Bandaríkjamaðurinn Erik Olson hefur ákveðið að hætta þjálfun FSu en hann hefur verið með liðið undanfarin fjögur ár. Olson er ekki á förum frá Íslandi, allavega ekki strax.
„Ég verð þó áfram á Íslandi og er spenntur fyrir sumrinu með U20 ára landsliði Íslands og spenntur fyrir því hvaða tækifæri skjóti upp kollinum næst og hvar," sagði Erik Olson í samtali við Karfan.is.
Erik Olson byggði upp flott körfuboltalið á Selfossi sem vann sér sæti í Domino´s deildinni á hans þriðja árið. Liðið átti frábært undirbúningstímabil en varð á endanum að sætta sig við fall í 1. deildina.
„Ég stíg stoltur frá borði hjá FSu og stoltur af þeim hlutum sem við náðum að afreka, “ sagði Olson í fyrrnefndu viðtali við karfan.is.
FSu bætti sigurhlutfall og/eða sæti sitt á fyrstu þremur árum liðsins undir stjórn Erik Olson en liðið náði bara að vinna 3 af 22 leikjum í Domino´s deildinni í vetur.
Þar munaði mestu um það að FSu-liðið vann ekki einn einasta heimaleik allt tímabilið sem er allt annað en vænlegt til árangurs fyrir nýliða í úrvalsdeildinni.
Erik Olson hættur með FSU en verður áfram á Íslandi
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

„Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“
Körfubolti


„Ég kom til Íslands með eitt markmið“
Körfubolti



„Við gátum ekki farið mikið neðar“
Íslenski boltinn



Hamar jafnaði einvígið með stórsigri
Körfubolti
