Framtíð útflutningsþjónustu Lilja Alfreðsdóttir skrifar 26. apríl 2016 07:00 Nýlega kynnti Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn lokayfirlýsingu sína um stöðu og horfur á Íslandi þar sem segir að ótvíræður árangur hafi náðst í efnahagslífinu hér á landi. Það hefur verið tekið á stóru málunum af festu og það er góður gangur í efnahagslífinu og fyrir utan helstu stoðir atvinnulífsins á Íslandi þá liggur hér til grundvallar sú mikla fjölgun ferðamanna sem við höfum séð á undanförnum árum. Þetta styður við hagvöxtinn og skapar gjaldeyristekjur. Útflutningsverðmæti sjávarafurða námu um 265 milljörðum króna á síðasta ári, sem var eitt af betri árum í sögu íslensks sjávarútvegs, og það þrátt fyrir viðsjár á mikilvægum mörkuðum og áskoranir þeim tengdar. Í þessu ljósi ber að hrósa íslenskum sjávarútvegi fyrir hve vel honum hefur tekist að laga sig að breyttum aðstæðum. Sem opið og útflutningsdrifið markaðshagkerfi er Ísland oftar en ekki háð þróun mála á alþjóðavettvangi og pólitískum aðstæðum í viðskiptaríkjum okkar. Það er ljóst að stjórnvöld og atvinnulíf þurfa að vera samhent í viðbrögðum og undirbúningi og reyna að sjá til framtíðar þannig að við höfum úr sem flestum körfum að velja fyrir eggin okkar. Á nýafstöðnum ársfundi Íslandsstofu kallaði ég því eftir því að stjórnvöld og atvinnulífið taki höndum saman við að efla vöxt gjaldeyristekna Íslands til muna næstu 15 árin. Með stofnun Íslandsstofu árið 2010 voru tekin mikilvæg skref til að koma til móts við hugmyndir um aukið samstarf opinberra aðila og atvinnulífsins, markvissari nýtingu fjármuna, aukna samhæfingu og öflugri þjónustu erlendis. Nú er komin reynsla á starfsemina og mörg afar jákvæð verkefni hafa litið dagsins ljós og ber að þakka ötulu starfsfólki Íslandsstofu fyrir eljusemina.Efla þarf starfsemina Ég vil efla þessa starfsemi enn frekar og gera hana eftirsóknarverða fyrir alla íslenska útflytjendur og verður áhersla lögð á þrennt. Í fyrsta lagi þarf að styrkja langtímastefnumótun sem byggir á breiðu samráði, pólitískri skuldbindingu, gagnsæi og skýrleika í fjármögnun. Í öðru lagi er lagt til að sett verði á laggirnar útflutnings- og markaðsráð sem myndi bera ábyrgð á langtímastefnunni og er hér horft til þess skipulags sem hefur verið um árabil með vísinda- og tækniráði, en í því sitja nokkrir ráðherrar og fulltrúar hagsmunaaðila. Í þriðja lagi þurfum við fastari mælikvarða til að geta greint hvort okkur er að takast það sem við leggjum upp með í okkar stefnumótun. Þá þarf Íslandsstofa að fá skýrleika í sitt rekstrarform og síðast en ekki síst er afar mikilvægt að samþætta betur starfsemi Íslandsstofu og utanríkisþjónustunnar og styrkja þannig enn frekar þjónustuna við viðskiptalífið sem afar mikilvægt er að hlúa að. Til að hrinda framangreindum aðgerðum í framkvæmd horfi ég til þess að á næstunni munum við skipa nýja stjórn Íslandsstofu sem ég tel að eigi að taka það sem sitt meginhlutverk að hrinda þessum tillögum í framkvæmd og eftir atvikum gera þær breytingar í fyrirkomulagi og starfi sem til þarf í þessu skyni og styrkja enn frekar það öfluga starf sem unnið er innan veggja Íslandsstofu og úti á mörkuðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Alfreðsdóttir Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Nýlega kynnti Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn lokayfirlýsingu sína um stöðu og horfur á Íslandi þar sem segir að ótvíræður árangur hafi náðst í efnahagslífinu hér á landi. Það hefur verið tekið á stóru málunum af festu og það er góður gangur í efnahagslífinu og fyrir utan helstu stoðir atvinnulífsins á Íslandi þá liggur hér til grundvallar sú mikla fjölgun ferðamanna sem við höfum séð á undanförnum árum. Þetta styður við hagvöxtinn og skapar gjaldeyristekjur. Útflutningsverðmæti sjávarafurða námu um 265 milljörðum króna á síðasta ári, sem var eitt af betri árum í sögu íslensks sjávarútvegs, og það þrátt fyrir viðsjár á mikilvægum mörkuðum og áskoranir þeim tengdar. Í þessu ljósi ber að hrósa íslenskum sjávarútvegi fyrir hve vel honum hefur tekist að laga sig að breyttum aðstæðum. Sem opið og útflutningsdrifið markaðshagkerfi er Ísland oftar en ekki háð þróun mála á alþjóðavettvangi og pólitískum aðstæðum í viðskiptaríkjum okkar. Það er ljóst að stjórnvöld og atvinnulíf þurfa að vera samhent í viðbrögðum og undirbúningi og reyna að sjá til framtíðar þannig að við höfum úr sem flestum körfum að velja fyrir eggin okkar. Á nýafstöðnum ársfundi Íslandsstofu kallaði ég því eftir því að stjórnvöld og atvinnulífið taki höndum saman við að efla vöxt gjaldeyristekna Íslands til muna næstu 15 árin. Með stofnun Íslandsstofu árið 2010 voru tekin mikilvæg skref til að koma til móts við hugmyndir um aukið samstarf opinberra aðila og atvinnulífsins, markvissari nýtingu fjármuna, aukna samhæfingu og öflugri þjónustu erlendis. Nú er komin reynsla á starfsemina og mörg afar jákvæð verkefni hafa litið dagsins ljós og ber að þakka ötulu starfsfólki Íslandsstofu fyrir eljusemina.Efla þarf starfsemina Ég vil efla þessa starfsemi enn frekar og gera hana eftirsóknarverða fyrir alla íslenska útflytjendur og verður áhersla lögð á þrennt. Í fyrsta lagi þarf að styrkja langtímastefnumótun sem byggir á breiðu samráði, pólitískri skuldbindingu, gagnsæi og skýrleika í fjármögnun. Í öðru lagi er lagt til að sett verði á laggirnar útflutnings- og markaðsráð sem myndi bera ábyrgð á langtímastefnunni og er hér horft til þess skipulags sem hefur verið um árabil með vísinda- og tækniráði, en í því sitja nokkrir ráðherrar og fulltrúar hagsmunaaðila. Í þriðja lagi þurfum við fastari mælikvarða til að geta greint hvort okkur er að takast það sem við leggjum upp með í okkar stefnumótun. Þá þarf Íslandsstofa að fá skýrleika í sitt rekstrarform og síðast en ekki síst er afar mikilvægt að samþætta betur starfsemi Íslandsstofu og utanríkisþjónustunnar og styrkja þannig enn frekar þjónustuna við viðskiptalífið sem afar mikilvægt er að hlúa að. Til að hrinda framangreindum aðgerðum í framkvæmd horfi ég til þess að á næstunni munum við skipa nýja stjórn Íslandsstofu sem ég tel að eigi að taka það sem sitt meginhlutverk að hrinda þessum tillögum í framkvæmd og eftir atvikum gera þær breytingar í fyrirkomulagi og starfi sem til þarf í þessu skyni og styrkja enn frekar það öfluga starf sem unnið er innan veggja Íslandsstofu og úti á mörkuðum.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun