KR er komið í 2-0 forystu gegn Haukum í lokaeinvígi liðanna um Íslandsmeisataratitilinn í körfubolta.
KR-ingar þurfa bara einn sigur til viðbótar og geta tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn á heimavelli á mánudag.
Kári Jónsson, leikmaður Hauka, meiddist í fyrsta leik liðanna og var ekki með í kvöld. Haukar söknuðu hans enda hefur Kári verið einn besti leikmaður tímabilsins.
„Þeir spila ekki jafn vel sóknarlega án hans en þeir eru mun sterkari í vörninni og erfiðara að spila á móti þeim,“ sagði Brynjar Þór Björnsson og bætti því við að Kristinn Marinósson væri erfiðari við að eiga en Kári.
„Hann spilar miklu fastar og reynir að komast aðeins inn í hausinn á mönnum.“
Nánari umfjöllun og viðtöl úr leiknum hér fyrir neðan.

