Ólafur Ragnar gæti þurft að opna bókhaldið til að forðast Panama-storminn Birgir Olgeirsson skrifar 25. apríl 2016 20:03 Dorrit Moussaieff og Ólafur Ragnar Grímsson. Vísir/EPA Spjótin standa á Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, eftir að það var uppljóstrað í dag að fjölskylda eiginkonu hans, Dorrit Moussaieff, átti aflandsfélagið Lasca Finance Limited sem er að finna í Panama-skjölunum.Kjarninn og Reykjavík Grapevine sögðu fyrst frá málinu. Síðar í dag boðaði Reykjavík Media frekari umfjöllun um tengsl forsetahjónanna við Panama-skjölin.Andrés Jónsson.VísirAlmannatengillinn Andrés Jónsson, sem er sérfræðingur í krísustjórnun, segir augljóst að það sé afar óþægilegt fyrir einhvern sem sækist eftir frekari trúnaðarstörfum fyrir almenning að vera tengdur Panama-skjölunum. „Það sýnir sig hér á Íslandi og víða annars staðar,“ segir Andrés um þá þá stjórnmálamenn sem hafa sagt af sér eftir að nöfn þeirra komu upp í lekanum á Panama-gögnunum. Ólafur Ragnar tilkynnti í síðustu viku að hann ætlar að sækjast eftir endurkjöri í forsetakosningunum í sumar. Andrés segir Ólaf Ragnar mögulega þurfa að stíga það skref að opna bókhaldið líkt og nokkrir stjórnmálamenn hafa nú þegar gert. „Það sem hann ætti mögulega að skoða væri að upplýsa um öll fjármál þeirra hjóna, leggja allt á borðið. Það var það sem David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, þurfti að gera til að lifa af þá miklu gagnrýni sem hann varð fyrir nú á dögunum. Hann neyddist til að leggja spilin á borðin þannig að almenningur gæti lagt mat á málið,“ segir Andrés. Ólafur Ragnar hefur ítrekað neitað því að hann eða Dorrit eigi félög á aflandseyjum. Í nýlegu viðtali við bandarísku fréttastofuna CNN þvertók hann fyrir að hann eða fjölskylda hans tengdist slíkum félögum á nokkurn hátt. Andrés segir sérkennilegt að hafa heyrt forsetann taka svo afdráttarlaust til orða. Það gæti einfaldlega bent til þess að Ólafur hafi ekkert vitað um tilveru þessara aflandsfélags fjölskyldu Dorritar en engu að síður segir hann stjórnmálamenn yfirleitt reyna að passa sig á því að lenda ekki í því að hafa neitað einhverju sem síðar kom á daginn. Þess vegna hafi verið sérkennilegt að sjá Ólaf Ragnar taka svo afdráttarlaust til orða, í ljósi þess að hann er kvæntur inn í fjölskyldu Dorritar sem er afar auðug. Ólafur Ragnar hefur sjálfur svarað þessu máli á þann veg að hvorki hann né Dorrit hafi vitað af þessu félagi né heyrt af því áður. „Faðir Dorritar er látinn og móðir hennar, sem er 86 ára, man ekki eftir neinu slíku félagi." Forsetakosningar 2016 Panama-skjölin Tengdar fréttir David Cameron opnar bókhaldið Birtir upplýsingar um fjármál sín aftur til ársins 2009. 9. apríl 2016 23:49 Ástþór lýsir yfir áhyggjum vegna uppljóstrana úr Panamaskjölunum Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi hefur sent utanríkisráðuneytinu bréf þess efnis. 25. apríl 2016 18:00 Kári vill að Ólafur Ragnar upplýsi þjóðina um fjármál hans og Dorritar „Hverjar eru eignir þeirra? Hvernig og hvar eru þær geymdar? Hafa þau hjón fjárfest í einhverju sem gæti leitt til þess að þjóðin liti svo á að hagsmunir þeirra stangist á við hagsmuni hennar?“ 25. apríl 2016 09:47 Viðtal á CNN: Ólafur Ragnar segir þau Dorrit ekki tengjast aflandsfélögum á nokkurn hátt "Nei, nei, nei, nei, nei,“ sagði Ólafur Ragnar í vitali við Christiane Amanpour. 22. apríl 2016 12:00 Móðir Camerons gaf honum 200 þúsund pund Hefur opinberað skattframtöl sín eftir að hafa verið sakaður um að hafa svikið undan skatti. 10. apríl 2016 11:03 Ólafur og Dorrit með tengsl við aflandsfélag Félag í eigu fjölskyldu Dorritar er að finna í Panama-skjölunum og skráð á Bresku jómfrúaeyjum. 25. apríl 2016 16:49 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Spjótin standa á Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, eftir að það var uppljóstrað í dag að fjölskylda eiginkonu hans, Dorrit Moussaieff, átti aflandsfélagið Lasca Finance Limited sem er að finna í Panama-skjölunum.Kjarninn og Reykjavík Grapevine sögðu fyrst frá málinu. Síðar í dag boðaði Reykjavík Media frekari umfjöllun um tengsl forsetahjónanna við Panama-skjölin.Andrés Jónsson.VísirAlmannatengillinn Andrés Jónsson, sem er sérfræðingur í krísustjórnun, segir augljóst að það sé afar óþægilegt fyrir einhvern sem sækist eftir frekari trúnaðarstörfum fyrir almenning að vera tengdur Panama-skjölunum. „Það sýnir sig hér á Íslandi og víða annars staðar,“ segir Andrés um þá þá stjórnmálamenn sem hafa sagt af sér eftir að nöfn þeirra komu upp í lekanum á Panama-gögnunum. Ólafur Ragnar tilkynnti í síðustu viku að hann ætlar að sækjast eftir endurkjöri í forsetakosningunum í sumar. Andrés segir Ólaf Ragnar mögulega þurfa að stíga það skref að opna bókhaldið líkt og nokkrir stjórnmálamenn hafa nú þegar gert. „Það sem hann ætti mögulega að skoða væri að upplýsa um öll fjármál þeirra hjóna, leggja allt á borðið. Það var það sem David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, þurfti að gera til að lifa af þá miklu gagnrýni sem hann varð fyrir nú á dögunum. Hann neyddist til að leggja spilin á borðin þannig að almenningur gæti lagt mat á málið,“ segir Andrés. Ólafur Ragnar hefur ítrekað neitað því að hann eða Dorrit eigi félög á aflandseyjum. Í nýlegu viðtali við bandarísku fréttastofuna CNN þvertók hann fyrir að hann eða fjölskylda hans tengdist slíkum félögum á nokkurn hátt. Andrés segir sérkennilegt að hafa heyrt forsetann taka svo afdráttarlaust til orða. Það gæti einfaldlega bent til þess að Ólafur hafi ekkert vitað um tilveru þessara aflandsfélags fjölskyldu Dorritar en engu að síður segir hann stjórnmálamenn yfirleitt reyna að passa sig á því að lenda ekki í því að hafa neitað einhverju sem síðar kom á daginn. Þess vegna hafi verið sérkennilegt að sjá Ólaf Ragnar taka svo afdráttarlaust til orða, í ljósi þess að hann er kvæntur inn í fjölskyldu Dorritar sem er afar auðug. Ólafur Ragnar hefur sjálfur svarað þessu máli á þann veg að hvorki hann né Dorrit hafi vitað af þessu félagi né heyrt af því áður. „Faðir Dorritar er látinn og móðir hennar, sem er 86 ára, man ekki eftir neinu slíku félagi."
Forsetakosningar 2016 Panama-skjölin Tengdar fréttir David Cameron opnar bókhaldið Birtir upplýsingar um fjármál sín aftur til ársins 2009. 9. apríl 2016 23:49 Ástþór lýsir yfir áhyggjum vegna uppljóstrana úr Panamaskjölunum Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi hefur sent utanríkisráðuneytinu bréf þess efnis. 25. apríl 2016 18:00 Kári vill að Ólafur Ragnar upplýsi þjóðina um fjármál hans og Dorritar „Hverjar eru eignir þeirra? Hvernig og hvar eru þær geymdar? Hafa þau hjón fjárfest í einhverju sem gæti leitt til þess að þjóðin liti svo á að hagsmunir þeirra stangist á við hagsmuni hennar?“ 25. apríl 2016 09:47 Viðtal á CNN: Ólafur Ragnar segir þau Dorrit ekki tengjast aflandsfélögum á nokkurn hátt "Nei, nei, nei, nei, nei,“ sagði Ólafur Ragnar í vitali við Christiane Amanpour. 22. apríl 2016 12:00 Móðir Camerons gaf honum 200 þúsund pund Hefur opinberað skattframtöl sín eftir að hafa verið sakaður um að hafa svikið undan skatti. 10. apríl 2016 11:03 Ólafur og Dorrit með tengsl við aflandsfélag Félag í eigu fjölskyldu Dorritar er að finna í Panama-skjölunum og skráð á Bresku jómfrúaeyjum. 25. apríl 2016 16:49 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
David Cameron opnar bókhaldið Birtir upplýsingar um fjármál sín aftur til ársins 2009. 9. apríl 2016 23:49
Ástþór lýsir yfir áhyggjum vegna uppljóstrana úr Panamaskjölunum Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi hefur sent utanríkisráðuneytinu bréf þess efnis. 25. apríl 2016 18:00
Kári vill að Ólafur Ragnar upplýsi þjóðina um fjármál hans og Dorritar „Hverjar eru eignir þeirra? Hvernig og hvar eru þær geymdar? Hafa þau hjón fjárfest í einhverju sem gæti leitt til þess að þjóðin liti svo á að hagsmunir þeirra stangist á við hagsmuni hennar?“ 25. apríl 2016 09:47
Viðtal á CNN: Ólafur Ragnar segir þau Dorrit ekki tengjast aflandsfélögum á nokkurn hátt "Nei, nei, nei, nei, nei,“ sagði Ólafur Ragnar í vitali við Christiane Amanpour. 22. apríl 2016 12:00
Móðir Camerons gaf honum 200 þúsund pund Hefur opinberað skattframtöl sín eftir að hafa verið sakaður um að hafa svikið undan skatti. 10. apríl 2016 11:03
Ólafur og Dorrit með tengsl við aflandsfélag Félag í eigu fjölskyldu Dorritar er að finna í Panama-skjölunum og skráð á Bresku jómfrúaeyjum. 25. apríl 2016 16:49