Stephen Curry snýr væntanlega aftur í lið Golden State Warriors þegar það sækir Houston Rockets heim í 8-liða úrslitum Vesturdeildarinnar í NBA í dag.
Curry sneri sig á ökkla í fyrsta leik liðanna fyrir viku og lék ekkert með í öðrum og þriðja leiknum.
Hann tók hins vegar þátt í æfingu Golden State liðsins í fyrradag og sagði að það væri yfirgnæfandi líkur á að hann yrði með í leiknum í dag.
Golden State vann tvo fyrstu leikina á heimavelli en tapaði þriðja leiknum í Houston á fimmtudaginn. Golden State hefur ekki tapað tveimur leikjum í röð í vetur en liðið setti met með því að vinna 73 leiki í deildakeppninni.
Curry var stigahæsti leikmaður NBA-deildarinnar í vetur með 30,1 stig að meðaltali í leik. Hann náði einnig þeim merka áfanga að vera með yfir 50% skotnýtingu, 45% þriggja stiga nýtingu og 90% vítanýtingu.
Curry verður væntanlega með í dag
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Mest lesið



Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni?
Íslenski boltinn

Blikarnir hoppuðu út í á
Fótbolti

Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður
Íslenski boltinn

Dagný kveður West Ham með tárin í augunum
Enski boltinn



„Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“
Íslenski boltinn
