Innlent

Sigmundur Davíð farinn í frí

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, þingmaður og formaður Framsóknarflokksins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, þingmaður og formaður Framsóknarflokksins. vísir/Anton
Hjálmar Bogi Hafliðason, fyrsti varaþingmaður Framsóknarflokksins í norðausturkjördæmi, tók sæti á Alþingi í dag fyrir Sigmund Davíð Gunnlaugsson, þingmann og formann Framsóknarflokksins, en hann er farinn í frí.

Kalla þarf inn varaþingmann ef þingmaður fer í frí í lengur en tvær vikur og má því gera ráð fyrir að Sigmundur Davíð verði að minnsta kosti frá í þann tíma.

Eins og kunnugt er lét Sigmundur Davíð af embætti forsætisráðherra í liðinni viku en hann á þó enn sæti á þingi og er enn formaður Framsóknarflokksins.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×