Bora dýpstu holu Íslands - hittu síðast í glóandi kviku Kristján Már Unnarsson skrifar 26. apríl 2016 18:45 Samningar voru undirritaðir í dag um borun dýpstu og heitustu borholu á Íslandi. Með þessu alþjóðlega djúpborunarverkefni vonast menn til að margfalda afl hverrar vinnsluholu en samhliða verður einnig borað í Frakklandi. Fyrsta djúpborunin var í Kröflu fyrir sjö árum og þar skorti ekki varmann; hann reyndist raunar of mikill því borkrónan lenti í bráðinni kviku á 2.100 metra dýpi í eldstöðinni sumarið 2009. En nú á að reyna aftur, að þessu sinni á Reykjanesi, og það verður jarðborinn Þór, sá stærsti á landinu, sem nú fær að spreyta sig. Meðan starfsmenn borsins unnu í Svartsengi í dag við að búa hann undir flutning var forstjóri Jarðborana mættur í orkuver HS Orku til að undirrita samning um að bora fimm kílómetra djúpa háhitaholu fyrir á annan milljarð króna. Öll stærstu orkufyrirtæki landsins, ásamt Orkustofnun, taka þátt í verkefninu, sem og fjöldi erlendra vísindasjóða og fyrirtækja. Þannig var fulltrúi Statoil við undirritunina. Þá styrkir Evrópusambandið verkefnið um 1,3 milljarða króna en heildarkostnaður þess er áætlaður um 2,7 milljarðar króna.Sigurður Sigurðsson, forstjóri Jarðborana, og Ross Beaty, stjórnarformaður HS Orku, handsala samninginn með Ásgeir Margeirsson, forstjóra HS Orku á milli. Carsten Sørlie, verkefnisstjóri hjá Statoil, til vinstri.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Það er ekki bara þessi borun á Reykjanesi. Það eru líka boranir í Frakklandi,“ segir Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku, en fyrirtæki hans leiðir verkefnið. Þannig eigi að kanna hvort framleiða megi orku úr djúplægum jarðhitakerfum. Í Frakklandi vonist menn til að komast niður í 200 stiga hita en hérlendis í 500 stiga hita. Megintilganginn segir Ásgeir að ná meiri orku úr iðrum jarðar, með minni röskun á umhverfi. Meðan venjuleg jarðhitahola sé kannski að gefa af sér fimm megavött í raforku hafi menn áætlað að holan, sem boruð var í kvikuhólfið í Kröflu, hafi verið upp á þrjátíu megavött. „Þannig að það gæti margfaldast afl úr hverri holu. Þannig þurfi færri holur og minna fótspor á yfirborði,“ segir Ásgeir.Jarðborinn Þór í Svartsengi í dag, að hluta kominn niður. Fjær má sjá borholu blása.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Starfsmenn Jarðborana fara nú með borinn Þór í verkefni á Hellisheiði en hefja svo djúpborunina á Reykjanesi síðar í sumar. En eru menn ekkert hræddir um að hitta aftur í glóandi kviku? „Ja, maður veit aldrei nákvæmlega hvað er þarna niðri. Það hefur ekki áður verið farið þangað niður með bor. Það var vissulega óvænt að hitta á kvikuhólf á 2.100 metra dýpi í Kröflu. Við teljum að það sé ekki á Reykjanesi. En hvað svo sem verður, meðal annars það sem gerðist í Kröflu, - í því felast tækifæri sem þarf að skoða.“ Fjallað var um fjölþætta nýtingu jarðvarma Reykjaness á Stöð 2 í fyrra í þættinum Um land allt. Grindavík Orkumál Um land allt Tengdar fréttir Dýpsta borhola á Íslandi Nýtt met hefur verið sett á Íslandi í dýpt borholu. Áhöfnin á jarðbornum Geysi frá Jarðborunum á nýja metið en það tók hana fimm vikur að bora dýpstu holu landsins niður á 3.322 metra dýpi. 11. maí 2008 15:00 Mest lesið Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Neytendur Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Fleiri fréttir Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Sjá meira
