, segir það mikilvægt að Alþingi fari yfir þau lög og reglur sem gilda hér á landi varðandi lágskattaríki. Þá telur hann einnig mikilvægt að Ísland taki forystu meðal jafningja og sýni frumkvæði þegar kemur að aðgerðum gegn skattaskjólum, en þetta kom fram í svari ráðherra við óundirbúinni fyrirspurn frá Árna Páli Árnasyni, formanni Samfylkingarinnar á þingi í dag. Ráðherrann vísaði svo í gríðarmikla umfjöllun erlendra miðla í liðinni viku um Ísland vegna Panama-skjalanna. „Orðspor landsins beið hnekki og í ljósi þess hversu margir einstaklingar og fyrirtæki voru í þessum gögnum þurfum við að gera sérstakt átak til að bæta ímynd okkar út á við,“ sagði forsætisráðherra en benti jafnframt á að hluti vandans væri aðeins kominn upp á yfirborðið í Panama-skjölunum. Alþjóðasamfélagið stæði því frammi fyrir stærra vandamáli þegar kæmi að lágskattaríkjum og aflandsfélögum. Í gær var greint frá samantekt utanríkisráðuneytisins varðandi umfjöllun erlendra fjölmiðla um Ísland seinustu vikuna en þar kom fram að að mati ráðuneytisins hefði ímynd og orðspor Íslands til skemmri tíma litið ekki beðið umtalsverðan hnekki þrátt fyrir töluverða ágjöf. Of snemmt væri hins vegar að segja til um áhrif umfjöllunarinnar til lengri tíma litið. Í fyrirspurn sinni kallaði Árni Páll jafnframt eftir því að Sigurður Ingi gæfi það út hvenær kosningar yrðu í haust en ráðherrann svaraði því ekki heldur þakkaði stjórnarandstöðunni fyrir fund þeirra í morgun sem hann sagði hafa verið ágætan. „Ég upplifði það sem við höfum svo sem verið að ræða hér um áður á þingi að það er tortryggni og það er vandasamt að feta þá braut að treysta hvort öðru og tala saman,“ sagði Sigurður Ingi. Hann sagði þörf á því að halda samtalinu við stjórnarandstöðuna áfram, fara þurfi yfir þau mál sem liggi fyrir þinginu og svo þurfi að ákveða kjördag. Alþingi Panama-skjölin Tengdar fréttir Neikvæð umfjöllun í upphafi en svo hlutlaus eða jákvæður tónn Utanríkisráðuneytið hefur reynt að leggja mat á það hversu mikil áhrif erlend fjölmiðlaumfjöllun um Wintris-málið hefur haft á ímynd og orðspor Íslands. 11. apríl 2016 15:53 Enginn málalisti og engin dagsetning á kosningar Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að fátt nýtt hafi komið fram á fundi forystumanna stjórnarandstöðunnar með Sigurði Inga Jóhannssyni, forsætisráðherra, í morgun. 12. apríl 2016 11:17 Læti á Alþingi: „Virðulegur forseti, þetta er fáránlegt“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar komu hver af öðrum upp í pontu við upphaf þingfundar í dag og kvöddu sér hljóðs undir liðnum fundarstjórn forseta. 12. apríl 2016 14:29 Mest lesið Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Fleiri fréttir Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, segir það mikilvægt að Alþingi fari yfir þau lög og reglur sem gilda hér á landi varðandi lágskattaríki. Þá telur hann einnig mikilvægt að Ísland taki forystu meðal jafningja og sýni frumkvæði þegar kemur að aðgerðum gegn skattaskjólum, en þetta kom fram í svari ráðherra við óundirbúinni fyrirspurn frá Árna Páli Árnasyni, formanni Samfylkingarinnar á þingi í dag. Ráðherrann vísaði svo í gríðarmikla umfjöllun erlendra miðla í liðinni viku um Ísland vegna Panama-skjalanna. „Orðspor landsins beið hnekki og í ljósi þess hversu margir einstaklingar og fyrirtæki voru í þessum gögnum þurfum við að gera sérstakt átak til að bæta ímynd okkar út á við,“ sagði forsætisráðherra en benti jafnframt á að hluti vandans væri aðeins kominn upp á yfirborðið í Panama-skjölunum. Alþjóðasamfélagið stæði því frammi fyrir stærra vandamáli þegar kæmi að lágskattaríkjum og aflandsfélögum. Í gær var greint frá samantekt utanríkisráðuneytisins varðandi umfjöllun erlendra fjölmiðla um Ísland seinustu vikuna en þar kom fram að að mati ráðuneytisins hefði ímynd og orðspor Íslands til skemmri tíma litið ekki beðið umtalsverðan hnekki þrátt fyrir töluverða ágjöf. Of snemmt væri hins vegar að segja til um áhrif umfjöllunarinnar til lengri tíma litið. Í fyrirspurn sinni kallaði Árni Páll jafnframt eftir því að Sigurður Ingi gæfi það út hvenær kosningar yrðu í haust en ráðherrann svaraði því ekki heldur þakkaði stjórnarandstöðunni fyrir fund þeirra í morgun sem hann sagði hafa verið ágætan. „Ég upplifði það sem við höfum svo sem verið að ræða hér um áður á þingi að það er tortryggni og það er vandasamt að feta þá braut að treysta hvort öðru og tala saman,“ sagði Sigurður Ingi. Hann sagði þörf á því að halda samtalinu við stjórnarandstöðuna áfram, fara þurfi yfir þau mál sem liggi fyrir þinginu og svo þurfi að ákveða kjördag.
Alþingi Panama-skjölin Tengdar fréttir Neikvæð umfjöllun í upphafi en svo hlutlaus eða jákvæður tónn Utanríkisráðuneytið hefur reynt að leggja mat á það hversu mikil áhrif erlend fjölmiðlaumfjöllun um Wintris-málið hefur haft á ímynd og orðspor Íslands. 11. apríl 2016 15:53 Enginn málalisti og engin dagsetning á kosningar Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að fátt nýtt hafi komið fram á fundi forystumanna stjórnarandstöðunnar með Sigurði Inga Jóhannssyni, forsætisráðherra, í morgun. 12. apríl 2016 11:17 Læti á Alþingi: „Virðulegur forseti, þetta er fáránlegt“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar komu hver af öðrum upp í pontu við upphaf þingfundar í dag og kvöddu sér hljóðs undir liðnum fundarstjórn forseta. 12. apríl 2016 14:29 Mest lesið Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Fleiri fréttir Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Sjá meira
Neikvæð umfjöllun í upphafi en svo hlutlaus eða jákvæður tónn Utanríkisráðuneytið hefur reynt að leggja mat á það hversu mikil áhrif erlend fjölmiðlaumfjöllun um Wintris-málið hefur haft á ímynd og orðspor Íslands. 11. apríl 2016 15:53
Enginn málalisti og engin dagsetning á kosningar Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að fátt nýtt hafi komið fram á fundi forystumanna stjórnarandstöðunnar með Sigurði Inga Jóhannssyni, forsætisráðherra, í morgun. 12. apríl 2016 11:17
Læti á Alþingi: „Virðulegur forseti, þetta er fáránlegt“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar komu hver af öðrum upp í pontu við upphaf þingfundar í dag og kvöddu sér hljóðs undir liðnum fundarstjórn forseta. 12. apríl 2016 14:29