Ungt fólk og eldri borgarar helstu stuðningsmenn Ólafs Ragnars Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. apríl 2016 21:35 Ólafur Ragnar nýtur mikils stuðnings meðal þeirra yngstu og elstu. Vísir/Anton Brink Ungt fólk og eldri borgarar eru helstu stuðningsmenn Ólafs Ragnars Grímssonar ef marka má nýja skoðanakönnun MMR um fylgi forsetaframbjóðenda sem greint var frá í dag. Sé litið til aldursskiptingar kemur í ljós að 56 prósent þeirra sem tóku afstöðu á aldrinum 18-29 ára myndu kjósa Ólaf Ragnar væri gengið til forsetakosninga í dag. Þá segjast 63,2 prósent þeirra sem tóku afstöðu á aldrinum 68 ára og eldri myndu kjósa Ólaf Ragnar. Stuðningur fólks á aldrinum 30-49 ára og 50-67 ára við Ólaf Ragnar mælist hins vegar minni en á meðal yngsta og elsta aldursbilsins, 51,2 prósent þeirra sem eru á aldrinum 30-49 ára myndu kjósa Ólaf Ragnar en 47,3 prósent þeirra sem eru á aldursbilinu 50-67 ára. Er þessu öfugt farið hjá Andra Snæ Magnasyni en helstu stuðningsmenn hans eru á aldursbilunum 30-49 ára (29,1%) og 50-67 (27,6%) ef marka má skoðanakönnun MMR. Andri nýtur minnst fylgis meðal 68 ára og eldri eða 19,6 prósent. Sé litið á þá flokka sem MMR notar til þess að greina niðurstöður könnunarinnar sést að Ólafur Ragnar leiðir í öllum flokkum nema tveimur en Andri Snær nýtur mest fylgis allra frambjóðanda meðal þeirra sem eru með mesta menntun og meðal þeirra sem starfa sem sérfræðingar.Líkt og kom fram á Vísi í dag nýtur Ólafur Ragnar Grímsson langmests stuðnings landsmanna samkvæmt könnunni, mælist hann með 52,6 prósent fylgi. Andri Snær Magnason er sá sem næst komst Ólafi og mælist með 29,4 prósenta fylgi. Halla Tómasdóttir mældist með 8,8 prósenta fylgi en fylgi annarra frambjóðenda mældist undir 2 prósentum. Alls tóku 953 þátt í könnuninni sem gerð var dagana 22. til 26. apríl síðastliðinn. Forsetakosningar 2016 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Sjá meira
Ungt fólk og eldri borgarar eru helstu stuðningsmenn Ólafs Ragnars Grímssonar ef marka má nýja skoðanakönnun MMR um fylgi forsetaframbjóðenda sem greint var frá í dag. Sé litið til aldursskiptingar kemur í ljós að 56 prósent þeirra sem tóku afstöðu á aldrinum 18-29 ára myndu kjósa Ólaf Ragnar væri gengið til forsetakosninga í dag. Þá segjast 63,2 prósent þeirra sem tóku afstöðu á aldrinum 68 ára og eldri myndu kjósa Ólaf Ragnar. Stuðningur fólks á aldrinum 30-49 ára og 50-67 ára við Ólaf Ragnar mælist hins vegar minni en á meðal yngsta og elsta aldursbilsins, 51,2 prósent þeirra sem eru á aldrinum 30-49 ára myndu kjósa Ólaf Ragnar en 47,3 prósent þeirra sem eru á aldursbilinu 50-67 ára. Er þessu öfugt farið hjá Andra Snæ Magnasyni en helstu stuðningsmenn hans eru á aldursbilunum 30-49 ára (29,1%) og 50-67 (27,6%) ef marka má skoðanakönnun MMR. Andri nýtur minnst fylgis meðal 68 ára og eldri eða 19,6 prósent. Sé litið á þá flokka sem MMR notar til þess að greina niðurstöður könnunarinnar sést að Ólafur Ragnar leiðir í öllum flokkum nema tveimur en Andri Snær nýtur mest fylgis allra frambjóðanda meðal þeirra sem eru með mesta menntun og meðal þeirra sem starfa sem sérfræðingar.Líkt og kom fram á Vísi í dag nýtur Ólafur Ragnar Grímsson langmests stuðnings landsmanna samkvæmt könnunni, mælist hann með 52,6 prósent fylgi. Andri Snær Magnason er sá sem næst komst Ólafi og mælist með 29,4 prósenta fylgi. Halla Tómasdóttir mældist með 8,8 prósenta fylgi en fylgi annarra frambjóðenda mældist undir 2 prósentum. Alls tóku 953 þátt í könnuninni sem gerð var dagana 22. til 26. apríl síðastliðinn.
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Sjá meira