Golden State jafnaði metið hjá þessum köppum í nótt | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. apríl 2016 11:15 Dennis Rodman, Michael Jordan og Scottie Pippen. Vísir/Getty Eftir leiki NBA í nótt er ekki lengur bara eitt lið sem hefur náð að vinna 72 leiki á einu tímabili því lið Golden State Warriors bættist þá í hóp með liði Chicago Bulls frá 1995 til 1996. Þetta var fyrsta tímabilið sem þeir Michael Jordan, Scottie Pippen og Dennis Rodman léku allir saman og NBA-deildin átti fá svör við þessari þrennu. Michael Jordan (þá 32 ára) lék alla 82 leikina og var með 30,4 stig, 6,6 fráköst, 4,3 stoðsendingar og 2,2 stolna bolta að meðaltali í leik en hann hitti úr 42,7 prósent þriggja stiga skota sinna. Scottie Pippen (þá 30 ára) lék 77 af 82 leikjum liðsins og var með í 67 af 72 sigrum Bulls þetta tímabil. Pippen var með 19,4 stig, 6,4 fráköst og 5,9 stoðsendingar að meðaltali í leik. Dennis Rodman (þá 34 ára) lék 64 af 82 leikjum liðsins og var með 5,5 stig, 14,9 fráköst og 2,5 stoðsendingar að meðaltali í leik. Bulls-liðið vann 57 af þessum 64 leikjum sem hann spilaði. Það var bara einn annar leikmaður en Michael Jordan sem náði því að spila alla 82 leikina á þessu tímabili en það var einmitt Steve Kerr, núverandi þjálfari Golden State Warriors. Kerr var með 8,4 stig og 2,3 stoðsendingar að meðaltali á 23,4 mínútum í leik en hann hitti úr 51,5 prósent þriggja stiga skota sinna og 92,9 prósent vítanna. Toni Kukoc lék 81 leik og Ron Harper spilaði 80 leiki en þeir tóku báðir þátt í 71 sigurleik af þessum 72 sem liðið vann. Kukoc var með 13,1 stig, 4,0 fráköst og 3,5 stoðsendingar að meðaltali á aðeins 26,0 mínútum en Harper skoraði 7,4 stig í leik. NBA-deildin hefur sett saman skemmtilegt myndband með þessu Chicago Bulls liðið sem vann 72 af 82 leikjum sínum fyrir tuttugu árum síðan. Það má sjá myndbandið hér fyrir neðan. NBA Tengdar fréttir NBA: Golden State jafnaði met Chicago Bulls | Myndbönd Golden State Warriors vann í nótt sinn 72. leik á tímabilinu í NBA-deildinni í körfubolta og jafnaði með því met Chicago Bulls frá 1995-96 yfir flesta sigurleiki á einu tímabili. Warriors fær leik á miðvikudaginn til viðbótar til að bæta metið. 11. apríl 2016 07:06 Bandarískur hermaður kom fjölskyldunni á óvart í miðjum NBA leik Fallegt atvik átti sér stað í leikhléi í leik Utah Jazz og Los Angeles Clippers í NBA-deildinni í fyrrakvöld. 10. apríl 2016 06:00 Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Fleiri fréttir Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Sjá meira
Eftir leiki NBA í nótt er ekki lengur bara eitt lið sem hefur náð að vinna 72 leiki á einu tímabili því lið Golden State Warriors bættist þá í hóp með liði Chicago Bulls frá 1995 til 1996. Þetta var fyrsta tímabilið sem þeir Michael Jordan, Scottie Pippen og Dennis Rodman léku allir saman og NBA-deildin átti fá svör við þessari þrennu. Michael Jordan (þá 32 ára) lék alla 82 leikina og var með 30,4 stig, 6,6 fráköst, 4,3 stoðsendingar og 2,2 stolna bolta að meðaltali í leik en hann hitti úr 42,7 prósent þriggja stiga skota sinna. Scottie Pippen (þá 30 ára) lék 77 af 82 leikjum liðsins og var með í 67 af 72 sigrum Bulls þetta tímabil. Pippen var með 19,4 stig, 6,4 fráköst og 5,9 stoðsendingar að meðaltali í leik. Dennis Rodman (þá 34 ára) lék 64 af 82 leikjum liðsins og var með 5,5 stig, 14,9 fráköst og 2,5 stoðsendingar að meðaltali í leik. Bulls-liðið vann 57 af þessum 64 leikjum sem hann spilaði. Það var bara einn annar leikmaður en Michael Jordan sem náði því að spila alla 82 leikina á þessu tímabili en það var einmitt Steve Kerr, núverandi þjálfari Golden State Warriors. Kerr var með 8,4 stig og 2,3 stoðsendingar að meðaltali á 23,4 mínútum í leik en hann hitti úr 51,5 prósent þriggja stiga skota sinna og 92,9 prósent vítanna. Toni Kukoc lék 81 leik og Ron Harper spilaði 80 leiki en þeir tóku báðir þátt í 71 sigurleik af þessum 72 sem liðið vann. Kukoc var með 13,1 stig, 4,0 fráköst og 3,5 stoðsendingar að meðaltali á aðeins 26,0 mínútum en Harper skoraði 7,4 stig í leik. NBA-deildin hefur sett saman skemmtilegt myndband með þessu Chicago Bulls liðið sem vann 72 af 82 leikjum sínum fyrir tuttugu árum síðan. Það má sjá myndbandið hér fyrir neðan.
NBA Tengdar fréttir NBA: Golden State jafnaði met Chicago Bulls | Myndbönd Golden State Warriors vann í nótt sinn 72. leik á tímabilinu í NBA-deildinni í körfubolta og jafnaði með því met Chicago Bulls frá 1995-96 yfir flesta sigurleiki á einu tímabili. Warriors fær leik á miðvikudaginn til viðbótar til að bæta metið. 11. apríl 2016 07:06 Bandarískur hermaður kom fjölskyldunni á óvart í miðjum NBA leik Fallegt atvik átti sér stað í leikhléi í leik Utah Jazz og Los Angeles Clippers í NBA-deildinni í fyrrakvöld. 10. apríl 2016 06:00 Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Fleiri fréttir Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Sjá meira
NBA: Golden State jafnaði met Chicago Bulls | Myndbönd Golden State Warriors vann í nótt sinn 72. leik á tímabilinu í NBA-deildinni í körfubolta og jafnaði með því met Chicago Bulls frá 1995-96 yfir flesta sigurleiki á einu tímabili. Warriors fær leik á miðvikudaginn til viðbótar til að bæta metið. 11. apríl 2016 07:06
Bandarískur hermaður kom fjölskyldunni á óvart í miðjum NBA leik Fallegt atvik átti sér stað í leikhléi í leik Utah Jazz og Los Angeles Clippers í NBA-deildinni í fyrrakvöld. 10. apríl 2016 06:00