Kallar Obama hálf-kenískan hræsnara Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 23. apríl 2016 07:00 Boris Johnson, borgarstjóri Lundúna, höfuðborgar Bretlands, er ekki par hrifinn af afskiptum Baracks Obama Bandaríkjaforseta af breskum stjórnmálum. Barack Obama kom til Bretlands í gær í opinbera heimsókn og mun meðal annars funda með forsætisráðherranum David Cameron. Forsetinn lét þau ummæli falla í grein sem hann skrifaði í dagblaðið Daily Telegraph að áframhaldandi vera Bretlands í Evrópusambandinu magnaði áhrif Bretlands í heiminum og sagðist hann þeirrar skoðunar að Bretar ættu ekki að yfirgefa Evrópusambandið. „Þið ættuð að vera stolt af því að Evrópusambandið hafi hjálpað ykkur að dreifa breskum gildum og siðum,“ skrifaði forsetinn. Þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort Bretland yfirgefi Evrópusambandið fer fram þann 23. júní næstkomandi og er Johnson á þeirri skoðun að Bretum sé best borgið utan sambandsins. Hann skrifaði grein í dagblaðið The Sun í gær þar sem hann svaraði forsetanum fullum hálsi.Boris Johnson, borgarstjóri Lundúna„Þetta er samhengislaust og já, þetta er algjör hræsni. Bandaríkjamenn myndu aldrei geta hugsað sér að vera í svona sambandi, hvorki hvað snertir þá sjálfa né nágranna þeirra,“ skrifaði Johnson. Þá skammaðist Johnson út í þá ákvörðun að fjarlægja brjóstmynd af fyrrverandi forsætisráðherra Breta, Winston Churchill, úr húsakynnum forsetans. „Sumir hafa sagt að það væri til marks um vanþóknun hálf-kenísks forseta á breska heimsveldinu sem Churchill varði af kröftum,“ skrifaði Johnson. Ummæli Johnsons vöktu nokkra reiði meðal stjórnarandstöðunnar í landinu. Skuggafjármálaráðherrann John McDonnell sakaði Johnson til að mynda um kynþáttahatur og hvatti hann til að draga orð sín til baka. Mögulegt brotthvarf Breta úr Evrópusambandinu, sem heimamenn kalla Brexit en gæti jafnvel útlagst sem Brethvarf á íslensku, er mikið hitamál. Íhaldsflokkurinn, sem er með meirihluta þingmanna á breska þinginu, er klofinn í málinu. Þannig hefur Johnson borgarstjóri barist fyrir brotthvarfinu en forsætisráðherrann Cameron gegn því. Samkvæmt meðaltali Financial Times úr nýjustu skoðanakönnunum hallast 42 prósent Breta að því að yfirgefa sambandið en 44 prósent eru hlynnt áframhaldandi veru. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 23. apríl Brexit Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Milljón gæti misst vinnuna ef Bretland yfirgefur ESB Ef Bretland yfirgefur Evrópusambandið gæti atvinnuleysi aukist, hagvöxtur dregist saman og gengi pundsins lækkað. 22. mars 2016 07:00 Nota árásirnar sem rök fyrir Brexit Nigel Farage er meðal stjórnmálamanna sem hafa mætt mikilli gagnrýni vegna ummæla sinna um árásirnar í Brussel. 22. mars 2016 12:21 Framkvæmdastjóri OECD beitir sér gegn útgöngu Breta úr ESB Angel Gurria, framkvæmdastjóri Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, segir að Bretland ætti að vera áfram í Evrópusambandinu. 30. mars 2016 11:00 Að vera eða fara Um fátt er nú meira rætt og ritað í Bretlandi en mögulega útgöngu Breta úr Evrópusambandinu – svokallaðan Brexit. 20. apríl 2016 10:45 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Sjá meira
