Talsmenn McQueen neita þessum ásökunum og segja vera gjörsamlega fáránlegar ekki geta staðist.
Segist Kendall hafa sent Middleton teikningar af brúðarkjólum nokkrum mánuðum fyrir brúðkaupið, og vill meina að teikningarnar hafi borist til Burton. Middleton hinsvegar þvertekur fyrir að hafa nokkurntíma séð teikningar frá Kendall.
Burton neitar einnig og segist aldrei hafa séð teikningarnar né hafa heyrt minnst á Kendall, fyrr en þegar hún sendir þessa ákæru, þrettán mánuðum eftir brúðkaupið.
Málið er enn í skoðun, þar sem Kendall segist vera fullviss um að teikningum hennar hafi verið stolið og þær notaðar í nafni McQueen.
