Ólafur Ragnar svarar því ekki hvort réttlætanlegt sé að geyma eignir í skattaskjólum Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 26. apríl 2016 10:34 Ólafur Ragnar hefur ákveðið að gefa kost á sér í sjötta sinn og það vegna óvissunnar sem myndaðist eftir birtingu Panama-skjalanna. Vísir/Anton Brink Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands segir að þakka beri það starf sem unnið hefur verið í kjölfar Panama-lekans. Hann segir upplýsingarnar sem komu í ljós mikilvæga þjónustu við almenning. Þetta kemur fram í skriflegu svari Ólafs við eftirfarandi fyrirspurn Vísis:Hvert er álit Ólafs Ragnars á einstaklingum sem geyma eignir í aflandsfélögum í skattaskjólum? Telur hann það réttlætanlegt? Ólafur svarar ekki fyrirspurninni beint en segist ávallt hafa verið gagnrýninn á kerfi aflandsfélaga. „Ég hef ætíð verið gagnrýninn á kerfi aflandsfélaga og tel að hin mikla aukning þeirra á undanförnum áratugum sé afleiðing þess kerfis á alþjóðlegum fjármálamarkaði sem tók að þróast af krafti uppúr 1980 og hefur svo verið ríkjandi á Vesturlöndum um árabil,“ skrifar Ólafur.Sjá einnig: Ólafur og Dorrit með tengsl við aflandsfélag „Það er mikilvægt að Ísland fylgi umbótum á þessu sviði og nýjum reglum sem OECD og ýmis ríki hafa sett. Upplýsingar úr Panamaskjölunum eru mikilvæg þjónusta við hagsmuni almennings og styrkja nauðsynlegar umbætur á fjármálakerfum. Það starf ber því að þakka." Svarið berst eftir að fregnir bárust þess efnis að Moussaieff-fjölskyldan, tengdafjölskylda forsetans, sé nefnd í Panama-skjölunum. Fjölskylda Dorritar Moussaieff átti aflandsfélagið Lasca Finance Limited, sem er að finna í fyrrnefndum Panama-skjölum. Hvorki Dorrit né Ólafur Ragnar Grímsson, sem neitað hefur því ítrekað að tengjast aflandsfélögum, segjast hafa heyrt um félagið áður. Ólafur Ragnar Grímsson hefur ítrekað neitað því, í kjölfar umfangsmikils gagnaleka frá Mossack Fonseca, að hann eða Dorrit eigi félög á aflandseyjum. Í nýlegu viðtali við CNN þvertók hann fyrir að hann eða fjölskylda hans tengdist slíkum félögum á nokkurn hátt. Hann hyggst bjóða sig fram til forseta í sjötta sinn og rökstuddi það meðal annars þeim rökum að óvissan sem væri uppi eftir birtingu Panama-skjalanna væri svo mikil. Forsetakosningar 2016 Panama-skjölin Tengdar fréttir Ólafur Ragnar orðinn að óvæntri poppstjörnu Tilsvörum hans skeytt saman við 2 Unlimited-smellinn No Limit. 25. apríl 2016 23:32 Ólafur og Dorrit með tengsl við aflandsfélag Félag í eigu fjölskyldu Dorritar er að finna í Panama-skjölunum og skráð á Bresku jómfrúaeyjum. 25. apríl 2016 16:49 Ólafur Ragnar gæti þurft að opna bókhaldið til að forðast Panama-storminn Sérfræðingur í krísustjórnun segir það hafa verið sérkennilegt að sjá forsetann svo afdráttarlausan í viðtali við CNN þar sem hann var spurður um tengsl við aflandsfélög. 25. apríl 2016 20:03 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands segir að þakka beri það starf sem unnið hefur verið í kjölfar Panama-lekans. Hann segir upplýsingarnar sem komu í ljós mikilvæga þjónustu við almenning. Þetta kemur fram í skriflegu svari Ólafs við eftirfarandi fyrirspurn Vísis:Hvert er álit Ólafs Ragnars á einstaklingum sem geyma eignir í aflandsfélögum í skattaskjólum? Telur hann það réttlætanlegt? Ólafur svarar ekki fyrirspurninni beint en segist ávallt hafa verið gagnrýninn á kerfi aflandsfélaga. „Ég hef ætíð verið gagnrýninn á kerfi aflandsfélaga og tel að hin mikla aukning þeirra á undanförnum áratugum sé afleiðing þess kerfis á alþjóðlegum fjármálamarkaði sem tók að þróast af krafti uppúr 1980 og hefur svo verið ríkjandi á Vesturlöndum um árabil,“ skrifar Ólafur.Sjá einnig: Ólafur og Dorrit með tengsl við aflandsfélag „Það er mikilvægt að Ísland fylgi umbótum á þessu sviði og nýjum reglum sem OECD og ýmis ríki hafa sett. Upplýsingar úr Panamaskjölunum eru mikilvæg þjónusta við hagsmuni almennings og styrkja nauðsynlegar umbætur á fjármálakerfum. Það starf ber því að þakka." Svarið berst eftir að fregnir bárust þess efnis að Moussaieff-fjölskyldan, tengdafjölskylda forsetans, sé nefnd í Panama-skjölunum. Fjölskylda Dorritar Moussaieff átti aflandsfélagið Lasca Finance Limited, sem er að finna í fyrrnefndum Panama-skjölum. Hvorki Dorrit né Ólafur Ragnar Grímsson, sem neitað hefur því ítrekað að tengjast aflandsfélögum, segjast hafa heyrt um félagið áður. Ólafur Ragnar Grímsson hefur ítrekað neitað því, í kjölfar umfangsmikils gagnaleka frá Mossack Fonseca, að hann eða Dorrit eigi félög á aflandseyjum. Í nýlegu viðtali við CNN þvertók hann fyrir að hann eða fjölskylda hans tengdist slíkum félögum á nokkurn hátt. Hann hyggst bjóða sig fram til forseta í sjötta sinn og rökstuddi það meðal annars þeim rökum að óvissan sem væri uppi eftir birtingu Panama-skjalanna væri svo mikil.
Forsetakosningar 2016 Panama-skjölin Tengdar fréttir Ólafur Ragnar orðinn að óvæntri poppstjörnu Tilsvörum hans skeytt saman við 2 Unlimited-smellinn No Limit. 25. apríl 2016 23:32 Ólafur og Dorrit með tengsl við aflandsfélag Félag í eigu fjölskyldu Dorritar er að finna í Panama-skjölunum og skráð á Bresku jómfrúaeyjum. 25. apríl 2016 16:49 Ólafur Ragnar gæti þurft að opna bókhaldið til að forðast Panama-storminn Sérfræðingur í krísustjórnun segir það hafa verið sérkennilegt að sjá forsetann svo afdráttarlausan í viðtali við CNN þar sem hann var spurður um tengsl við aflandsfélög. 25. apríl 2016 20:03 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Ólafur Ragnar orðinn að óvæntri poppstjörnu Tilsvörum hans skeytt saman við 2 Unlimited-smellinn No Limit. 25. apríl 2016 23:32
Ólafur og Dorrit með tengsl við aflandsfélag Félag í eigu fjölskyldu Dorritar er að finna í Panama-skjölunum og skráð á Bresku jómfrúaeyjum. 25. apríl 2016 16:49
Ólafur Ragnar gæti þurft að opna bókhaldið til að forðast Panama-storminn Sérfræðingur í krísustjórnun segir það hafa verið sérkennilegt að sjá forsetann svo afdráttarlausan í viðtali við CNN þar sem hann var spurður um tengsl við aflandsfélög. 25. apríl 2016 20:03