Trump kynnir utanríkisstefnu sína: Hagsmunir og öryggi Bandaríkjanna ávallt ofar öllu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. apríl 2016 23:09 Trump ætlar að sigra ISIS, endurskoða samstarf við helstu bandmenn og krefjast þess að þau ríki sem njóti verndar Bandaríkjanna greiði sjálf fyrir hana. Vísir/Getty Donald Trump kynnti í dag þá utanríkisstefnu sem hann hyggst starfa eftir verði hann kjörinn forseti Bandaríkjanna. Lofaði hann því að hagsmunir og öryggi Bandaríkjanna yrðu ávallt ofan á þegar ákvarðanir væru teknar. Lofaði Trump því m.a. að hann myndi „bjarga mannkyninu“ og að að hann myndi laga utanríkisstefnu Bandaríkjanna sem hann sagði hafa ryðgað frá lokum Kalda stríðsins. Var þetta í fyrsta sinn sem Trump lagði fram raunverulega stefnu í einum stærsta málaflokki sem forseti Bandaríkjanna þarf að glíma við. Athygli vakti að hinn hefðbundni og þrasgjarni ræðustíll Trump vék fyrir mun yfirvegaðri ræðustíl á meðan Trump fór yfir stefnumál sín í utanríkismálum. Gagnrýndi hann núverandi stefnu Barack Obama Bandaríkjaforseta í málefnum Mið-Austurlanda harðlega og sagði hana hafa verið „fullkomið stórslys“. Sagði hann stefnu Obama hafa verið algjörlega stefnulausa og tengdi hann Hillary Clinton, sem líklega verður mótframbjóðandi Trump í forsetakosningunum, við stefnuna en Clinton gegndi um hríð embætti utanríkisráðherra í ríkisstjórn Obama. Lofaði Trump því að hann myndi ávallt setja hagsmuni og öryggi Bandaríkjanna ofar öllu en titill utanríkisstefnu Trump ber nafnið „America First“. Lagði Trump áherslu á að hann myndi auka styrk Bandaríkjanna á alþjóðavísu og að Bandaríkin myndu koma á friði í heiminum með styrk sínum.Hvað sagði Trump um ISIS?Trump sagði að næði hann kjöri yrðu dagar ISIS fljótlega taldir en hann vildi ekki segja hvernig eða hvenær það yrði gert. Sagði hann að Bandaríkin yrðu að koma í veg fyrir útbreiðslu róttækrar múhameðstrúar og að það myndi verða gert í náinni samvinnu við bandamenn Bandaríkjanna í Mið-Austurlöndum.Um NATO og aðra bandamenn?Trump hyggst sækjast eftir því að halda viðræður við bandamenn Bandaríkjanna innan NATO með það fyrir augum að endurskipuleggja starfsemi og skipulag bandalagsins. Þá þyrftu aðrir bandamenn að leggja meira af mörkum til fjármögnunar bandalagsins. Sagði hann þau ríki sem nytu verndar af hálfu Bandaríkjanna yrðu að greiða fyrir þá vernd ella þyrftu þau að sjá um sínar varnir sjálfar. Þá sagðist hann ætla að ræða við Rússland og hvort hægt væri að finna grundvöll fyrir aukinni samvinnu. Einnig ætlar hann að sýna aukna hörku í samskiptum við Kína en Trump talaði um að Kínverjar væru að missa alla virðingu fyrir Bandaríkjunum.Trump var gagnrýndur fyrir framburð sinn á nafni Tanzaníu.Trump farinn að horfa til kosninganna í nóvemberAllar líkur eru á því að Trump hljóti útnefningu Repúblikana-flokksins eftir að hann fór með sigur af hólmi í öllum þeim fimm ríkjum Bandaríkjanna sem héldu forvöl í gær um hvert næsta forsetaefni Repúblikana eigi að vera. Trump hefur nú þegar tryggt sér stuðning 967 kjörmanna af þeim 1.237 sem til þarf. Hefur hann því nú í auknum mæli hafið undirbúning að kosningabaráttu sinni fyrir forsetakosningarnar sjálfar sem fara fram í nóvember líkt. Alls eiga Repúblikanar eftir að ganga að kjörborðum í tíu ríkjum Bandaríkjanna. Næstu forkosningar fara fram 3. maí næstkomandi í Indiana-ríki en forkosningunum lýkur þann 7. júní þegar kosið verður í fimm ríkjum. Donald Trump Forsetakosningar 2016 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Sjá meira
Donald Trump kynnti í dag þá utanríkisstefnu sem hann hyggst starfa eftir verði hann kjörinn forseti Bandaríkjanna. Lofaði hann því að hagsmunir og öryggi Bandaríkjanna yrðu ávallt ofan á þegar ákvarðanir væru teknar. Lofaði Trump því m.a. að hann myndi „bjarga mannkyninu“ og að að hann myndi laga utanríkisstefnu Bandaríkjanna sem hann sagði hafa ryðgað frá lokum Kalda stríðsins. Var þetta í fyrsta sinn sem Trump lagði fram raunverulega stefnu í einum stærsta málaflokki sem forseti Bandaríkjanna þarf að glíma við. Athygli vakti að hinn hefðbundni og þrasgjarni ræðustíll Trump vék fyrir mun yfirvegaðri ræðustíl á meðan Trump fór yfir stefnumál sín í utanríkismálum. Gagnrýndi hann núverandi stefnu Barack Obama Bandaríkjaforseta í málefnum Mið-Austurlanda harðlega og sagði hana hafa verið „fullkomið stórslys“. Sagði hann stefnu Obama hafa verið algjörlega stefnulausa og tengdi hann Hillary Clinton, sem líklega verður mótframbjóðandi Trump í forsetakosningunum, við stefnuna en Clinton gegndi um hríð embætti utanríkisráðherra í ríkisstjórn Obama. Lofaði Trump því að hann myndi ávallt setja hagsmuni og öryggi Bandaríkjanna ofar öllu en titill utanríkisstefnu Trump ber nafnið „America First“. Lagði Trump áherslu á að hann myndi auka styrk Bandaríkjanna á alþjóðavísu og að Bandaríkin myndu koma á friði í heiminum með styrk sínum.Hvað sagði Trump um ISIS?Trump sagði að næði hann kjöri yrðu dagar ISIS fljótlega taldir en hann vildi ekki segja hvernig eða hvenær það yrði gert. Sagði hann að Bandaríkin yrðu að koma í veg fyrir útbreiðslu róttækrar múhameðstrúar og að það myndi verða gert í náinni samvinnu við bandamenn Bandaríkjanna í Mið-Austurlöndum.Um NATO og aðra bandamenn?Trump hyggst sækjast eftir því að halda viðræður við bandamenn Bandaríkjanna innan NATO með það fyrir augum að endurskipuleggja starfsemi og skipulag bandalagsins. Þá þyrftu aðrir bandamenn að leggja meira af mörkum til fjármögnunar bandalagsins. Sagði hann þau ríki sem nytu verndar af hálfu Bandaríkjanna yrðu að greiða fyrir þá vernd ella þyrftu þau að sjá um sínar varnir sjálfar. Þá sagðist hann ætla að ræða við Rússland og hvort hægt væri að finna grundvöll fyrir aukinni samvinnu. Einnig ætlar hann að sýna aukna hörku í samskiptum við Kína en Trump talaði um að Kínverjar væru að missa alla virðingu fyrir Bandaríkjunum.Trump var gagnrýndur fyrir framburð sinn á nafni Tanzaníu.Trump farinn að horfa til kosninganna í nóvemberAllar líkur eru á því að Trump hljóti útnefningu Repúblikana-flokksins eftir að hann fór með sigur af hólmi í öllum þeim fimm ríkjum Bandaríkjanna sem héldu forvöl í gær um hvert næsta forsetaefni Repúblikana eigi að vera. Trump hefur nú þegar tryggt sér stuðning 967 kjörmanna af þeim 1.237 sem til þarf. Hefur hann því nú í auknum mæli hafið undirbúning að kosningabaráttu sinni fyrir forsetakosningarnar sjálfar sem fara fram í nóvember líkt. Alls eiga Repúblikanar eftir að ganga að kjörborðum í tíu ríkjum Bandaríkjanna. Næstu forkosningar fara fram 3. maí næstkomandi í Indiana-ríki en forkosningunum lýkur þann 7. júní þegar kosið verður í fimm ríkjum.
Donald Trump Forsetakosningar 2016 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Sjá meira