Heilbrigðisráðherra segir núverandi greiðsluþátttökukerfi óréttlátt Heimir Már Pétursson skrifar 26. apríl 2016 11:36 Heilbrigðisráðherra segir lítið réttlæti felast í flóknu greiðsluþátttökukerfi sjúklinga sem nú sé við lýði og feli í sér að veikasta fólki geti lent í útgjöldum upp á hrundruð þúsunda. Öryrkjabandalagið þingar í dag frumvarp ráðherrans sem felur í sér breytingar til einföldunar á kerfinu. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur lagt fyrir Alþingi frumvarp um nýtt greiðsluþátttökukerfi í heilbrigðisþjónustunni. Samkvæmt því verður sett hámark á mánaðarlegar greiðslur sjúkratryggðra, heildargreiðslur á hverju ári yrðu aldrei meiri en 95 þúsund krónur og eitthvað lægri til eldri borgara og öryrkja. Í frumvarpinu eru jafnframt ákvæði varðandi þjónustustýringu heilbrigðiskerfisins sem miða að því að heilsugæslan sé að jafnaði fyrsti viðkomustaður sjúklinga. Nýja kerfið mun leiða til aukinnar greiðsluþátttöku hjá sumum hópum sem nota heilbrigðiskerfið lítið en lækka greiðslur þeirra sem þurfa mikið á heilbrigðisþjónustu að halda. „Við getum alveg eins spurt hversu sanngjarnt er það að greiðslukerfi heilbrigðisþjónustunnar skipti tugum. Það hefur enginn heildarsýn yfir það. Við erum með okkar veikasta fólk að lenda í mörg hundruð þúsund króna kostnaði á ári við sjálfsagða heilbrigðisþjónustu. Það er engin sanngirni fólgin í því og það er forgangsatriði í mínum huga að leiðrétt það og bæta stöðu þessa hóps umfram aðra,“ segir Kristján Þór. Breytingarnar muni einnig fela í sér að barnafjölskyldur beri ekki kostnaðinn af nýja kerfinu. Fyrsta skrefið sé að breyta kerfinu sjálfu sem sé flókið og geti leitt til mikils kostnaðar þeirra sem þurfa mikla heilbrigðisþjónustu. „Síðan skulum við ræða næstu skref sem lúta að fjármögnun greiðsluhlutans. Það er næsti áfangi,“ segir heilbrigðisráðherra. Það er náttúrlega þannig að þegar búið er að hækka gjöld er sjaldgæft að þau lækki aftur. Er þetta ekki hækkun sem er komin til að vera? „Nei það er ekkert sjaldséð að gjöld séu lækkuð. Það er langur vegur frá. Ég minni til dæmis á að gjöld sjúklinga fyrir sérfræðiþjónustu í landinu lækkuðu frá því að vera 42 prósent af kostnaði niður í að vera 29 prósent um áramótin 2013/2014. Þannig að það eru fordæmi fyrir slíku,“ segir Kristján Þór. Öryrkjabandalagið hefur boðað til málþings um þessi mál á Nordica hótelinu í dag þar sem kynnt verður skýrsla um heilbrigðiskostnað öryrkja en bandalagið hefur lýst áhyggjum af því að kostnaður sumra þeirra muni aukast með breytingunum. „Ég hef gríðarlegar áhyggjur af því ef velferðarkerfið á íslandi er með þeim hætti að okkar veikasta fólk, okkar veikustu þegnar, eigi það á hættu í óbreyttu kerfi að lenda í hundruð þúsund króna útgjöldum. Þarna er um að ræða tíu þúsund manns í það minnsta,“ segir Kristján Þór Júlíusson. Alþingi Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Fleiri fréttir Bylgjan og Fm957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Sjá meira
Heilbrigðisráðherra segir lítið réttlæti felast í flóknu greiðsluþátttökukerfi sjúklinga sem nú sé við lýði og feli í sér að veikasta fólki geti lent í útgjöldum upp á hrundruð þúsunda. Öryrkjabandalagið þingar í dag frumvarp ráðherrans sem felur í sér breytingar til einföldunar á kerfinu. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur lagt fyrir Alþingi frumvarp um nýtt greiðsluþátttökukerfi í heilbrigðisþjónustunni. Samkvæmt því verður sett hámark á mánaðarlegar greiðslur sjúkratryggðra, heildargreiðslur á hverju ári yrðu aldrei meiri en 95 þúsund krónur og eitthvað lægri til eldri borgara og öryrkja. Í frumvarpinu eru jafnframt ákvæði varðandi þjónustustýringu heilbrigðiskerfisins sem miða að því að heilsugæslan sé að jafnaði fyrsti viðkomustaður sjúklinga. Nýja kerfið mun leiða til aukinnar greiðsluþátttöku hjá sumum hópum sem nota heilbrigðiskerfið lítið en lækka greiðslur þeirra sem þurfa mikið á heilbrigðisþjónustu að halda. „Við getum alveg eins spurt hversu sanngjarnt er það að greiðslukerfi heilbrigðisþjónustunnar skipti tugum. Það hefur enginn heildarsýn yfir það. Við erum með okkar veikasta fólk að lenda í mörg hundruð þúsund króna kostnaði á ári við sjálfsagða heilbrigðisþjónustu. Það er engin sanngirni fólgin í því og það er forgangsatriði í mínum huga að leiðrétt það og bæta stöðu þessa hóps umfram aðra,“ segir Kristján Þór. Breytingarnar muni einnig fela í sér að barnafjölskyldur beri ekki kostnaðinn af nýja kerfinu. Fyrsta skrefið sé að breyta kerfinu sjálfu sem sé flókið og geti leitt til mikils kostnaðar þeirra sem þurfa mikla heilbrigðisþjónustu. „Síðan skulum við ræða næstu skref sem lúta að fjármögnun greiðsluhlutans. Það er næsti áfangi,“ segir heilbrigðisráðherra. Það er náttúrlega þannig að þegar búið er að hækka gjöld er sjaldgæft að þau lækki aftur. Er þetta ekki hækkun sem er komin til að vera? „Nei það er ekkert sjaldséð að gjöld séu lækkuð. Það er langur vegur frá. Ég minni til dæmis á að gjöld sjúklinga fyrir sérfræðiþjónustu í landinu lækkuðu frá því að vera 42 prósent af kostnaði niður í að vera 29 prósent um áramótin 2013/2014. Þannig að það eru fordæmi fyrir slíku,“ segir Kristján Þór. Öryrkjabandalagið hefur boðað til málþings um þessi mál á Nordica hótelinu í dag þar sem kynnt verður skýrsla um heilbrigðiskostnað öryrkja en bandalagið hefur lýst áhyggjum af því að kostnaður sumra þeirra muni aukast með breytingunum. „Ég hef gríðarlegar áhyggjur af því ef velferðarkerfið á íslandi er með þeim hætti að okkar veikasta fólk, okkar veikustu þegnar, eigi það á hættu í óbreyttu kerfi að lenda í hundruð þúsund króna útgjöldum. Þarna er um að ræða tíu þúsund manns í það minnsta,“ segir Kristján Þór Júlíusson.
Alþingi Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Fleiri fréttir Bylgjan og Fm957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Sjá meira