Fjölnir vann nauman sigur á Skallagrími, 102-101, í æsispennandi leik liðanna í einvígi þeirra um sæti í Domino's-deild karla.
Colin Pryor skoraði sigurkörfu leiksins þegar fjórar sekúndur voru til leiksloka en lokaskot Skallagríms í leiknum geigaði.
Fjölnismenn fögnuðu vel og innilega enda komnir með 2-1 forystu í rimmunni. Með sigri í Borgarnesi á laugardag tryggir Fjölnir sér sæti í efstu deild.
Anton Brink, ljósmyndari 365, var á vellinum í kvöld og tók meðfylgjandi myndir.
Fjölnir-Skallagrímur 102-101 (20-23, 27-23, 35-26, 20-29)
Fjölnir: Collin Anthony Pryor 30/7 fráköst/6 stoðsendingar, Róbert Sigurðsson 21/10 stoðsendingar, Garðar Sveinbjörnsson 16/5 fráköst, Bergþór Ægir Ríkharðsson 14, Hreiðar Bjarki Vilhjálmsson 9, Árni Elmar Hrafnsson 5, Egill Egilsson 3/4 fráköst, Valur Sigurðsson 2, Sindri Már Kárason 2/4 fráköst.
Skallagrímur: Sigtryggur Arnar Björnsson 26/8 fráköst/5 stoðsendingar, Jean Rony Cadet 19/15 fráköst/6 stoðsendingar, Davíð Guðmundsson 16/5 fráköst, Davíð Ásgeirsson 13, Hamid Dicko 10, Kristófer Gíslason 9/9 fráköst, Hafþór Ingi Gunnarsson 6, Hjalti Ásberg Þorleifsson 2.
