Segir mál Davids Cameron líkjast meira máli Bjarna Benediktssonar Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 10. apríl 2016 16:34 Prófessor í stjórnmálafræði telur ólíklegt að David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, segi af sér vegna upplýsinga sem koma fram í Panama-skjölunum um tengsl fjölskyldu hans við aflandsfélög í skattaskjólum. Mál hans líkist máli Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra meira en máli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi forsætisráðherra. Cameron hefur verið undir miklum þrýstingi síðan Panama-skjölin voru birt síðastliðinn sunnudag. Þúsundir mótmæltu á götum úti í London í gær og kröfðust þess að hann segði af sér. Auk þess sem fjölmiðlar um allan heim hafa fjallað um tengsl fjölskyldu hans við aflandsfélög.Sjá einnig: Bjarni átti í félagi sem skráð var á Seychelles-eyjumEiríkur Bergmann. Vísir/Hörður SveinssonEiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor segir ólíklegt að breski ráðherrann muni segja af sér. „Ekkert af því sem enn hefur gerst bendir til þess að hann muni segja af sér. Hann er náttúrlega líka í þeirri stöðu að hann hefur lýst því yfir að hann æski ekki endurkjörs. Þannig að hann er ekki í neinni þannig stöðu. Það er heldur ekki þannig að hans eigin flokksfélagar séu að kalla eftir því né stjórnarandstaðan ekkert sérstaklega ákaft heldur. Þetta er miklu frekar það að hann stendur veikari eftir sem forsætisráðherra Bretlands heldur hann hefur gert hingað til. En á þessari stundu er ekkert sem bendir til þess að hann ætli að víkja eða að hann verði neyddur til þess,“ segir Eiríkur. Hann segir mál Camerons töluvert ólíkt máli Sigmundar Davíðs og eiginkonu hans Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur. „Þau eru auðvitað töluvert mikið frábrugðin. Breski forsætisráðherrann er ekki sakaður um að það hafi verið óeðlileg hagsmunatengsl eða neitt því um líkt. Umfangið er líka töluvert mikið minna. Sumpart er þetta kannski miklu svipaðra stöðu fjármálaráðherrans hér hjá okkur. Það er nær hans stöðu heldur en forsætisráðherrans okkar. Þannig að það er auðvitað eðlis ólíkt.“ Cameron hefur nú birt skattframtöl sín til að sýna fram á að hann hafi ekkert að fela og að hann hafi ekki skotið undan skatti. Spurður hvort Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra eigi að grípa til svipaðra aðgerða til að endurheimta traust almennings segist Eiríkur ekki ætla að veita honum nein sérstök ráð. „Hann verður að finna út úr því sjálfur. Og auðvitað er það spursmál hversu langt eigi að ganga í upplýsingagjöf um einkamálefni fólks. Það er greinilega komin upp krafa um að stjórnmálamenn opinberi upplýsingar í ríkari mæli heldur en ætlast er til af almenningi og það krefst alveg sérstakrar umræðu hversu langt við eigum að ganga í þeim efnum.“ Panama-skjölin Tengdar fréttir Mótmæla við Downing stræti 10 að íslenskri fyrirmynd „Íslendingar sættu sig ekki við spilltan forsætisráðherra og við ættum ekki að gera það heldur.“ 8. apríl 2016 11:24 Krefjast afsagnar Cameron Mótmælt að íslenskri fyrirmynd. 9. apríl 2016 12:07 Cameron stendur höllum fæti vegna mótmælanna á Íslandi Þúsundir mótmælenda komu saman í Lundúnum í dag til að krefjast afsagnar David Cameron forsætisráðherra landsins vegna tengsla hans við skattaskjól. Stjórnmálafræði-prófessor segir Cameron standa höllum fæti í Bretlandi vegna atburða síðustu daga og mótmælanna á Íslandi. 9. apríl 2016 19:15 Móðir Camerons gaf honum 200 þúsund pund Hefur opinberað skattframtöl sín eftir að hafa verið sakaður um að hafa svikið undan skatti. 