Körfubolti

Golden State getur enn bætt metið | Myndbönd

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Green átti mjög góðan leik í nótt.
Green átti mjög góðan leik í nótt. vísir/getty
Sex leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt.

Golden State Warriors á enn möguleika á að bæta met Chicago Bulls frá tímabilinu 1995-96 eftir nauman sigur, 99-100, á Memphis Grizzlies.

Þetta var 71. sigur Golden State á tímabilinu en liðið vantar aðeins einn sigur til að jafna met Chicago frá því fyrir 20 árum. Golden State á tvo leiki eftir og með sigri í þeim báðum bætir liðið met Michaels Jordan og félaga.

Draymond Green var atkvæðamestur í liði Golden State með 23 stig og 11 fráköst. Klay Thompson skoraði 20 stig og Stephen Curry skilaði 17 stigum, níu fráköstum og átta stoðsendingum.

Chicago á enn von um að komast í úrslitakeppnina eftir þriggja stiga sigur, 105-102, á Cleveland Cavaliers á heimavelli.

Jimmy Butler var stigahæstur í liði Chicago með 21 stig en LeBron James gerði 33 stig fyrir Cleveland sem mistókst að gulltryggja sér efsta sætið í Austurdeildinni.

Þá vann Sacramento Kings Oklahoma City Thunder, 114-112, í síðasta leiknum í Sleep Train Arena, þar sem Sacramento hefur spilað í tæpa þrjá áratugi. Á næsta tímabili færir liðið sig yfir í Golden 1 Center í miðborg Sacramento.

Darren Collison skoraði 27 stig fyrir Sacramento en hjá Oklahoma bar mest á Kevin Durant sem gerði 31 stig og gaf átta stoðsendingar.

Úrslitin í nótt:

Memphis 99-100 Golden State

Chicago 105-102 Cleveland

Sacramento 114-112 Oklahoma

New Orleans 100-121 Phoenix

Atlanta 118-107 Boston

Portland 105-106 Minnesota

Draymond Green var öflugur LeBron James með kraftmikla troðslu Flottustu tilþrif næturinnar
NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×