Boris Johnson, borgarstjóri Lundúna, höfuðborgar Bretlands, er ekki par hrifinn af afskiptum Baracks Obama Bandaríkjaforseta af breskum stjórnmálum. Barack Obama kom til Bretlands í gær í opinbera heimsókn og mun meðal annars funda með forsætisráðherranum David Cameron. Forsetinn lét þau ummæli falla í grein sem hann skrifaði í dagblaðið Daily Telegraph að áframhaldandi vera Bretlands í Evrópusambandinu magnaði áhrif Bretlands í heiminum og sagðist hann þeirrar skoðunar að Bretar ættu ekki að yfirgefa Evrópusambandið. „Þið ættuð að vera stolt af því að Evrópusambandið hafi hjálpað ykkur að dreifa breskum gildum og siðum,“ skrifaði forsetinn. Þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort Bretland yfirgefi Evrópusambandið fer fram þann 23. júní næstkomandi og er Johnson á þeirri skoðun að Bretum sé best borgið utan sambandsins. Hann skrifaði grein í dagblaðið The Sun í gær þar sem hann svaraði forsetanum fullum hálsi.Boris Johnson, borgarstjóri Lundúna„Þetta er samhengislaust og já, þetta er algjör hræsni. Bandaríkjamenn myndu aldrei geta hugsað sér að vera í svona sambandi, hvorki hvað snertir þá sjálfa né nágranna þeirra,“ skrifaði Johnson. Þá skammaðist Johnson út í þá ákvörðun að fjarlægja brjóstmynd af fyrrverandi forsætisráðherra Breta, Winston Churchill, úr húsakynnum forsetans. „Sumir hafa sagt að það væri til marks um vanþóknun hálf-kenísks forseta á breska heimsveldinu sem Churchill varði af kröftum,“ skrifaði Johnson. Ummæli Johnsons vöktu nokkra reiði meðal stjórnarandstöðunnar í landinu. Skuggafjármálaráðherrann John McDonnell sakaði Johnson til að mynda um kynþáttahatur og hvatti hann til að draga orð sín til baka. Mögulegt brotthvarf Breta úr Evrópusambandinu, sem heimamenn kalla Brexit en gæti jafnvel útlagst sem Brethvarf á íslensku, er mikið hitamál. Íhaldsflokkurinn, sem er með meirihluta þingmanna á breska þinginu, er klofinn í málinu. Þannig hefur Johnson borgarstjóri barist fyrir brotthvarfinu en forsætisráðherrann Cameron gegn því. Samkvæmt meðaltali Financial Times úr nýjustu skoðanakönnunum hallast 42 prósent Breta að því að yfirgefa sambandið en 44 prósent eru hlynnt áframhaldandi veru. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 23. apríl
Brexit Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Milljón gæti misst vinnuna ef Bretland yfirgefur ESB Ef Bretland yfirgefur Evrópusambandið gæti atvinnuleysi aukist, hagvöxtur dregist saman og gengi pundsins lækkað. 22. mars 2016 07:00 Nota árásirnar sem rök fyrir Brexit Nigel Farage er meðal stjórnmálamanna sem hafa mætt mikilli gagnrýni vegna ummæla sinna um árásirnar í Brussel. 22. mars 2016 12:21 Framkvæmdastjóri OECD beitir sér gegn útgöngu Breta úr ESB Angel Gurria, framkvæmdastjóri Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, segir að Bretland ætti að vera áfram í Evrópusambandinu. 30. mars 2016 11:00 Að vera eða fara Um fátt er nú meira rætt og ritað í Bretlandi en mögulega útgöngu Breta úr Evrópusambandinu – svokallaðan Brexit. 20. apríl 2016 10:45 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Sjá meira
Milljón gæti misst vinnuna ef Bretland yfirgefur ESB Ef Bretland yfirgefur Evrópusambandið gæti atvinnuleysi aukist, hagvöxtur dregist saman og gengi pundsins lækkað. 22. mars 2016 07:00
Nota árásirnar sem rök fyrir Brexit Nigel Farage er meðal stjórnmálamanna sem hafa mætt mikilli gagnrýni vegna ummæla sinna um árásirnar í Brussel. 22. mars 2016 12:21
Framkvæmdastjóri OECD beitir sér gegn útgöngu Breta úr ESB Angel Gurria, framkvæmdastjóri Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, segir að Bretland ætti að vera áfram í Evrópusambandinu. 30. mars 2016 11:00
Að vera eða fara Um fátt er nú meira rætt og ritað í Bretlandi en mögulega útgöngu Breta úr Evrópusambandinu – svokallaðan Brexit. 20. apríl 2016 10:45