Jón Halldór: Dómari sló mig í bakið og kallaði mig fávita Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. apríl 2016 17:05 Jón Halldór Eðvaldsson, einn af sérfræðingum körfuboltakvölds, fékk að vita það hreint út hvað einum dómara deildarinnar hefur fundist um gagnrýni hans í sinn garð á þessu tímabili. Jón Halldór var í viðtali í Akraborginni í dag þar sem hann sagði frá atviki sem kom upp í fyrsta úrslitaleik KR og Hauka í gærkvöldi. „Það var góður og yndislegur drengur sem kom og sló í mig í gær. Hann var ekkert rosalega sáttur við mig. Hann virtist allavega ekki vera að grínast,“ sagði Jón Halldór en nafngreindi ekki dómarann. „Það er eins og gengur í lífinu. Ef menn eru pirraðir yfir einhverju sem maður segir eða er að gagnrýna má maður alveg búast við þessu. Ef svo er í þessu tilviki þá er það allt í lagi. Mér líður ekkert illa með það.“ „Ég tók þessu ekki sem gríni. Hann labbaði framhjá mér og barði í bakið á mér. Ég man ekki nákvæmlega það sem hann sagði en orðið fáviti kom þarna fram,“ sagði Jón Halldór. Þráspurður um hvern væri að ræða sagði Jón: „Þetta er dómari sem er búinn að vera að dæma í efstu deild og ég er búinn að gagnrýna í tvígang. Kannski fannst honum það ósanngjarnt sem ég hef sagt,“ sagði Jón Halldór en þetta fær ekkert á hann. „Nei, blessaður vertu. Þetta er hluti af þessu. Auðvitað finnst fólki gagnrýni sár. Það er allt í lagi. Þá fer fólk bara í fýlu.“ „Ef ég er fenginn í einhverja vinnu og á að segja það sem mér finnst þá geri ég það. Mér þykir mjög vænt um þennan mann. Ég hef dæmt með honum og þekkt hann í mörg ár. Ég veit að hann hefur verið eitthvað pirraður út í mig og lét mig því heyra það. Ég þoli það alveg. Ég elska hann samt,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson. Allt viðtalið má heyra í spilaranum hér að ofan en umræðan um dómarann hefst eftir tæpar níu mínútur. Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Fleiri fréttir „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Sjá meira
Jón Halldór Eðvaldsson, einn af sérfræðingum körfuboltakvölds, fékk að vita það hreint út hvað einum dómara deildarinnar hefur fundist um gagnrýni hans í sinn garð á þessu tímabili. Jón Halldór var í viðtali í Akraborginni í dag þar sem hann sagði frá atviki sem kom upp í fyrsta úrslitaleik KR og Hauka í gærkvöldi. „Það var góður og yndislegur drengur sem kom og sló í mig í gær. Hann var ekkert rosalega sáttur við mig. Hann virtist allavega ekki vera að grínast,“ sagði Jón Halldór en nafngreindi ekki dómarann. „Það er eins og gengur í lífinu. Ef menn eru pirraðir yfir einhverju sem maður segir eða er að gagnrýna má maður alveg búast við þessu. Ef svo er í þessu tilviki þá er það allt í lagi. Mér líður ekkert illa með það.“ „Ég tók þessu ekki sem gríni. Hann labbaði framhjá mér og barði í bakið á mér. Ég man ekki nákvæmlega það sem hann sagði en orðið fáviti kom þarna fram,“ sagði Jón Halldór. Þráspurður um hvern væri að ræða sagði Jón: „Þetta er dómari sem er búinn að vera að dæma í efstu deild og ég er búinn að gagnrýna í tvígang. Kannski fannst honum það ósanngjarnt sem ég hef sagt,“ sagði Jón Halldór en þetta fær ekkert á hann. „Nei, blessaður vertu. Þetta er hluti af þessu. Auðvitað finnst fólki gagnrýni sár. Það er allt í lagi. Þá fer fólk bara í fýlu.“ „Ef ég er fenginn í einhverja vinnu og á að segja það sem mér finnst þá geri ég það. Mér þykir mjög vænt um þennan mann. Ég hef dæmt með honum og þekkt hann í mörg ár. Ég veit að hann hefur verið eitthvað pirraður út í mig og lét mig því heyra það. Ég þoli það alveg. Ég elska hann samt,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson. Allt viðtalið má heyra í spilaranum hér að ofan en umræðan um dómarann hefst eftir tæpar níu mínútur.
Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Fleiri fréttir „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Sjá meira