Guðni lætur tímann vinna með sér Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. apríl 2016 15:23 Guðni Th. Jóhannesson, sagnfræðingur. vísir/gva Guðni Th. Jóhannesson, sagnfræðingur, segist ekki vera búinn að taka ákvörðun um hvort hann hyggist bjóða sig fram til forseta Íslands en býst við því að gefa svar fyrr en seinna. Hann hefur boðað til fundar í Snorrastofu í Reykholti í kvöld þar sem hann mun flytja erindi undir yfirskriftinni „Forsetar Íslands að fornu og nýju. Átök og álitamál.“ Aðspurður segist Guðni ekki ætla að gefa neitt upp um mögulegt framboð í kvöld; hann sé einungis að fara að tala um bók um forsetaembættið sem hann er að leggja lokahönd á en hann hefur meðal annars setið við skriftir uppi í Reykholti. Guðni segist ekki vera að láta gera neina könnun um stuðning við mögulegt framboð, en segist vita „af fólki sem er að gera könnun.“ „Kannanir eru góður þjónn en harður húsbóndi. Menn geta aldrei látið kannanir ráða því sem þeir ákveða þó ekki nema vegna þess að þær segja ekki til um hug fólks í framtíðinni,“ segir Guðni í samtali við Vísi.En ertu að bíða eftir niðurstöðum úr slíkri könnun? „Nei, ég er ekki að bíða eftir því. Ég er bara að láta tímann vinna með mér, það liggur ekkert á. Það var nú í forsetakjörinu 1996 sem Ólafur Ragnar lá undir feldi mánuðum saman og nánir samstarfsmenn hans ítrekuðu að hann tæki aldrei ákvarðanir í skyndingu,“ segir Guðni.Ert þú þannig maður, tekur aldrei ákvarðanir í skyndingu? „Ég get ákveðið mig á svipstundu ef þarf en hafi ég tíma nýti ég hann eins og allir skynsamir menn, Ólafur Ragnar þar meðtalinn,“ segir Guðni. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Guðni Th enn undir feldi: „Þeir eru margir núna sem hvetja mig fram“ Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur hefur enn ekki tekið ákvörðun um forsetaframboð en var nánast ákveðinn í að gera það rétt áður en að Ólafur Ragnar tilkynnti um endurframboð sitt. 24. apríl 2016 10:58 Guðni er enn að íhuga framboð: Segist ekki kunna við klækjabrögð Ólafs „Veit ég var búinn að lofa að koma undan feldi í sumarbyrjun en það fyrsta sem ég sá þegar ég gægðist út var Ólafur Ragnar Grímsson.“ 21. apríl 2016 13:34 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Næsta lægð væntanleg á morgun Veður Fleiri fréttir Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, sagnfræðingur, segist ekki vera búinn að taka ákvörðun um hvort hann hyggist bjóða sig fram til forseta Íslands en býst við því að gefa svar fyrr en seinna. Hann hefur boðað til fundar í Snorrastofu í Reykholti í kvöld þar sem hann mun flytja erindi undir yfirskriftinni „Forsetar Íslands að fornu og nýju. Átök og álitamál.“ Aðspurður segist Guðni ekki ætla að gefa neitt upp um mögulegt framboð í kvöld; hann sé einungis að fara að tala um bók um forsetaembættið sem hann er að leggja lokahönd á en hann hefur meðal annars setið við skriftir uppi í Reykholti. Guðni segist ekki vera að láta gera neina könnun um stuðning við mögulegt framboð, en segist vita „af fólki sem er að gera könnun.“ „Kannanir eru góður þjónn en harður húsbóndi. Menn geta aldrei látið kannanir ráða því sem þeir ákveða þó ekki nema vegna þess að þær segja ekki til um hug fólks í framtíðinni,“ segir Guðni í samtali við Vísi.En ertu að bíða eftir niðurstöðum úr slíkri könnun? „Nei, ég er ekki að bíða eftir því. Ég er bara að láta tímann vinna með mér, það liggur ekkert á. Það var nú í forsetakjörinu 1996 sem Ólafur Ragnar lá undir feldi mánuðum saman og nánir samstarfsmenn hans ítrekuðu að hann tæki aldrei ákvarðanir í skyndingu,“ segir Guðni.Ert þú þannig maður, tekur aldrei ákvarðanir í skyndingu? „Ég get ákveðið mig á svipstundu ef þarf en hafi ég tíma nýti ég hann eins og allir skynsamir menn, Ólafur Ragnar þar meðtalinn,“ segir Guðni.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Guðni Th enn undir feldi: „Þeir eru margir núna sem hvetja mig fram“ Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur hefur enn ekki tekið ákvörðun um forsetaframboð en var nánast ákveðinn í að gera það rétt áður en að Ólafur Ragnar tilkynnti um endurframboð sitt. 24. apríl 2016 10:58 Guðni er enn að íhuga framboð: Segist ekki kunna við klækjabrögð Ólafs „Veit ég var búinn að lofa að koma undan feldi í sumarbyrjun en það fyrsta sem ég sá þegar ég gægðist út var Ólafur Ragnar Grímsson.“ 21. apríl 2016 13:34 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Næsta lægð væntanleg á morgun Veður Fleiri fréttir Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Sjá meira
Guðni Th enn undir feldi: „Þeir eru margir núna sem hvetja mig fram“ Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur hefur enn ekki tekið ákvörðun um forsetaframboð en var nánast ákveðinn í að gera það rétt áður en að Ólafur Ragnar tilkynnti um endurframboð sitt. 24. apríl 2016 10:58
Guðni er enn að íhuga framboð: Segist ekki kunna við klækjabrögð Ólafs „Veit ég var búinn að lofa að koma undan feldi í sumarbyrjun en það fyrsta sem ég sá þegar ég gægðist út var Ólafur Ragnar Grímsson.“ 21. apríl 2016 13:34