Ólafur Ragnar svarar því ekki hvort réttlætanlegt sé að geyma eignir í skattaskjólum Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 26. apríl 2016 10:34 Ólafur Ragnar hefur ákveðið að gefa kost á sér í sjötta sinn og það vegna óvissunnar sem myndaðist eftir birtingu Panama-skjalanna. Vísir/Anton Brink Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands segir að þakka beri það starf sem unnið hefur verið í kjölfar Panama-lekans. Hann segir upplýsingarnar sem komu í ljós mikilvæga þjónustu við almenning. Þetta kemur fram í skriflegu svari Ólafs við eftirfarandi fyrirspurn Vísis:Hvert er álit Ólafs Ragnars á einstaklingum sem geyma eignir í aflandsfélögum í skattaskjólum? Telur hann það réttlætanlegt? Ólafur svarar ekki fyrirspurninni beint en segist ávallt hafa verið gagnrýninn á kerfi aflandsfélaga. „Ég hef ætíð verið gagnrýninn á kerfi aflandsfélaga og tel að hin mikla aukning þeirra á undanförnum áratugum sé afleiðing þess kerfis á alþjóðlegum fjármálamarkaði sem tók að þróast af krafti uppúr 1980 og hefur svo verið ríkjandi á Vesturlöndum um árabil,“ skrifar Ólafur.Sjá einnig: Ólafur og Dorrit með tengsl við aflandsfélag „Það er mikilvægt að Ísland fylgi umbótum á þessu sviði og nýjum reglum sem OECD og ýmis ríki hafa sett. Upplýsingar úr Panamaskjölunum eru mikilvæg þjónusta við hagsmuni almennings og styrkja nauðsynlegar umbætur á fjármálakerfum. Það starf ber því að þakka." Svarið berst eftir að fregnir bárust þess efnis að Moussaieff-fjölskyldan, tengdafjölskylda forsetans, sé nefnd í Panama-skjölunum. Fjölskylda Dorritar Moussaieff átti aflandsfélagið Lasca Finance Limited, sem er að finna í fyrrnefndum Panama-skjölum. Hvorki Dorrit né Ólafur Ragnar Grímsson, sem neitað hefur því ítrekað að tengjast aflandsfélögum, segjast hafa heyrt um félagið áður. Ólafur Ragnar Grímsson hefur ítrekað neitað því, í kjölfar umfangsmikils gagnaleka frá Mossack Fonseca, að hann eða Dorrit eigi félög á aflandseyjum. Í nýlegu viðtali við CNN þvertók hann fyrir að hann eða fjölskylda hans tengdist slíkum félögum á nokkurn hátt. Hann hyggst bjóða sig fram til forseta í sjötta sinn og rökstuddi það meðal annars þeim rökum að óvissan sem væri uppi eftir birtingu Panama-skjalanna væri svo mikil. Forsetakosningar 2016 Panama-skjölin Tengdar fréttir Ólafur Ragnar orðinn að óvæntri poppstjörnu Tilsvörum hans skeytt saman við 2 Unlimited-smellinn No Limit. 25. apríl 2016 23:32 Ólafur og Dorrit með tengsl við aflandsfélag Félag í eigu fjölskyldu Dorritar er að finna í Panama-skjölunum og skráð á Bresku jómfrúaeyjum. 25. apríl 2016 16:49 Ólafur Ragnar gæti þurft að opna bókhaldið til að forðast Panama-storminn Sérfræðingur í krísustjórnun segir það hafa verið sérkennilegt að sjá forsetann svo afdráttarlausan í viðtali við CNN þar sem hann var spurður um tengsl við aflandsfélög. 25. apríl 2016 20:03 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands segir að þakka beri það starf sem unnið hefur verið í kjölfar Panama-lekans. Hann segir upplýsingarnar sem komu í ljós mikilvæga þjónustu við almenning. Þetta kemur fram í skriflegu svari Ólafs við eftirfarandi fyrirspurn Vísis:Hvert er álit Ólafs Ragnars á einstaklingum sem geyma eignir í aflandsfélögum í skattaskjólum? Telur hann það réttlætanlegt? Ólafur svarar ekki fyrirspurninni beint en segist ávallt hafa verið gagnrýninn á kerfi aflandsfélaga. „Ég hef ætíð verið gagnrýninn á kerfi aflandsfélaga og tel að hin mikla aukning þeirra á undanförnum áratugum sé afleiðing þess kerfis á alþjóðlegum fjármálamarkaði sem tók að þróast af krafti uppúr 1980 og hefur svo verið ríkjandi á Vesturlöndum um árabil,“ skrifar Ólafur.Sjá einnig: Ólafur og Dorrit með tengsl við aflandsfélag „Það er mikilvægt að Ísland fylgi umbótum á þessu sviði og nýjum reglum sem OECD og ýmis ríki hafa sett. Upplýsingar úr Panamaskjölunum eru mikilvæg þjónusta við hagsmuni almennings og styrkja nauðsynlegar umbætur á fjármálakerfum. Það starf ber því að þakka." Svarið berst eftir að fregnir bárust þess efnis að Moussaieff-fjölskyldan, tengdafjölskylda forsetans, sé nefnd í Panama-skjölunum. Fjölskylda Dorritar Moussaieff átti aflandsfélagið Lasca Finance Limited, sem er að finna í fyrrnefndum Panama-skjölum. Hvorki Dorrit né Ólafur Ragnar Grímsson, sem neitað hefur því ítrekað að tengjast aflandsfélögum, segjast hafa heyrt um félagið áður. Ólafur Ragnar Grímsson hefur ítrekað neitað því, í kjölfar umfangsmikils gagnaleka frá Mossack Fonseca, að hann eða Dorrit eigi félög á aflandseyjum. Í nýlegu viðtali við CNN þvertók hann fyrir að hann eða fjölskylda hans tengdist slíkum félögum á nokkurn hátt. Hann hyggst bjóða sig fram til forseta í sjötta sinn og rökstuddi það meðal annars þeim rökum að óvissan sem væri uppi eftir birtingu Panama-skjalanna væri svo mikil.
Forsetakosningar 2016 Panama-skjölin Tengdar fréttir Ólafur Ragnar orðinn að óvæntri poppstjörnu Tilsvörum hans skeytt saman við 2 Unlimited-smellinn No Limit. 25. apríl 2016 23:32 Ólafur og Dorrit með tengsl við aflandsfélag Félag í eigu fjölskyldu Dorritar er að finna í Panama-skjölunum og skráð á Bresku jómfrúaeyjum. 25. apríl 2016 16:49 Ólafur Ragnar gæti þurft að opna bókhaldið til að forðast Panama-storminn Sérfræðingur í krísustjórnun segir það hafa verið sérkennilegt að sjá forsetann svo afdráttarlausan í viðtali við CNN þar sem hann var spurður um tengsl við aflandsfélög. 25. apríl 2016 20:03 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira
Ólafur Ragnar orðinn að óvæntri poppstjörnu Tilsvörum hans skeytt saman við 2 Unlimited-smellinn No Limit. 25. apríl 2016 23:32
Ólafur og Dorrit með tengsl við aflandsfélag Félag í eigu fjölskyldu Dorritar er að finna í Panama-skjölunum og skráð á Bresku jómfrúaeyjum. 25. apríl 2016 16:49
Ólafur Ragnar gæti þurft að opna bókhaldið til að forðast Panama-storminn Sérfræðingur í krísustjórnun segir það hafa verið sérkennilegt að sjá forsetann svo afdráttarlausan í viðtali við CNN þar sem hann var spurður um tengsl við aflandsfélög. 25. apríl 2016 20:03