Ari Freyr Skúlason, Hallgrímur Jónasson og félagari í OB töpuðu í dag fyrir Bröndby, 1-0, í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.
Lebogang Phiri, leikmaður Bröndby, skoraði eina mark leiksins á 38. mínútu.
Hallgrímur Jónasson lék allan leikinn fyrir OB en Ari Freyr var tekinn af velli á 61. mínútu.
OB er í sjötta sæti deildarinnar með 34 stig en Bröndby í því fimmta með 39 stig.