10. apríl 2016 11:03 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Prófessor í stjórnmálafræði telur ólíklegt að David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, segi af sér vegna upplýsinga sem koma fram í Panama-skjölunum um tengsl fjölskyldu hans við aflandsfélög í skattaskjólum. Mál hans líkist máli Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra meira en máli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi forsætisráðherra. Cameron hefur verið undir miklum þrýstingi síðan Panama-skjölin voru birt síðastliðinn sunnudag. Þúsundir mótmæltu á götum úti í London í gær og kröfðust þess að hann segði af sér. Auk þess sem fjölmiðlar um allan heim hafa fjallað um tengsl fjölskyldu hans við aflandsfélög.Sjá einnig: Bjarni átti í félagi sem skráð var á Seychelles-eyjumEiríkur Bergmann. Vísir/Hörður SveinssonEiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor segir ólíklegt að breski ráðherrann muni segja af sér. „Ekkert af því sem enn hefur gerst bendir til þess að hann muni segja af sér. Hann er náttúrlega líka í þeirri stöðu að hann hefur lýst því yfir að hann æski ekki endurkjörs. Þannig að hann er ekki í neinni þannig stöðu. Það er heldur ekki þannig að hans eigin flokksfélagar séu að kalla eftir því né stjórnarandstaðan ekkert sérstaklega ákaft heldur. Þetta er miklu frekar það að hann stendur veikari eftir sem forsætisráðherra Bretlands heldur hann hefur gert hingað til. En á þessari stundu er ekkert sem bendir til þess að hann ætli að víkja eða að hann verði neyddur til þess,“ segir Eiríkur. Hann segir mál Camerons töluvert ólíkt máli Sigmundar Davíðs og eiginkonu hans Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur. „Þau eru auðvitað töluvert mikið frábrugðin. Breski forsætisráðherrann er ekki sakaður um að það hafi verið óeðlileg hagsmunatengsl eða neitt því um líkt. Umfangið er líka töluvert mikið minna. Sumpart er þetta kannski miklu svipaðra stöðu fjármálaráðherrans hér hjá okkur. Það er nær hans stöðu heldur en forsætisráðherrans okkar. Þannig að það er auðvitað eðlis ólíkt.“ Cameron hefur nú birt skattframtöl sín til að sýna fram á að hann hafi ekkert að fela og að hann hafi ekki skotið undan skatti. Spurður hvort Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra eigi að grípa til svipaðra aðgerða til að endurheimta traust almennings segist Eiríkur ekki ætla að veita honum nein sérstök ráð. „Hann verður að finna út úr því sjálfur. Og auðvitað er það spursmál hversu langt eigi að ganga í upplýsingagjöf um einkamálefni fólks. Það er greinilega komin upp krafa um að stjórnmálamenn opinberi upplýsingar í ríkari mæli heldur en ætlast er til af almenningi og það krefst alveg sérstakrar umræðu hversu langt við eigum að ganga í þeim efnum.“
Panama-skjölin Tengdar fréttir Mótmæla við Downing stræti 10 að íslenskri fyrirmynd „Íslendingar sættu sig ekki við spilltan forsætisráðherra og við ættum ekki að gera það heldur.“ 8. apríl 2016 11:24 Krefjast afsagnar Cameron Mótmælt að íslenskri fyrirmynd. 9. apríl 2016 12:07 Cameron stendur höllum fæti vegna mótmælanna á Íslandi Þúsundir mótmælenda komu saman í Lundúnum í dag til að krefjast afsagnar David Cameron forsætisráðherra landsins vegna tengsla hans við skattaskjól. Stjórnmálafræði-prófessor segir Cameron standa höllum fæti í Bretlandi vegna atburða síðustu daga og mótmælanna á Íslandi. 9. apríl 2016 19:15 Móðir Camerons gaf honum 200 þúsund pund Hefur opinberað skattframtöl sín eftir að hafa verið sakaður um að hafa svikið undan skatti. 10. apríl 2016 11:03 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Mótmæla við Downing stræti 10 að íslenskri fyrirmynd „Íslendingar sættu sig ekki við spilltan forsætisráðherra og við ættum ekki að gera það heldur.“ 8. apríl 2016 11:24
Cameron stendur höllum fæti vegna mótmælanna á Íslandi Þúsundir mótmælenda komu saman í Lundúnum í dag til að krefjast afsagnar David Cameron forsætisráðherra landsins vegna tengsla hans við skattaskjól. Stjórnmálafræði-prófessor segir Cameron standa höllum fæti í Bretlandi vegna atburða síðustu daga og mótmælanna á Íslandi. 9. apríl 2016 19:15
Móðir Camerons gaf honum 200 þúsund pund Hefur opinberað skattframtöl sín eftir að hafa verið sakaður um að hafa svikið undan skatti. 10. apríl 2016 11:03
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda