Er betra að veifa röngu tré en öngu? Erna Bjarnadóttir skrifar 28. apríl 2016 07:00 Þann 20. apríl sl. birtist í Fréttablaðinu grein eftir Jóhannes Gunnarsson, formann Neytendasamtakanna, og Guðjón Sigurbjartsson viðskiptafræðing um mögulega lækkun verðs á tilteknum matvælum við afnám tolla. Efni greinarinnar er slíkt að gera verður alvarlegar athugasemdir við það. Greinarhöfundar leggja upp með að bera saman verð á nokkrum vörutegundum út úr búð (Bónus) í febrúar 2016 við það sem myndi gerast væri innflutningur þeirra tollfrjáls. Svo vill til að úr innflutningsskýrslum Hagstofu Íslands má lesa innkaupsverð á sambærilegum vörum komnum á hafnarbakka í Reykjavík auk þess sem íslenska tollskráin er aðgengileg á vef tollstjóra. Þar má með einföldum hætti sjá hver raunverulegur tollur er og bera saman við niðurstöður þeirra félaga.Útreikningar sem standast ekki skoðun Notast er við tolla á vörur sem koma frá ESB en almennt er þar 18% verðtollur en mismunandi magntollur. Fyrir nautalund er reiknað með tolli samkvæmt opnum tollkvóta. Innkaupsverð er meðal cif-verð á kg fyrstu tvo mánuði ársins samkvæmt skýrslum Hagstofunnar. Meðfylgjandi tafla sýnir þennan samanburð fyrir þær vörur sem Jóhannes og Guðjón birta í sinni grein og hægt er að finna nokkuð nákvæmlega sambærilegar vörur í innflutningi. Því miður var ekki hægt að aðgreina beikon frá öðrum vörum né heldur eru fluttar inn svínakótelettur þessa fyrstu tvo mánuði. Sama vandamál á við ost. Þá er innflutningur á hráum eggjum ekki leyfður vegna heilbrigðiskrafna.Niðurstaðan er í stuttu máli sú að greinarhöfundar halda því fram að verð á þessum vörum myndi lækka meira og í sumum tilfellum mun meira en nemur tollum á þessar vörur í dag. Undantekning er heill kjúklingur. En þess ber að geta varðandi verð á innfluttum vörum að í öllum tilfellum er um frystar afurðir að ræða en í grein þeirra Jóhannesar og Guðjóns er verð á íslenskum vörum greinilega miðað við ferskar afurðir. Allir vita að ferskur kjúklingur er dýrari en frystur, bæði heill og bringur. Þá er ekkert tekið fram um vatnsinnihald.Rangar fullyrðingar um lækkun matarverðs Það er mat OECD að enginn markaðsstuðningur sé við kindakjötsframleiðslu á Íslandi, með öðrum orðum engin virk tollvernd. Fullyrðingar um að ná megi fram verulegri verðlækkun með afnámi tollverndar eiga sér því ekki stoð í raunveruleikanum. Þessu til stuðnings má einnig benda á að innfluttar matvörur sem ekki bera tolla eru samkvæmt verðsamanburði Eurostat einna dýrastar hér á landi samanborið við önnur Evrópulönd, s.s. ávextir og kornmeti.Hver er álagning innflutningsaðila? Standist fullyrðingar Jóhannesar og Guðjóns um verðmun á innfluttum og innlendum afurðum er niðurstaðan augljós. Tollverndin sem í gildi er er svo lág að þessar vörur ættu að vera fluttar inn nú þegar í stórum stíl. Væri þá ekki sæmra að beina spjótum sínum að innflutningsaðilum og spyrja hvort þeir geti ekki nú þegar boðið innfluttar vörur á hagstæðara verði í stað þessa að hjala í kjöltu þeirra? Virk umræða um matvælaverð er af hinu góða og í raun nauðsynleg. Það er hins vegar ekki boðlegt að bera fram villandi og rangar upplýsingar eins og gert er í umræddri grein. Það er nefnilega ekki þannig að betra sé að veifa röngu tré en öngu.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Þann 20. apríl sl. birtist í Fréttablaðinu grein eftir Jóhannes Gunnarsson, formann Neytendasamtakanna, og Guðjón Sigurbjartsson viðskiptafræðing um mögulega lækkun verðs á tilteknum matvælum við afnám tolla. Efni greinarinnar er slíkt að gera verður alvarlegar athugasemdir við það. Greinarhöfundar leggja upp með að bera saman verð á nokkrum vörutegundum út úr búð (Bónus) í febrúar 2016 við það sem myndi gerast væri innflutningur þeirra tollfrjáls. Svo vill til að úr innflutningsskýrslum Hagstofu Íslands má lesa innkaupsverð á sambærilegum vörum komnum á hafnarbakka í Reykjavík auk þess sem íslenska tollskráin er aðgengileg á vef tollstjóra. Þar má með einföldum hætti sjá hver raunverulegur tollur er og bera saman við niðurstöður þeirra félaga.Útreikningar sem standast ekki skoðun Notast er við tolla á vörur sem koma frá ESB en almennt er þar 18% verðtollur en mismunandi magntollur. Fyrir nautalund er reiknað með tolli samkvæmt opnum tollkvóta. Innkaupsverð er meðal cif-verð á kg fyrstu tvo mánuði ársins samkvæmt skýrslum Hagstofunnar. Meðfylgjandi tafla sýnir þennan samanburð fyrir þær vörur sem Jóhannes og Guðjón birta í sinni grein og hægt er að finna nokkuð nákvæmlega sambærilegar vörur í innflutningi. Því miður var ekki hægt að aðgreina beikon frá öðrum vörum né heldur eru fluttar inn svínakótelettur þessa fyrstu tvo mánuði. Sama vandamál á við ost. Þá er innflutningur á hráum eggjum ekki leyfður vegna heilbrigðiskrafna.Niðurstaðan er í stuttu máli sú að greinarhöfundar halda því fram að verð á þessum vörum myndi lækka meira og í sumum tilfellum mun meira en nemur tollum á þessar vörur í dag. Undantekning er heill kjúklingur. En þess ber að geta varðandi verð á innfluttum vörum að í öllum tilfellum er um frystar afurðir að ræða en í grein þeirra Jóhannesar og Guðjóns er verð á íslenskum vörum greinilega miðað við ferskar afurðir. Allir vita að ferskur kjúklingur er dýrari en frystur, bæði heill og bringur. Þá er ekkert tekið fram um vatnsinnihald.Rangar fullyrðingar um lækkun matarverðs Það er mat OECD að enginn markaðsstuðningur sé við kindakjötsframleiðslu á Íslandi, með öðrum orðum engin virk tollvernd. Fullyrðingar um að ná megi fram verulegri verðlækkun með afnámi tollverndar eiga sér því ekki stoð í raunveruleikanum. Þessu til stuðnings má einnig benda á að innfluttar matvörur sem ekki bera tolla eru samkvæmt verðsamanburði Eurostat einna dýrastar hér á landi samanborið við önnur Evrópulönd, s.s. ávextir og kornmeti.Hver er álagning innflutningsaðila? Standist fullyrðingar Jóhannesar og Guðjóns um verðmun á innfluttum og innlendum afurðum er niðurstaðan augljós. Tollverndin sem í gildi er er svo lág að þessar vörur ættu að vera fluttar inn nú þegar í stórum stíl. Væri þá ekki sæmra að beina spjótum sínum að innflutningsaðilum og spyrja hvort þeir geti ekki nú þegar boðið innfluttar vörur á hagstæðara verði í stað þessa að hjala í kjöltu þeirra? Virk umræða um matvælaverð er af hinu góða og í raun nauðsynleg. Það er hins vegar ekki boðlegt að bera fram villandi og rangar upplýsingar eins og gert er í umræddri grein. Það er nefnilega ekki þannig að betra sé að veifa röngu tré en öngu.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun