Theódór Elmar Bjarnason og félagar í AGF þurftu að sætta sig við tap á heimavelli í botnbaráttuslag á móti Viborg í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.
Viborg vann leikinn 2-1 og náði með því átta stiga forskoti á AGF sem situr áfram í næstneðsta sæti deildarinnar.
Theódór Elmar Bjarnason lék allan leikinn og fékk meðal annars gult spjald í uppbótartíma fyrri hálfleiks.
Serge Déblé (18. mínúta) og Jeppe Curth (58. mínúta) komu Viborg í 2-0 en Jesper Lange minnkaði muninn þrettán mínútum fyrir leikslok.
Stigasöfnunin gengur afar illa þessa dagana hjá Theódóri Elmari og félögum en AGF hefur aðeins náð í eitt stig út úr síðustu fjórum leikjum sínum.
Það er þó engin ástæða til að örvænta því Hobro er enn langneðst með fjórtán stigum minna.
Stigasöfnunin gengur illa hjá Theódóri Elmari og félögum
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“
Íslenski boltinn







Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp
Fótbolti