Segja breskt hagkerfi vaxa meira utan ESB Jón Hákon Halldórsson skrifar 29. apríl 2016 07:00 David Cameron hefur um nokkurra mánaða skeið reynt að fullvissa sitt fólk um að Bretlandi sé betur borgið innan Evrópusambandsins. Í vikunni fékk hann stuðning frá Obama Bandaríkjaforseta. Fréttablaðið/EPA Hagkerfið í Bretlandi yrði tveimur prósentum stærra árið 2020 og fjórum prósentum stærra eftir áratug ef Bretar yfirgæfu Evrópusambandið. Þetta er niðurstaða átta breskra hagfræðinga sem í gær skiluðu skýrslu um áhrif útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Wall Street Journal segir að með þessu séu hagfræðingarnir að bregðast við öðrum skýrslum sem hafi sýnt þveröfuga niðurstöðu. Hagfræðingarnir líkja Evrópusambandinu við garð sem er umlukinn girðingu. Þar séu settir íþyngjandi tollar og reglugerðir í kringum innfluttar vörur og þjónustu. Hagfræðingarnir segja að með því að yfirgefa Evrópusambandið fengi Bretland tækifæri til þess að eiga viðskipti við önnur ríki í heiminum með tollum sem Alþjóðaviðskiptastofnunin ákveður. Staða efnahagsmála er aðalátakapunkturinn í Bretlandi fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu sem fram fer þann 23. júní næstkomandi um það hvort Bretar skuli vera áfram í Evrópusambandinu. David Cameron, forsætisráðherra Breta, er talsmaður þess að Bretar verði áfram í sambandinu. Hann telur að efnahagslegt öryggi Breta sé best tryggt með áframhaldandi aðild. Margir hagfræðingar, til dæmis hagfræðingar á vegum Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, telja að útganga úr ESB yrði skaðleg Bretum. OECD sagði á miðvikudaginn að útganga úr ESB myndi jafnast á við aukaskatt á Breta. Talsmenn útgöngu segja hins vegar að úrsögn úr Evrópusambandinu myndi losa Bretland undan íþyngjandi reglugerðarverki og gera breskum fyrirtækjum kleift að eiga viðskipti við aðila á ört vaxandi markaðssvæðum í heiminum. Patrck Minford, prófessor í hagnýtri hagfræði við Cardiff-háskóla í Wales, er einn af höfundum skýrslunnar. Hann segir í samtali við bandaríska blaðið Wall Street Journal að matvælaverð myndi líklegast lækka í Bretlandi ef Bretar stæðu utan Evrópusambandsins vegna þess að þá myndu innflutningstollar minnka. Hagfræðingurinn Rogert Bootle bætir við að talsmenn aðildar að Evrópusambandinu ofmeti ábatann af aðild. Hann bendir á að staða efnahagsmála innan Evrópusambandsins hafi verið slæm undanfarin misseri. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, sagði í síðustu viku að erfiðara yrði fyrir Breta að ná fríverslunarsamningi við Bandaríkin ef Bretar yfirgæfu ESB.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 29. apríl. Brexit Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Sjá meira
Hagkerfið í Bretlandi yrði tveimur prósentum stærra árið 2020 og fjórum prósentum stærra eftir áratug ef Bretar yfirgæfu Evrópusambandið. Þetta er niðurstaða átta breskra hagfræðinga sem í gær skiluðu skýrslu um áhrif útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Wall Street Journal segir að með þessu séu hagfræðingarnir að bregðast við öðrum skýrslum sem hafi sýnt þveröfuga niðurstöðu. Hagfræðingarnir líkja Evrópusambandinu við garð sem er umlukinn girðingu. Þar séu settir íþyngjandi tollar og reglugerðir í kringum innfluttar vörur og þjónustu. Hagfræðingarnir segja að með því að yfirgefa Evrópusambandið fengi Bretland tækifæri til þess að eiga viðskipti við önnur ríki í heiminum með tollum sem Alþjóðaviðskiptastofnunin ákveður. Staða efnahagsmála er aðalátakapunkturinn í Bretlandi fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu sem fram fer þann 23. júní næstkomandi um það hvort Bretar skuli vera áfram í Evrópusambandinu. David Cameron, forsætisráðherra Breta, er talsmaður þess að Bretar verði áfram í sambandinu. Hann telur að efnahagslegt öryggi Breta sé best tryggt með áframhaldandi aðild. Margir hagfræðingar, til dæmis hagfræðingar á vegum Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, telja að útganga úr ESB yrði skaðleg Bretum. OECD sagði á miðvikudaginn að útganga úr ESB myndi jafnast á við aukaskatt á Breta. Talsmenn útgöngu segja hins vegar að úrsögn úr Evrópusambandinu myndi losa Bretland undan íþyngjandi reglugerðarverki og gera breskum fyrirtækjum kleift að eiga viðskipti við aðila á ört vaxandi markaðssvæðum í heiminum. Patrck Minford, prófessor í hagnýtri hagfræði við Cardiff-háskóla í Wales, er einn af höfundum skýrslunnar. Hann segir í samtali við bandaríska blaðið Wall Street Journal að matvælaverð myndi líklegast lækka í Bretlandi ef Bretar stæðu utan Evrópusambandsins vegna þess að þá myndu innflutningstollar minnka. Hagfræðingurinn Rogert Bootle bætir við að talsmenn aðildar að Evrópusambandinu ofmeti ábatann af aðild. Hann bendir á að staða efnahagsmála innan Evrópusambandsins hafi verið slæm undanfarin misseri. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, sagði í síðustu viku að erfiðara yrði fyrir Breta að ná fríverslunarsamningi við Bandaríkin ef Bretar yfirgæfu ESB.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 29. apríl.
Brexit Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Sjá meira