Samningar voru undirritaðir í dag um borun dýpstu og heitustu borholu á Íslandi. Með þessu alþjóðlega djúpborunarverkefni vonast menn til að margfalda afl hverrar vinnsluholu en samhliða verður einnig borað í Frakklandi. Fyrsta djúpborunin var í Kröflu fyrir sjö árum og þar skorti ekki varmann; hann reyndist raunar of mikill því borkrónan lenti í bráðinni kviku á 2.100 metra dýpi í eldstöðinni sumarið 2009. En nú á að reyna aftur, að þessu sinni á Reykjanesi, og það verður jarðborinn Þór, sá stærsti á landinu, sem nú fær að spreyta sig. Meðan starfsmenn borsins unnu í Svartsengi í dag við að búa hann undir flutning var forstjóri Jarðborana mættur í orkuver HS Orku til að undirrita samning um að bora fimm kílómetra djúpa háhitaholu fyrir á annan milljarð króna. Öll stærstu orkufyrirtæki landsins, ásamt Orkustofnun, taka þátt í verkefninu, sem og fjöldi erlendra vísindasjóða og fyrirtækja. Þannig var fulltrúi Statoil við undirritunina. Þá styrkir Evrópusambandið verkefnið um 1,3 milljarða króna en heildarkostnaður þess er áætlaður um 2,7 milljarðar króna.Sigurður Sigurðsson, forstjóri Jarðborana, og Ross Beaty, stjórnarformaður HS Orku, handsala samninginn með Ásgeir Margeirsson, forstjóra HS Orku á milli. Carsten Sørlie, verkefnisstjóri hjá Statoil, til vinstri.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Það er ekki bara þessi borun á Reykjanesi. Það eru líka boranir í Frakklandi,“ segir Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku, en fyrirtæki hans leiðir verkefnið. Þannig eigi að kanna hvort framleiða megi orku úr djúplægum jarðhitakerfum. Í Frakklandi vonist menn til að komast niður í 200 stiga hita en hérlendis í 500 stiga hita. Megintilganginn segir Ásgeir að ná meiri orku úr iðrum jarðar, með minni röskun á umhverfi. Meðan venjuleg jarðhitahola sé kannski að gefa af sér fimm megavött í raforku hafi menn áætlað að holan, sem boruð var í kvikuhólfið í Kröflu, hafi verið upp á þrjátíu megavött. „Þannig að það gæti margfaldast afl úr hverri holu. Þannig þurfi færri holur og minna fótspor á yfirborði,“ segir Ásgeir.Jarðborinn Þór í Svartsengi í dag, að hluta kominn niður. Fjær má sjá borholu blása.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Starfsmenn Jarðborana fara nú með borinn Þór í verkefni á Hellisheiði en hefja svo djúpborunina á Reykjanesi síðar í sumar. En eru menn ekkert hræddir um að hitta aftur í glóandi kviku? „Ja, maður veit aldrei nákvæmlega hvað er þarna niðri. Það hefur ekki áður verið farið þangað niður með bor. Það var vissulega óvænt að hitta á kvikuhólf á 2.100 metra dýpi í Kröflu. Við teljum að það sé ekki á Reykjanesi. En hvað svo sem verður, meðal annars það sem gerðist í Kröflu, - í því felast tækifæri sem þarf að skoða.“ Fjallað var um fjölþætta nýtingu jarðvarma Reykjaness á Stöð 2 í fyrra í þættinum Um land allt.
Grindavík Orkumál Um land allt Tengdar fréttir Dýpsta borhola á Íslandi Nýtt met hefur verið sett á Íslandi í dýpt borholu. Áhöfnin á jarðbornum Geysi frá Jarðborunum á nýja metið en það tók hana fimm vikur að bora dýpstu holu landsins niður á 3.322 metra dýpi. 11. maí 2008 15:00 Mest lesið Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Neytendur Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Fleiri fréttir Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Sjá meira
Dýpsta borhola á Íslandi Nýtt met hefur verið sett á Íslandi í dýpt borholu. Áhöfnin á jarðbornum Geysi frá Jarðborunum á nýja metið en það tók hana fimm vikur að bora dýpstu holu landsins niður á 3.322 metra dýpi. 11. maí 2008 15:00