Oklahoma komið áfram | Charlotte og Portland jöfnuðu sínar rimmur Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. apríl 2016 07:15 Oklahoma City Thunder komst í nótt í undanúrslit vesturdeildar NBA þegar liðið lagði Dallas Mavercks, 118-104, á heimavelli í fimmta leik liðanna en það gekk frá rimmunni, 4-1. Fyrir leikinn sagði Marc Cuban, eigandi Dallas, að Russell Westbrook, leikstjórnandi OKC, væri sannarlega góður leikmaður en engin ofurstjarna. Westbrook tróð því ofan í hann með látum. Hann skoraði 36 stig, tók tólf fráköst og var grátlega nálægt þrennu með níu stoðsendingar. Kevin Durant fylgdi félaga sínum fast á eftir með 33 stig og sjö fráköst. „Hann er fáviti. Ekki hlusta á hann. Hann er fáviti. Það er það sem við höfum að segja um þetta. Hann er fáviti. Næsta spurning,“ sagði Kevin Durant eftir leikinn. Charlotte Hornets var ekki búið að vinna leik í úrslitakeppninni í tólf þar þegar liðið minnkaði muninn í 2-1 gegn Miami Heat um helgina en liðið tók sig til og vann annan leikinn í röð, 89-85, og jafnaði einvígið í 2-2 í nótt. Kemba Walker fór hamförum fyrir heimamenn og skoraði 34 stig en Jeremy Lin kom einnig sjóðheitur af bekknum með 21 stig. Joe Johnson var stigahæstur Miami-liðsins með 16 stig en Luol Deng skoraði 15. Næsti leikur fer fram í Miami. Portland Trail Blazers líður líka afskaplega vel á sterkum heimavelli sínum en það lagði Los Angeles Clippers í nótt heima, 98-84, og jafnaði einvígi liðanna í vesturdeildinni í 2-2. Al-Farouq Aminu var allt í öllu hjá Portland en hann skoraði 30 stig og tók tíu fráköst. C.J. McCollum bætti við 19 stigum en Mason Plumlee er líka að spila frábærlega í einvíginu. Hann tók fjórtán fráköst og gaf tíu stoðsendingar.Leikur fimm hjá OKC og Dallas í draugsýn: NBA Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Fótbolti Fleiri fréttir Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Sjá meira
Oklahoma City Thunder komst í nótt í undanúrslit vesturdeildar NBA þegar liðið lagði Dallas Mavercks, 118-104, á heimavelli í fimmta leik liðanna en það gekk frá rimmunni, 4-1. Fyrir leikinn sagði Marc Cuban, eigandi Dallas, að Russell Westbrook, leikstjórnandi OKC, væri sannarlega góður leikmaður en engin ofurstjarna. Westbrook tróð því ofan í hann með látum. Hann skoraði 36 stig, tók tólf fráköst og var grátlega nálægt þrennu með níu stoðsendingar. Kevin Durant fylgdi félaga sínum fast á eftir með 33 stig og sjö fráköst. „Hann er fáviti. Ekki hlusta á hann. Hann er fáviti. Það er það sem við höfum að segja um þetta. Hann er fáviti. Næsta spurning,“ sagði Kevin Durant eftir leikinn. Charlotte Hornets var ekki búið að vinna leik í úrslitakeppninni í tólf þar þegar liðið minnkaði muninn í 2-1 gegn Miami Heat um helgina en liðið tók sig til og vann annan leikinn í röð, 89-85, og jafnaði einvígið í 2-2 í nótt. Kemba Walker fór hamförum fyrir heimamenn og skoraði 34 stig en Jeremy Lin kom einnig sjóðheitur af bekknum með 21 stig. Joe Johnson var stigahæstur Miami-liðsins með 16 stig en Luol Deng skoraði 15. Næsti leikur fer fram í Miami. Portland Trail Blazers líður líka afskaplega vel á sterkum heimavelli sínum en það lagði Los Angeles Clippers í nótt heima, 98-84, og jafnaði einvígi liðanna í vesturdeildinni í 2-2. Al-Farouq Aminu var allt í öllu hjá Portland en hann skoraði 30 stig og tók tíu fráköst. C.J. McCollum bætti við 19 stigum en Mason Plumlee er líka að spila frábærlega í einvíginu. Hann tók fjórtán fráköst og gaf tíu stoðsendingar.Leikur fimm hjá OKC og Dallas í draugsýn:
NBA Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Fótbolti Fleiri fréttir Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Sjá meira