NBA-aðdáendur eru að fara að borga morðfé til þess að sjá tvo sögulega leiki annað kvöld.
Annars vegar er það kveðjuleikur Kobe Bryant á ferlinum og hins vegar leikur Golden State Warriors þar sem liðið getur slegið met Chicago Bulls yfir flesta sigurleiki á einni leiktíð. Gamla metið var sett árið 1996 og Warriors er búið að jafna það.
Hinn 37 ára gamli Kobe er búinn að vera að kveðja deildina í allan vetur en hann er þriðji stigahæsti leikmaðurinn í sögu deildarinnar.
Miðar á kveðjuleik Kobe gegn Utah Jazz eru að seljast á allt að 3,4 milljónir króna stykkið. Ódýrustu miðarnir hafa farið á 86 þúsund.
Dýrustu miðarnir á leik Warriors og Memphis eru á 2 milljónir króna. Þeir ódýrustu á rúmlega 40 þúsund krónur.
Borga 3,4 milljónir til þess að sjá kveðjuleik Kobe
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið






Barcelona rúllaði yfir Como
Fótbolti


Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena
Körfubolti


Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn
Enski boltinn