Forsætisráðherra boðar stjórnarandstöðuna til fundar á föstudag Heimir Már Pétursson skrifar 20. apríl 2016 19:17 Forsætisráðherra ætlar að funda með leiðtogum stjórnarandstöðunnar á föstudag til að fara yfir þau mál sem stjórnarflokkarnir vilja að Alþingi afgreiði fyrir kosningar. Hann verst hins vegar allra fregna af því hvenær verður boðað til kosninga. Enn þrýstir stjórnarandstaðan á Sigurð Inga Jóhannsson forsætisráðherra að upplýsa um hvenær eigi að kjósa og hvaða mál eigi að afgreiða á þinginu fyrir kjördag. Ekki sé hægt að fara inn í nefndarviku í næstu viku án þess að vita það. „Forseti ég bið um ásjá og stuðning forseta í því að reyna að koma skikk hér á þingstörfin því þetta er algerlega óásættanlegt,“ sagði Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna í umræðum um fundarstjórn forseta á Alþingi í dag. Sú umræða stóð í um hálftíma og ítrekuðu fjölmargir þingmenn stjórnarandstöðunnar að málaskrá og kjördægur þyrftu að liggja fyrir. Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata sagði að augljóslega væri ekki hægt að taka mark á yfirlýsingum leiðtoga stjórnarflokkanna varðandi kosningar. „Það er ekki hægt að draga okkur áfram á asnaeyrunum hér dag eftir dag og láta eins og ekkert sé, forseti,“ sagði Birgitta meðal annars. Í dag er hálfur mánuður frá því ráðuneyti Sigurðar Inga Jóhannssonar tók til starfa og sagði Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar ágæta samstöðu um ýmis mál sem stjórnarflokkarnir tækjust hins vegar á um sín á milli, eins og húsnæðisfrumvörp félagsmálaráðherra. „Hvar eru vandamálin? Ég er búinn að þylja hér upp þessi mál sem hafa verið í almennri umræðu. Ekkert af þeim er vandamál gagnvart okkur í stjórnarandstöðunni. Af hverju vill hann (forsætisráðherra) ekki einfaldlega láta reyna á vilja okkar hér til samstarfs? Við eru tilbúin að afgreiða mál,“ sagði Árni Páll. Forsætisráðherra sagði ríkisstjórnina hafa tryggan meirihluta og eðlilegt að þingmenn sinntu þeim fjölmörgu málum sem væru til afgreiðslu á Alþingi. Hann og fjármálaráðherra myndu funda með forseta Alþingis um afgreiðslu mála í dag. „Og í framhaldinu hyggst ég boða til fundar með stjórnarandstöðunni á föstudaginn til að fara yfir þau mál sem við hófum mjög góða umræðu á í síðustu viku. Til þess að halda áfram með það samtal sem við þurfum að eiga,“ sagði Sigurður Ingi. Þá hafi hann rætt við fleiri aðila í samfélaginu til að skapa traust. „Hluti af því að endurbyggja traust er að standa við orð sín og koma hreint fram og að allir hlutir séu upp á borðum. Kjördagur í haust er ekki einkamál hæstvirts forsætisráðherra eða ríkisstjórnarinnar eða þess vegna ef út í það er farið okkar í þessum sal. Það er mikilvægt að senda þau skilaboð strax hvenær fólk geti búist við kosningum,“ sagði Árni Páll Árnason. Alþingi Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Sjá meira
Forsætisráðherra ætlar að funda með leiðtogum stjórnarandstöðunnar á föstudag til að fara yfir þau mál sem stjórnarflokkarnir vilja að Alþingi afgreiði fyrir kosningar. Hann verst hins vegar allra fregna af því hvenær verður boðað til kosninga. Enn þrýstir stjórnarandstaðan á Sigurð Inga Jóhannsson forsætisráðherra að upplýsa um hvenær eigi að kjósa og hvaða mál eigi að afgreiða á þinginu fyrir kjördag. Ekki sé hægt að fara inn í nefndarviku í næstu viku án þess að vita það. „Forseti ég bið um ásjá og stuðning forseta í því að reyna að koma skikk hér á þingstörfin því þetta er algerlega óásættanlegt,“ sagði Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna í umræðum um fundarstjórn forseta á Alþingi í dag. Sú umræða stóð í um hálftíma og ítrekuðu fjölmargir þingmenn stjórnarandstöðunnar að málaskrá og kjördægur þyrftu að liggja fyrir. Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata sagði að augljóslega væri ekki hægt að taka mark á yfirlýsingum leiðtoga stjórnarflokkanna varðandi kosningar. „Það er ekki hægt að draga okkur áfram á asnaeyrunum hér dag eftir dag og láta eins og ekkert sé, forseti,“ sagði Birgitta meðal annars. Í dag er hálfur mánuður frá því ráðuneyti Sigurðar Inga Jóhannssonar tók til starfa og sagði Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar ágæta samstöðu um ýmis mál sem stjórnarflokkarnir tækjust hins vegar á um sín á milli, eins og húsnæðisfrumvörp félagsmálaráðherra. „Hvar eru vandamálin? Ég er búinn að þylja hér upp þessi mál sem hafa verið í almennri umræðu. Ekkert af þeim er vandamál gagnvart okkur í stjórnarandstöðunni. Af hverju vill hann (forsætisráðherra) ekki einfaldlega láta reyna á vilja okkar hér til samstarfs? Við eru tilbúin að afgreiða mál,“ sagði Árni Páll. Forsætisráðherra sagði ríkisstjórnina hafa tryggan meirihluta og eðlilegt að þingmenn sinntu þeim fjölmörgu málum sem væru til afgreiðslu á Alþingi. Hann og fjármálaráðherra myndu funda með forseta Alþingis um afgreiðslu mála í dag. „Og í framhaldinu hyggst ég boða til fundar með stjórnarandstöðunni á föstudaginn til að fara yfir þau mál sem við hófum mjög góða umræðu á í síðustu viku. Til þess að halda áfram með það samtal sem við þurfum að eiga,“ sagði Sigurður Ingi. Þá hafi hann rætt við fleiri aðila í samfélaginu til að skapa traust. „Hluti af því að endurbyggja traust er að standa við orð sín og koma hreint fram og að allir hlutir séu upp á borðum. Kjördagur í haust er ekki einkamál hæstvirts forsætisráðherra eða ríkisstjórnarinnar eða þess vegna ef út í það er farið okkar í þessum sal. Það er mikilvægt að senda þau skilaboð strax hvenær fólk geti búist við kosningum,“ sagði Árni Páll Árnason.
Alþingi Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði